Erlingur ætti að pakka í tösku Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2021 10:00 Erlingur Richardsson hefur stýrt Hollandi frá árinu 2017 og framlengdi samning sinn nýverið til ársins 2022. EPA/OLE MARTIN WOLD Það gæti vel farið svo að Ísland muni eiga flesta þjálfara á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi í kvöld. Erlingur Richardsson gæti orðið sá fimmti sem þjálfari hollenska landsliðsins. Spánn og Ísland eiga fjóra þjálfara hvort á mótinu. Guðmundur Guðmundsson er með Ísland, Alfreð Gíslason með Þýskaland, Dagur Sigurðsson með Japan og Halldór Jóhann Sigfússon með Barein. Erlingur gæti bæst við þann hóp vegna þess að hann stýrði Hollandi til 17. sætis á EM í fyrra. Eftir að Norður-Makedónía og Sviss voru kölluð inn sem varaþjóðir í gær, vegna fjölda kórónuveirusmita hjá Tékklandi og Bandaríkjunum, eru Hollendingar nú í startholunum sem næsta varaþjóð. Miðað við það að hópsmit kom upp hjá Grænhöfðaeyjum, og að lykilmaður og þjálfari brasilíska landsliðsins greindust með smit, getur enn vel farið svo að Erlingur og hans menn fái boð um að fljúga hið snarasta til Egyptalands. Gerðu flott jafntefli við Slóvena og eru viðbúnir „Við erum búin að láta IHF vita að við þiggjum boðið ef það kemur. Leikmennirnir vita af þessu. Þegar við fáum skilaboðin frá IHF þá fer allt í gang,“ sagði Monique Tijsterman hjá hollenska handknattleikssambandinu, við hollenska ríkismiðilinn NOS. Varaþjóðalisti alþjóða handknattleikssambandsins miðast við það hvaða þjóðir voru næst því að komast á HM í þeirri álfu sem ríkjandi heimsmeistarar, Danir, tilheyra. Norður-Makedónía og Sviss komust því á HM sem liðin í 15. og 16. sæti á síðasta EM, þar sem Holland varð í 17. sæti. Hollendingar náðu afar góðum úrslitum á sunnudaginn þegar þeir gerðu 27-27 jafntefli við Slóveníu á útivelli í undankeppni EM, eftir að hafa steinlegið gegn Slóvenum á heimavelli, 34-23. Þeir hafa því æft og spilað saman undanfarið og eru tilbúnir að mæta á HM. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Hópsmit hjá andstæðingum Alfreðs á HM Sjö leikmenn karlalandsliðs Grænhöfðaeyja í handbolta eru með kórónuveiruna. Liðið er á leið á HM í Egyptalandi þar sem það er í riðli með strákunum hans Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu. 12. janúar 2021 13:30 Sviss tekur sæti Bandaríkjanna sem hafa hætt við þátttöku á HM Bandaríska landsliðið hefur ákveðið að draga sig úr keppni á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi á morgun. Sviss kemur í stað þeirra. 12. janúar 2021 21:30 Norður-Makedónía tekur sæti Tékklands á HM í handbolta Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, staðfesti nú rétt í þessu að Norður-Makedónía myndi taka sæti Tékklands á HM í handbolta eftir að síðarnefnda landið þurfti að draga sig úr keppni. 12. janúar 2021 18:18 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
Spánn og Ísland eiga fjóra þjálfara hvort á mótinu. Guðmundur Guðmundsson er með Ísland, Alfreð Gíslason með Þýskaland, Dagur Sigurðsson með Japan og Halldór Jóhann Sigfússon með Barein. Erlingur gæti bæst við þann hóp vegna þess að hann stýrði Hollandi til 17. sætis á EM í fyrra. Eftir að Norður-Makedónía og Sviss voru kölluð inn sem varaþjóðir í gær, vegna fjölda kórónuveirusmita hjá Tékklandi og Bandaríkjunum, eru Hollendingar nú í startholunum sem næsta varaþjóð. Miðað við það að hópsmit kom upp hjá Grænhöfðaeyjum, og að lykilmaður og þjálfari brasilíska landsliðsins greindust með smit, getur enn vel farið svo að Erlingur og hans menn fái boð um að fljúga hið snarasta til Egyptalands. Gerðu flott jafntefli við Slóvena og eru viðbúnir „Við erum búin að láta IHF vita að við þiggjum boðið ef það kemur. Leikmennirnir vita af þessu. Þegar við fáum skilaboðin frá IHF þá fer allt í gang,“ sagði Monique Tijsterman hjá hollenska handknattleikssambandinu, við hollenska ríkismiðilinn NOS. Varaþjóðalisti alþjóða handknattleikssambandsins miðast við það hvaða þjóðir voru næst því að komast á HM í þeirri álfu sem ríkjandi heimsmeistarar, Danir, tilheyra. Norður-Makedónía og Sviss komust því á HM sem liðin í 15. og 16. sæti á síðasta EM, þar sem Holland varð í 17. sæti. Hollendingar náðu afar góðum úrslitum á sunnudaginn þegar þeir gerðu 27-27 jafntefli við Slóveníu á útivelli í undankeppni EM, eftir að hafa steinlegið gegn Slóvenum á heimavelli, 34-23. Þeir hafa því æft og spilað saman undanfarið og eru tilbúnir að mæta á HM.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Hópsmit hjá andstæðingum Alfreðs á HM Sjö leikmenn karlalandsliðs Grænhöfðaeyja í handbolta eru með kórónuveiruna. Liðið er á leið á HM í Egyptalandi þar sem það er í riðli með strákunum hans Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu. 12. janúar 2021 13:30 Sviss tekur sæti Bandaríkjanna sem hafa hætt við þátttöku á HM Bandaríska landsliðið hefur ákveðið að draga sig úr keppni á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi á morgun. Sviss kemur í stað þeirra. 12. janúar 2021 21:30 Norður-Makedónía tekur sæti Tékklands á HM í handbolta Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, staðfesti nú rétt í þessu að Norður-Makedónía myndi taka sæti Tékklands á HM í handbolta eftir að síðarnefnda landið þurfti að draga sig úr keppni. 12. janúar 2021 18:18 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
Hópsmit hjá andstæðingum Alfreðs á HM Sjö leikmenn karlalandsliðs Grænhöfðaeyja í handbolta eru með kórónuveiruna. Liðið er á leið á HM í Egyptalandi þar sem það er í riðli með strákunum hans Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu. 12. janúar 2021 13:30
Sviss tekur sæti Bandaríkjanna sem hafa hætt við þátttöku á HM Bandaríska landsliðið hefur ákveðið að draga sig úr keppni á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi á morgun. Sviss kemur í stað þeirra. 12. janúar 2021 21:30
Norður-Makedónía tekur sæti Tékklands á HM í handbolta Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, staðfesti nú rétt í þessu að Norður-Makedónía myndi taka sæti Tékklands á HM í handbolta eftir að síðarnefnda landið þurfti að draga sig úr keppni. 12. janúar 2021 18:18