Pfizer segist ekki kannast við frásögn Kára Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. janúar 2021 12:54 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/vilhelm Lyfjaframleiðandinn Pfizer segist ekki kannast við frásögn Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar af fundi um mögulega bóluefnisrannsókn á Íslandi. Þetta kemur fram í skriflegu svari Pfizer við fyrirspurn fréttastofu. Haft var eftir Kára í Fréttablaðinu í byrjun vikunnar að Mette [Skovdal], fulltrúi Pfizer í Skandinavíu sem var viðstödd fund Kára, sóttvarnalæknis og landlæknis með Pfizer, hefði brotið trúnað og sagt dönskum yfirvöldum frá viðræðunum. Danir vildu nú vera með í samningum. Hefði átt að vera varkárari Kári sagði síðar í samtali við Vísi að hann sæi eftir því að hafa ekki verið varkárari í orðum sínum; hann myndi ekki lýsa því þannig að Danir væru að „eyðileggja“ samningaviðræður Íslands og Pfizer, líkt og haft var eftir honum í Fréttablaðinu. Það hefði þó vissulega verið „óheppilegt“ að fulltrúi Pfizer hefði sagt frá málinu án þess að fá leyfi fundargesta til þess. „Það bara tíðkast ekki,“ sagði Kári. „Ég hefði átt að vera varkárari í orðum mínum, þannig að þetta skrifast jafnt á mig sem Mette.“ Nokkrar tillögur um rannsóknir til skoðunar Vísir leitaði viðbragða frá Skovdal vegna frásagnar Kára á þriðjudag. Hún kvaðst ekki geta tjáð sig um málið og vísaði á samskiptastjóra Pfizer í Danmörku. Fram kemur í svari Pfizer sem barst í morgun að Pfizer „kannist ekki við“ frásögn Kára. Tekið er fram að nokkrar tillögur um rannsókn á virkni bóluefnisins séu til skoðunar í mismunandi löndum, þar á meðal Íslandi. Þar sem viðræður séu í gangi geti Pfizer ekki tjáð sig frekar um málið að svo stöddu. Svar Pfizer við fyrirspurn Vísis má sjá í heild hér fyrir neðan. Pfizer does not recognize the account by Mr. Stefánsson. There are several types of real-world effectiveness proposals that are under evaluation in different countries, including Iceland. As discussions are ongoing we are unable to provide further comment at this point. Bæði Kári og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bjuggust við viðbrögðum frá Pfizer vegna viðræðnanna í þessari viku. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að hann hefði ekkert heyrt frá fyrirtækinu. Þá sagði hann viðræður í gangi við alla bóluefnaframleiðendur sem selja Íslandi bóluefni. Margt bæri þar á góma en ekkert væri í gangi í þeim efnum sem vert væri að tala um. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hver er munurinn á bóluefnum Pfizer og Moderna? Bóluefni lyfjaframleiðendanna Pfizer og Moderna, fyrstu bóluefnanna gegn kórónuveirunni sem komast í notkun á Íslandi, byggja á sömu tækni og eru um margt lík. Sérfræðingur í ónæmisfræði segir efnin jafnörugg en meginmunurinn liggi í geymsluþolinu og vikum milli skammta. Ekkert liggi fyrir um hvort annað efnið sé betra fyrir ákveðna hópa en hitt. 12. janúar 2021 17:03 Segir öll samskipti sín við Pfizer hafa verið fín Sóttvarnalæknir segir öll samskipti sín við fulltrúa lyfjaframleiðandans Pfizer hafa verið fín. Hann hefur ekki fengið veður af meintum trúnaðarbresti dansks fulltrúa Pfizer, sem forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar lýsti í viðtali í Fréttablaðinu í morgun. 12. janúar 2021 11:30 Segir umboðsmann Pfizer hafa brotið trúnað um viðræður Íslendinga við fyrirtækið Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Dani að öllum líkindum vera að eyðileggja fyrir Íslendingum gagnvart lyfjafyrirtækinu Pfizer um að rannsaka áhrif bóluefnis gegn Covid-19 á heila þjóð. 12. janúar 2021 06:35 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira
