Innlent

Bóluefni Moderna kemur í dag

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
1200 skammtar koma í dag og síðan munu berast aðrir 1200 skammtar á tveggja vikna fresti.
1200 skammtar koma í dag og síðan munu berast aðrir 1200 skammtar á tveggja vikna fresti. Charlie Riedel/AP

Von er á 1200 skömmtum af bóluefninu frá Moderna til landsins í dag. Skammtarnir verða notaðir til að ljúka bólusetningu einstaklinga í framlínuhópum. Í kjölfarið munu svo berast 1200 skammtar af bóluefninu á tveggja vikna fresti.

Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að um sé að ræða framlínustarfsmenn sem hafi verið að kalla eftir því undanfarið að fá bólusetningu.

Þetta eru sjúkraflutningamenn, lögreglumenn og starfsfólk í farsóttarhúsum en allt eru þetta starfsstéttir sem eru í miklu návígi við sýkta einstaklinga. Bólusetningin hefst á morgun.

Hér fyrir neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í gær um málið.

Fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi í gær að til viðbótar skömmtum Moderna væri von á á 3.000 skömmtum af bóluefninu frá Pfizer í næstu viku og 2.000 skömmtum eftir tvær vikur. Þessir skammtar yrðu notaðir til að bólusetja eldri einstaklinga.

Þá stæðu vonir til að bóluefni AstraZeneca yrði samþykkt í lok mánaðarins og bóluefnið frá Janssen í kjölfarið. Í framhaldinu kæmu svo upplýsingar um afhendingaráætlun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×