Ýmir og Elvar Örn eru bjartsýnir á gott gengi í Egyptalandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. janúar 2021 19:15 Frá æfingu Íslands í dag. Ýmir Örn nýbúinn með upphitunarstigann. HSÍ Ymir Örn Gíslason og Elvar Örn Jónsson voru nokkuð brattir í viðtali fyrir brottför íslenska landsliðsins til Egyptalands þar sem HM í handbolta fer fram. Báðir hafa mikla trú á íslenska liðinu og telja að Ísland geti staðið með sóma. Íslenska landsliðið þarf sigur gegn Portúgal í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta á fimmtudag til að eiga raunhæfa möguleika á sæti í 8-liða úrslitum. Mótið fer fram í Egyptalandi að þessu sinni og leikmenn Íslands eru bjartsýnir á gott gengi. „Ég hef fulla trú á þessum hóp sem er hérna og að við gerum góða hluti saman. Ég trúi allavega, ég trúi,“ sagði línumaðurinn Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. „Þetta er stórt mót og við erum í flottum riðli. Við teljum okkur eiga góðan séns þar. Hörkumót og spenntur fyrir mótinu,“ bætti Ýmir Örn við. „Við þurfum aðeins meiri tíma. Þetta gengur ágætlega, þurfum að hafa trú á þessu, gera þetta á fullu og skora mörk. Þetta er ekki flókið í rauninni,“ sagði línumaðurinn öflugi um sóknarleik íslenska liðsins. Um stöðu sína hjá Löwen „Mér líður mjög vel í þessu frábæra liði. Það er vel hugsað um okkur, rosalegt stórt og gaman. Vantar bara áhorfendurnar, þá væri þetta alveg upp á tíu. Heild yfir samt alveg frábært.“ „Ég tel mig hafa bætt mig sóknar- og varnarlega. Þetta snýst allt um sjálfstraust, ef maður hefur það þá er allt í lagi.“ „Ef það er engin samkeppni þá er þetta drepleiðinlegt. Það þarf að vera hörð og góð samkeppni svo menn haldi sér á tánum, verði betri og geri allt eins vel og þeir geta. Það skilar sér oftast í betri árangri“ sagði Ýmir Örn um samkeppnina í liði Löwen. Línumaðurinn hefur ekki fengið mörg tækifæri í sóknarleik íslenska landsliðsins. „Það er bara þannig. Mitt hlutverk er kannski aðeins stærra varnarlega, það er bara þannig. Þetta er samspil útileikmanna og línumanna, þannig að það kemur.“ Elvar Örn Jónsson, einn besti leikmaður Íslands í leikjunum tveimur gegn Portúgal, tekur í sama streng. „Gríðarlega spennandi. Þetta er mikið álag, mikið af leikjum næstu daga en við erum bara spenntir. Þetta er spennandi verkefni og við erum klárir í slaginn,“ sagði Elvar Örn en hann leikur með Skjern í dönsku úrvalsdeildinni. Aron Pálmarsson verður ekki með á HM og því mun mikið mæða á Elvari Erni í Egyptalandi. „Svekkjandi að missa Aron svona rétt fyrir mót en þetta er meiri ábyrgð á mig og Óla [Andrés Guðmundsson]. Við þurfum bara að taka meiri ábyrgð og klára verkefnið.“ „Aron er með þeim betri í heiminum og gríðarlega mikilvægur sóknarlega fyrir okkur. Ábyrgðin fer núna á aðra menn og við þurfum bara að stíga upp. Allir þurfa að gera meira.“ „Ég tel mig vera það. Mér líður mjög vel og er klár í þetta,“ sagði Elvar að lokum. Viðtölin við þá Ými Örn og Elvar Örn má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Bjartsýnir á gott gengi í Egyptalandi Handbolti HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Norður-Makedónía tekur sæti Tékklands á HM í handbolta Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, staðfesti nú rétt í þessu að Norður-Makedónía myndi taka sæti Tékklands á HM í handbolta eftir að síðarnefnda landið þurfti að draga sig úr keppni. 12. janúar 2021 18:18 Tékkar ekki með á HM vegna hópsmits Tékkland hefur dregið sig úr keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í Egyptalandi vegna kórónuveirusmita í herbúðum liðsins. 12. janúar 2021 17:11 Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Sjá meira