Haft var eftir Kára í Fréttablaðinu í byrjun vikunnar að Mette [Skovdal], fulltrúi Pfizer í Skandinavíu sem var viðstödd fund Kára, sóttvarnalæknis og landlæknis með Pfizer, hefði brotið trúnað og sagt dönskum yfirvöldum frá viðræðunum. Danir vildu nú vera með í samningum. Hefði átt að vera varkárari Kári sagði síðar í samtali við Vísi að hann sæi eftir því að hafa ekki verið varkárari í orðum sínum; hann myndi ekki lýsa því þannig að Danir væru að „eyðileggja“ samningaviðræður Íslands og Pfizer, líkt og haft var eftir honum í Fréttablaðinu. Það hefði þó vissulega verið „óheppilegt“ að fulltrúi Pfizer hefði sagt frá málinu án þess að fá leyfi fundargesta til þess. „Það bara tíðkast ekki,“ sagði Kári. „Ég hefði átt að vera varkárari í orðum mínum, þannig að þetta skrifast jafnt á mig sem Mette.“ Nokkrar tillögur um rannsóknir til skoðunar Vísir leitaði viðbragða frá Skovdal vegna frásagnar Kára á þriðjudag. Hún kvaðst ekki geta tjáð sig um málið og vísaði á samskiptastjóra Pfizer í Danmörku. Fram kemur í svari Pfizer sem barst í morgun að Pfizer „kannist ekki við“ frásögn Kára. Tekið er fram að nokkrar tillögur um rannsókn á virkni bóluefnisins séu til skoðunar í mismunandi löndum, þar á meðal Íslandi. Þar sem viðræður séu í gangi geti Pfizer ekki tjáð sig frekar um málið að svo stöddu. Svar Pfizer við fyrirspurn Vísis má sjá í heild hér fyrir neðan. Pfizer does not recognize the account by Mr. Stefánsson. There are several types of real-world effectiveness proposals that are under evaluation in different countries, including Iceland. As discussions are ongoing we are unable to provide further comment at this point. Bæði Kári og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bjuggust við viðbrögðum frá Pfizer vegna viðræðnanna í þessari viku. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að hann hefði ekkert heyrt frá fyrirtækinu. Þá sagði hann viðræður í gangi við alla bóluefnaframleiðendur sem selja Íslandi bóluefni. Margt bæri þar á góma en ekkert væri í gangi í þeim efnum sem vert væri að tala um.
Pfizer does not recognize the account by Mr. Stefánsson. There are several types of real-world effectiveness proposals that are under evaluation in different countries, including Iceland. As discussions are ongoing we are unable to provide further comment at this point.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hver er munurinn á bóluefnum Pfizer og Moderna? Bóluefni lyfjaframleiðendanna Pfizer og Moderna, fyrstu bóluefnanna gegn kórónuveirunni sem komast í notkun á Íslandi, byggja á sömu tækni og eru um margt lík. Sérfræðingur í ónæmisfræði segir efnin jafnörugg en meginmunurinn liggi í geymsluþolinu og vikum milli skammta. Ekkert liggi fyrir um hvort annað efnið sé betra fyrir ákveðna hópa en hitt. 12. janúar 2021 17:03 Segir öll samskipti sín við Pfizer hafa verið fín Sóttvarnalæknir segir öll samskipti sín við fulltrúa lyfjaframleiðandans Pfizer hafa verið fín. Hann hefur ekki fengið veður af meintum trúnaðarbresti dansks fulltrúa Pfizer, sem forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar lýsti í viðtali í Fréttablaðinu í morgun. 12. janúar 2021 11:30 Segir umboðsmann Pfizer hafa brotið trúnað um viðræður Íslendinga við fyrirtækið Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Dani að öllum líkindum vera að eyðileggja fyrir Íslendingum gagnvart lyfjafyrirtækinu Pfizer um að rannsaka áhrif bóluefnis gegn Covid-19 á heila þjóð. 12. janúar 2021 06:35 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira
Hver er munurinn á bóluefnum Pfizer og Moderna? Bóluefni lyfjaframleiðendanna Pfizer og Moderna, fyrstu bóluefnanna gegn kórónuveirunni sem komast í notkun á Íslandi, byggja á sömu tækni og eru um margt lík. Sérfræðingur í ónæmisfræði segir efnin jafnörugg en meginmunurinn liggi í geymsluþolinu og vikum milli skammta. Ekkert liggi fyrir um hvort annað efnið sé betra fyrir ákveðna hópa en hitt. 12. janúar 2021 17:03
Segir öll samskipti sín við Pfizer hafa verið fín Sóttvarnalæknir segir öll samskipti sín við fulltrúa lyfjaframleiðandans Pfizer hafa verið fín. Hann hefur ekki fengið veður af meintum trúnaðarbresti dansks fulltrúa Pfizer, sem forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar lýsti í viðtali í Fréttablaðinu í morgun. 12. janúar 2021 11:30
Segir umboðsmann Pfizer hafa brotið trúnað um viðræður Íslendinga við fyrirtækið Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Dani að öllum líkindum vera að eyðileggja fyrir Íslendingum gagnvart lyfjafyrirtækinu Pfizer um að rannsaka áhrif bóluefnis gegn Covid-19 á heila þjóð. 12. janúar 2021 06:35