Erlingur ætti að pakka í tösku Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2021 10:00 Erlingur Richardsson hefur stýrt Hollandi frá árinu 2017 og framlengdi samning sinn nýverið til ársins 2022. EPA/OLE MARTIN WOLD Það gæti vel farið svo að Ísland muni eiga flesta þjálfara á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi í kvöld. Erlingur Richardsson gæti orðið sá fimmti sem þjálfari hollenska landsliðsins. Spánn og Ísland eiga fjóra þjálfara hvort á mótinu. Guðmundur Guðmundsson er með Ísland, Alfreð Gíslason með Þýskaland, Dagur Sigurðsson með Japan og Halldór Jóhann Sigfússon með Barein. Erlingur gæti bæst við þann hóp vegna þess að hann stýrði Hollandi til 17. sætis á EM í fyrra. Eftir að Norður-Makedónía og Sviss voru kölluð inn sem varaþjóðir í gær, vegna fjölda kórónuveirusmita hjá Tékklandi og Bandaríkjunum, eru Hollendingar nú í startholunum sem næsta varaþjóð. Miðað við það að hópsmit kom upp hjá Grænhöfðaeyjum, og að lykilmaður og þjálfari brasilíska landsliðsins greindust með smit, getur enn vel farið svo að Erlingur og hans menn fái boð um að fljúga hið snarasta til Egyptalands. Gerðu flott jafntefli við Slóvena og eru viðbúnir „Við erum búin að láta IHF vita að við þiggjum boðið ef það kemur. Leikmennirnir vita af þessu. Þegar við fáum skilaboðin frá IHF þá fer allt í gang,“ sagði Monique Tijsterman hjá hollenska handknattleikssambandinu, við hollenska ríkismiðilinn NOS. Varaþjóðalisti alþjóða handknattleikssambandsins miðast við það hvaða þjóðir voru næst því að komast á HM í þeirri álfu sem ríkjandi heimsmeistarar, Danir, tilheyra. Norður-Makedónía og Sviss komust því á HM sem liðin í 15. og 16. sæti á síðasta EM, þar sem Holland varð í 17. sæti. Hollendingar náðu afar góðum úrslitum á sunnudaginn þegar þeir gerðu 27-27 jafntefli við Slóveníu á útivelli í undankeppni EM, eftir að hafa steinlegið gegn Slóvenum á heimavelli, 34-23. Þeir hafa því æft og spilað saman undanfarið og eru tilbúnir að mæta á HM. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Hópsmit hjá andstæðingum Alfreðs á HM Sjö leikmenn karlalandsliðs Grænhöfðaeyja í handbolta eru með kórónuveiruna. Liðið er á leið á HM í Egyptalandi þar sem það er í riðli með strákunum hans Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu. 12. janúar 2021 13:30 Sviss tekur sæti Bandaríkjanna sem hafa hætt við þátttöku á HM Bandaríska landsliðið hefur ákveðið að draga sig úr keppni á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi á morgun. Sviss kemur í stað þeirra. 12. janúar 2021 21:30 Norður-Makedónía tekur sæti Tékklands á HM í handbolta Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, staðfesti nú rétt í þessu að Norður-Makedónía myndi taka sæti Tékklands á HM í handbolta eftir að síðarnefnda landið þurfti að draga sig úr keppni. 12. janúar 2021 18:18 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Sjá meira
Spánn og Ísland eiga fjóra þjálfara hvort á mótinu. Guðmundur Guðmundsson er með Ísland, Alfreð Gíslason með Þýskaland, Dagur Sigurðsson með Japan og Halldór Jóhann Sigfússon með Barein. Erlingur gæti bæst við þann hóp vegna þess að hann stýrði Hollandi til 17. sætis á EM í fyrra. Eftir að Norður-Makedónía og Sviss voru kölluð inn sem varaþjóðir í gær, vegna fjölda kórónuveirusmita hjá Tékklandi og Bandaríkjunum, eru Hollendingar nú í startholunum sem næsta varaþjóð. Miðað við það að hópsmit kom upp hjá Grænhöfðaeyjum, og að lykilmaður og þjálfari brasilíska landsliðsins greindust með smit, getur enn vel farið svo að Erlingur og hans menn fái boð um að fljúga hið snarasta til Egyptalands. Gerðu flott jafntefli við Slóvena og eru viðbúnir „Við erum búin að láta IHF vita að við þiggjum boðið ef það kemur. Leikmennirnir vita af þessu. Þegar við fáum skilaboðin frá IHF þá fer allt í gang,“ sagði Monique Tijsterman hjá hollenska handknattleikssambandinu, við hollenska ríkismiðilinn NOS. Varaþjóðalisti alþjóða handknattleikssambandsins miðast við það hvaða þjóðir voru næst því að komast á HM í þeirri álfu sem ríkjandi heimsmeistarar, Danir, tilheyra. Norður-Makedónía og Sviss komust því á HM sem liðin í 15. og 16. sæti á síðasta EM, þar sem Holland varð í 17. sæti. Hollendingar náðu afar góðum úrslitum á sunnudaginn þegar þeir gerðu 27-27 jafntefli við Slóveníu á útivelli í undankeppni EM, eftir að hafa steinlegið gegn Slóvenum á heimavelli, 34-23. Þeir hafa því æft og spilað saman undanfarið og eru tilbúnir að mæta á HM.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Hópsmit hjá andstæðingum Alfreðs á HM Sjö leikmenn karlalandsliðs Grænhöfðaeyja í handbolta eru með kórónuveiruna. Liðið er á leið á HM í Egyptalandi þar sem það er í riðli með strákunum hans Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu. 12. janúar 2021 13:30 Sviss tekur sæti Bandaríkjanna sem hafa hætt við þátttöku á HM Bandaríska landsliðið hefur ákveðið að draga sig úr keppni á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi á morgun. Sviss kemur í stað þeirra. 12. janúar 2021 21:30 Norður-Makedónía tekur sæti Tékklands á HM í handbolta Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, staðfesti nú rétt í þessu að Norður-Makedónía myndi taka sæti Tékklands á HM í handbolta eftir að síðarnefnda landið þurfti að draga sig úr keppni. 12. janúar 2021 18:18 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Sjá meira
Hópsmit hjá andstæðingum Alfreðs á HM Sjö leikmenn karlalandsliðs Grænhöfðaeyja í handbolta eru með kórónuveiruna. Liðið er á leið á HM í Egyptalandi þar sem það er í riðli með strákunum hans Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu. 12. janúar 2021 13:30
Sviss tekur sæti Bandaríkjanna sem hafa hætt við þátttöku á HM Bandaríska landsliðið hefur ákveðið að draga sig úr keppni á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi á morgun. Sviss kemur í stað þeirra. 12. janúar 2021 21:30
Norður-Makedónía tekur sæti Tékklands á HM í handbolta Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, staðfesti nú rétt í þessu að Norður-Makedónía myndi taka sæti Tékklands á HM í handbolta eftir að síðarnefnda landið þurfti að draga sig úr keppni. 12. janúar 2021 18:18