Telur það gott skref ef hluti Íslandsbanka yrði gefinn þjóðinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2021 15:06 Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það yrði gott skref ef hluti eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka yrði afhentur almenningi landsins. Til stendur að selja hlut íslenska ríkisins í bankanum, þannig að meirihluti eða mögulega allir hlutir ríkisins í Íslandsbanka verði seldir á hlutabréfamarkaði. Til að byrja með verður allt að 25 prósenta hluti ríkisins í bankanum seldur og hefur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagt að ákjósanlegt væri að söluferlinu yrði lokið á fyrri helmingi ársins. „Við viljum fara lengra og ég held að það sé mjög gott í þessu árferði þegar margir eiga um sárt að binda í kjölfar kórónuveirufaraldursins og það sér ekki fyrir endann á honum. Það sér ekki fyrir endann á afleiðingum faraldursins,“ sagði Sigríður í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún segist vilja sjá að meðfram sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum verði hluta þess dreift til almennings. „Ég held að það gæti bæði styrkt stöðuna fyrir söluna og ég held að þetta verði í mörgu tilliti, frá margvíslegu sjónarhorni gott. Almenningur verður þarna virkur á hlutabréfamarkaði og hlutabréfamarkaðurinn fær á sama tíma innspýtingu,“ segir Sigríður. Telur að gjöfin gæti leitt til meiri auðsöfnunar á færri höndum Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna, segist ósammála Sigríði. Hún segir ýmis lagaákvæði sem ráði gegn þessu og svo sé mörgum spurningum ósvarað um þessi mál. „Ég held að við eigum fyrst og fremst að horfa á það að þeir sem hafi áhuga á því eigi að fjárfesta og við eigum að fá verð sem skiptir máli, líka fyrir þessi 25 prósent,“ segir Bjarkey. „Ég hef áhyggjur af því að auðsöfnun gæti verið á enn færri höndum með þessu fyrirkomulagi,“ segir Bjarkey. Hún bendir á það að ef 25 prósenta hlut í bankanum yrði skipt niður á alla Íslendinga hefði hver og einn engin áhrif og völd í umsýslu bankans. Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Salan á Íslandsbanka Sprengisandur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Fellst á tillöguna um að hefja söluferli Íslandsbanka Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um að undirbúningur verði hafinn að söluferli Íslandsbanka. Stefnt er að því að selja allt að 25 prósenta hlut ríkisins í bankanum í fyrstu og stærri hluta síðar. 22. desember 2020 18:15 Að búa í haginn Ríkisstjórnin hefur með skipulegum hætti verið að veikja afar mikilvægar eftirlitsstofnanir í íslensku samfélagi. 6. janúar 2021 13:01 Jákvæður í garð tillögu um að hefja söluferli Íslandsbanka Fjármálaráðherra er jákvæður í garð tillögu Bankasýslunnar um að hefja söluferli á Íslandsbanka. Það sé mikilvægt að draga sig út úr rekstrinum bæði vegna áhættu og til að tryggja samkeppni og fjölbreytt eignar hald. 18. desember 2020 12:10 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Fleiri fréttir „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Sjá meira
Til stendur að selja hlut íslenska ríkisins í bankanum, þannig að meirihluti eða mögulega allir hlutir ríkisins í Íslandsbanka verði seldir á hlutabréfamarkaði. Til að byrja með verður allt að 25 prósenta hluti ríkisins í bankanum seldur og hefur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagt að ákjósanlegt væri að söluferlinu yrði lokið á fyrri helmingi ársins. „Við viljum fara lengra og ég held að það sé mjög gott í þessu árferði þegar margir eiga um sárt að binda í kjölfar kórónuveirufaraldursins og það sér ekki fyrir endann á honum. Það sér ekki fyrir endann á afleiðingum faraldursins,“ sagði Sigríður í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún segist vilja sjá að meðfram sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum verði hluta þess dreift til almennings. „Ég held að það gæti bæði styrkt stöðuna fyrir söluna og ég held að þetta verði í mörgu tilliti, frá margvíslegu sjónarhorni gott. Almenningur verður þarna virkur á hlutabréfamarkaði og hlutabréfamarkaðurinn fær á sama tíma innspýtingu,“ segir Sigríður. Telur að gjöfin gæti leitt til meiri auðsöfnunar á færri höndum Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna, segist ósammála Sigríði. Hún segir ýmis lagaákvæði sem ráði gegn þessu og svo sé mörgum spurningum ósvarað um þessi mál. „Ég held að við eigum fyrst og fremst að horfa á það að þeir sem hafi áhuga á því eigi að fjárfesta og við eigum að fá verð sem skiptir máli, líka fyrir þessi 25 prósent,“ segir Bjarkey. „Ég hef áhyggjur af því að auðsöfnun gæti verið á enn færri höndum með þessu fyrirkomulagi,“ segir Bjarkey. Hún bendir á það að ef 25 prósenta hlut í bankanum yrði skipt niður á alla Íslendinga hefði hver og einn engin áhrif og völd í umsýslu bankans. Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Salan á Íslandsbanka Sprengisandur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Fellst á tillöguna um að hefja söluferli Íslandsbanka Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um að undirbúningur verði hafinn að söluferli Íslandsbanka. Stefnt er að því að selja allt að 25 prósenta hlut ríkisins í bankanum í fyrstu og stærri hluta síðar. 22. desember 2020 18:15 Að búa í haginn Ríkisstjórnin hefur með skipulegum hætti verið að veikja afar mikilvægar eftirlitsstofnanir í íslensku samfélagi. 6. janúar 2021 13:01 Jákvæður í garð tillögu um að hefja söluferli Íslandsbanka Fjármálaráðherra er jákvæður í garð tillögu Bankasýslunnar um að hefja söluferli á Íslandsbanka. Það sé mikilvægt að draga sig út úr rekstrinum bæði vegna áhættu og til að tryggja samkeppni og fjölbreytt eignar hald. 18. desember 2020 12:10 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Fleiri fréttir „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Sjá meira
Fellst á tillöguna um að hefja söluferli Íslandsbanka Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um að undirbúningur verði hafinn að söluferli Íslandsbanka. Stefnt er að því að selja allt að 25 prósenta hlut ríkisins í bankanum í fyrstu og stærri hluta síðar. 22. desember 2020 18:15
Að búa í haginn Ríkisstjórnin hefur með skipulegum hætti verið að veikja afar mikilvægar eftirlitsstofnanir í íslensku samfélagi. 6. janúar 2021 13:01
Jákvæður í garð tillögu um að hefja söluferli Íslandsbanka Fjármálaráðherra er jákvæður í garð tillögu Bankasýslunnar um að hefja söluferli á Íslandsbanka. Það sé mikilvægt að draga sig út úr rekstrinum bæði vegna áhættu og til að tryggja samkeppni og fjölbreytt eignar hald. 18. desember 2020 12:10