Fáir þekkja einn af þeim sex sem hefur „lifað“ allan Klopp-tímann hjá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2021 13:30 Taiwo Awoniyi á fullri ferð með boltann í leik með Union Berlin á móti Wolfsburg á dögunum. Getty/Mathias Renner Jürgen Klopp hefur byggt upp nýtt lið á Anfield og fjöldi leikmanna hafa bæði komið og farið síðan hann tók við. Það eru því ekki margir sem hafa verið hjá félaginu alla hans knattspyrnustjóratíð. Aðeins sex leikmenn hafa verið leikmenn Liverpool allan stjóratíma Jürgen Klopp á Anfield en það eru Joe Gomez, James Milner, Jordan Henderson, Roberto Firmino, Divock Origi og Taiwo Awoniyi. Þessi fyrstu fimm kannast nú flestir við enda að spila reglulega með Englandsmeisturunum. Marga rekur hins vegar í rogastans þegar þeir sjá síðasta nafnið í þessari upptalningu. Það er kannski ekkert skrýtið því hinn 23 ára gamli Nígeríumaður hefur aldrei spilað fyrir Liverpool. Hann hefur aftur á móti verið leikmaður félagsins frá árinu 2015. Liverpool loanee Taiwo Awoniyi is enjoying life in the Bundesliga with Union Berlin. The Nigerian striker now has five goals in 12 games. pic.twitter.com/SILokrzbTd— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 10, 2021 Awoniyi kom til Liverpool í ágúst 2015 aðeins sautján ára gamall eftir að hafa verið uppgötvaður hjá Imperial Soccer Academy. Hann er 183 sentímetra framherji og var unglingastjarna. Vandamál með að fá atvinnuleyfi í Englandi hefur meðal annars séð til þess að Taiwo Awoniyi hefur aldrei spilað fyrir sitt félag. Liverpool hefur nú lánað hann sjö sinnum á þessum rúmu fimm árum en á þessu tímabili spilar Taiwo Awoniyi með Union Berlin í þýsku deildinni og er að gera góða hluti. Það er einmitt frammistaðan hans í vetur sem hefur komið nafni hans aftur í umræðuna. Taiwo Awoniyi er með 5 mörk og 2 stoðsendingar í 13 leikjum. Max Kruse, 11 direct goal involvements. Injured Enter: Taiwo Awoniyi pic.twitter.com/omqjf65EoU— Bundesliga English (@Bundesliga_EN) January 9, 2021 Öll þessi fimm mörk og þessar tvær stoðsendingar hafa komið í síðustu átta leikjum en hann kom ekki að marki með Union Berlin liðinu fyrr en undir lok nóvember. Það er þessi frammistaða að undanförnu sem þykir benda til þess að strákurinn gæti mögulega átt framtíð í Liverpool liðinu. Taiwo Awoniyi er með samning við Liverpool til 30. júní 2023 og nú er að sjá hvort hann nái að spila fyrir sitt félag áður en samningurinn rennur út. Fyrir þá sem vilja vita meira um sögu Taiwo Awoniyi þá má finna hana í grein á First Time Finish vefnum eða með því að smella hér. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Sjá meira
Aðeins sex leikmenn hafa verið leikmenn Liverpool allan stjóratíma Jürgen Klopp á Anfield en það eru Joe Gomez, James Milner, Jordan Henderson, Roberto Firmino, Divock Origi og Taiwo Awoniyi. Þessi fyrstu fimm kannast nú flestir við enda að spila reglulega með Englandsmeisturunum. Marga rekur hins vegar í rogastans þegar þeir sjá síðasta nafnið í þessari upptalningu. Það er kannski ekkert skrýtið því hinn 23 ára gamli Nígeríumaður hefur aldrei spilað fyrir Liverpool. Hann hefur aftur á móti verið leikmaður félagsins frá árinu 2015. Liverpool loanee Taiwo Awoniyi is enjoying life in the Bundesliga with Union Berlin. The Nigerian striker now has five goals in 12 games. pic.twitter.com/SILokrzbTd— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 10, 2021 Awoniyi kom til Liverpool í ágúst 2015 aðeins sautján ára gamall eftir að hafa verið uppgötvaður hjá Imperial Soccer Academy. Hann er 183 sentímetra framherji og var unglingastjarna. Vandamál með að fá atvinnuleyfi í Englandi hefur meðal annars séð til þess að Taiwo Awoniyi hefur aldrei spilað fyrir sitt félag. Liverpool hefur nú lánað hann sjö sinnum á þessum rúmu fimm árum en á þessu tímabili spilar Taiwo Awoniyi með Union Berlin í þýsku deildinni og er að gera góða hluti. Það er einmitt frammistaðan hans í vetur sem hefur komið nafni hans aftur í umræðuna. Taiwo Awoniyi er með 5 mörk og 2 stoðsendingar í 13 leikjum. Max Kruse, 11 direct goal involvements. Injured Enter: Taiwo Awoniyi pic.twitter.com/omqjf65EoU— Bundesliga English (@Bundesliga_EN) January 9, 2021 Öll þessi fimm mörk og þessar tvær stoðsendingar hafa komið í síðustu átta leikjum en hann kom ekki að marki með Union Berlin liðinu fyrr en undir lok nóvember. Það er þessi frammistaða að undanförnu sem þykir benda til þess að strákurinn gæti mögulega átt framtíð í Liverpool liðinu. Taiwo Awoniyi er með samning við Liverpool til 30. júní 2023 og nú er að sjá hvort hann nái að spila fyrir sitt félag áður en samningurinn rennur út. Fyrir þá sem vilja vita meira um sögu Taiwo Awoniyi þá má finna hana í grein á First Time Finish vefnum eða með því að smella hér.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Sjá meira