Íslenska landsliðið þarf sigur gegn Portúgal í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta á fimmtudag til að eiga raunhæfa möguleika á sæti í 8-liða úrslitum. Mótið fer fram í Egyptalandi að þessu sinni og leikmenn Íslands eru bjartsýnir á gott gengi. „Ég hef fulla trú á þessum hóp sem er hérna og að við gerum góða hluti saman. Ég trúi allavega, ég trúi,“ sagði línumaðurinn Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. „Þetta er stórt mót og við erum í flottum riðli. Við teljum okkur eiga góðan séns þar. Hörkumót og spenntur fyrir mótinu,“ bætti Ýmir Örn við. „Við þurfum aðeins meiri tíma. Þetta gengur ágætlega, þurfum að hafa trú á þessu, gera þetta á fullu og skora mörk. Þetta er ekki flókið í rauninni,“ sagði línumaðurinn öflugi um sóknarleik íslenska liðsins. Um stöðu sína hjá Löwen „Mér líður mjög vel í þessu frábæra liði. Það er vel hugsað um okkur, rosalegt stórt og gaman. Vantar bara áhorfendurnar, þá væri þetta alveg upp á tíu. Heild yfir samt alveg frábært.“ „Ég tel mig hafa bætt mig sóknar- og varnarlega. Þetta snýst allt um sjálfstraust, ef maður hefur það þá er allt í lagi.“ „Ef það er engin samkeppni þá er þetta drepleiðinlegt. Það þarf að vera hörð og góð samkeppni svo menn haldi sér á tánum, verði betri og geri allt eins vel og þeir geta. Það skilar sér oftast í betri árangri“ sagði Ýmir Örn um samkeppnina í liði Löwen. Línumaðurinn hefur ekki fengið mörg tækifæri í sóknarleik íslenska landsliðsins. „Það er bara þannig. Mitt hlutverk er kannski aðeins stærra varnarlega, það er bara þannig. Þetta er samspil útileikmanna og línumanna, þannig að það kemur.“ Elvar Örn Jónsson, einn besti leikmaður Íslands í leikjunum tveimur gegn Portúgal, tekur í sama streng. „Gríðarlega spennandi. Þetta er mikið álag, mikið af leikjum næstu daga en við erum bara spenntir. Þetta er spennandi verkefni og við erum klárir í slaginn,“ sagði Elvar Örn en hann leikur með Skjern í dönsku úrvalsdeildinni. Aron Pálmarsson verður ekki með á HM og því mun mikið mæða á Elvari Erni í Egyptalandi. „Svekkjandi að missa Aron svona rétt fyrir mót en þetta er meiri ábyrgð á mig og Óla [Andrés Guðmundsson]. Við þurfum bara að taka meiri ábyrgð og klára verkefnið.“ „Aron er með þeim betri í heiminum og gríðarlega mikilvægur sóknarlega fyrir okkur. Ábyrgðin fer núna á aðra menn og við þurfum bara að stíga upp. Allir þurfa að gera meira.“ „Ég tel mig vera það. Mér líður mjög vel og er klár í þetta,“ sagði Elvar að lokum. Viðtölin við þá Ými Örn og Elvar Örn má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Bjartsýnir á gott gengi í Egyptalandi
Handbolti HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Norður-Makedónía tekur sæti Tékklands á HM í handbolta Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, staðfesti nú rétt í þessu að Norður-Makedónía myndi taka sæti Tékklands á HM í handbolta eftir að síðarnefnda landið þurfti að draga sig úr keppni. 12. janúar 2021 18:18 Tékkar ekki með á HM vegna hópsmits Tékkland hefur dregið sig úr keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í Egyptalandi vegna kórónuveirusmita í herbúðum liðsins. 12. janúar 2021 17:11 Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Sjá meira
Norður-Makedónía tekur sæti Tékklands á HM í handbolta Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, staðfesti nú rétt í þessu að Norður-Makedónía myndi taka sæti Tékklands á HM í handbolta eftir að síðarnefnda landið þurfti að draga sig úr keppni. 12. janúar 2021 18:18
Tékkar ekki með á HM vegna hópsmits Tékkland hefur dregið sig úr keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í Egyptalandi vegna kórónuveirusmita í herbúðum liðsins. 12. janúar 2021 17:11