Daníel og Jói Berg áfram eftir sigur í vítaspyrnukeppni Anton Ingi Leifsson skrifar 9. janúar 2021 17:30 Jóhann Berg fylgist með Cameron Jerome skora fyrsta markið. Alex Pantling/Getty Images Jóhann Berg Guðmundsson var kominn í byrjunarlið Burnley, í fyrsta skipti í tvo mánuði, í ensku bikarkeppninni. Liðið er nú í framlengingu gegn C-deildarliðinu MK Dons. Jóhann Berg byrjaði á vinstri vængnum hjá Burnley í dag en hann hafði ekki leikið með Burnley síðan 23. nóvember er hann spilaði gegn Crystal Palace. Hann spilaði í 83 mínútur í dag. MK Dons er í sextánda sæti C-deildarinnar en þeir skoruðu hins vegar fyrsta mark leiksins á 29. mínútu er hinn þaulreyndi Cameron Jerome. Burnley jafnaði hins vegar í uppbótartíma. Það gerði Matej Vydra. Burnley tryggði sig síðan áfram í næstu umferð eftir vítaspyrnukeppni. LINE-UP | Here is how the Clarets line-up against MK Dons this afternoon. Jack Cork makes his first appearance, after a lengthy spell on the side-lines, while JBG returns to the squad. Will Norris makes his Burnley debut in-between the sticks. #EmiratesFACup | @eToro — Burnley FC (@BurnleyOfficial) January 9, 2021 Daníel Leó Grétarsson spilaði allan 90 mínúturnar í vörn C-deildarliðsins Blackpool sem er nú í framlengingu gegn úrvalsdeildarliðinu WBA. Blackpool komst í tvígang yfir en WBA jafnaði níu mínútum fyrir leikslok úr vítaspyrnu. Blackpool hafði betur í vítaspyrnukeppni og komst áfram í næstu umferð bikarkeppninnar. Það hefur ekki gengið né rekið hjá Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni en þeir höfðu hins vegar betur gegn Bristol Rovers, 3-2. Sheffield komst í tvígang yfir en Bristol menn komu til baka áður en Jaydon Bogle skoraði sigurmarkið á 63. mínútu. 54 - There were 54 seconds between Max Ehmer's equaliser for Bristol Rovers, and Sheffield United regaining the lead through Jayden Bogle. Reply.— OptaJoe (@OptaJoe) January 9, 2021 Leicester lenti ekki í miklum vandræðum með Stoke á útivelli. James Justin kom Leicester yfir í fyrri hálfleik og í síðari hálfleik tvöfaldaði Marc Albrighton forystuna eftir klukkutímaleik. Ayoze Perez og Harvey Barnes bættu við mörkum áður en yfir lauk. Lokatölur 4-0. Úrslitin úr leikjunum sem hófust klukkan þrjú: Bournemouth - Oldham 4-1 Blackburn - Doncaster 0-1 Blackpool - WBA 2-2 (3-2 eftir vítaspyrnukeppni) Bristol Rovers - Sheffield United 2-3 Burney - MK Dons 1-1 (4-3 eftir vítaspyrnukeppni) Exeter - Sheffield Wednesday 0-2 QPR - Fulham 0-2 (Eftir framlengingu) Stevenage - Swansea 0-2 Stoke - Leicester 0-4 Wycombe Wanderers - Preston North End 4-1 Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Sjá meira
Jóhann Berg byrjaði á vinstri vængnum hjá Burnley í dag en hann hafði ekki leikið með Burnley síðan 23. nóvember er hann spilaði gegn Crystal Palace. Hann spilaði í 83 mínútur í dag. MK Dons er í sextánda sæti C-deildarinnar en þeir skoruðu hins vegar fyrsta mark leiksins á 29. mínútu er hinn þaulreyndi Cameron Jerome. Burnley jafnaði hins vegar í uppbótartíma. Það gerði Matej Vydra. Burnley tryggði sig síðan áfram í næstu umferð eftir vítaspyrnukeppni. LINE-UP | Here is how the Clarets line-up against MK Dons this afternoon. Jack Cork makes his first appearance, after a lengthy spell on the side-lines, while JBG returns to the squad. Will Norris makes his Burnley debut in-between the sticks. #EmiratesFACup | @eToro — Burnley FC (@BurnleyOfficial) January 9, 2021 Daníel Leó Grétarsson spilaði allan 90 mínúturnar í vörn C-deildarliðsins Blackpool sem er nú í framlengingu gegn úrvalsdeildarliðinu WBA. Blackpool komst í tvígang yfir en WBA jafnaði níu mínútum fyrir leikslok úr vítaspyrnu. Blackpool hafði betur í vítaspyrnukeppni og komst áfram í næstu umferð bikarkeppninnar. Það hefur ekki gengið né rekið hjá Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni en þeir höfðu hins vegar betur gegn Bristol Rovers, 3-2. Sheffield komst í tvígang yfir en Bristol menn komu til baka áður en Jaydon Bogle skoraði sigurmarkið á 63. mínútu. 54 - There were 54 seconds between Max Ehmer's equaliser for Bristol Rovers, and Sheffield United regaining the lead through Jayden Bogle. Reply.— OptaJoe (@OptaJoe) January 9, 2021 Leicester lenti ekki í miklum vandræðum með Stoke á útivelli. James Justin kom Leicester yfir í fyrri hálfleik og í síðari hálfleik tvöfaldaði Marc Albrighton forystuna eftir klukkutímaleik. Ayoze Perez og Harvey Barnes bættu við mörkum áður en yfir lauk. Lokatölur 4-0. Úrslitin úr leikjunum sem hófust klukkan þrjú: Bournemouth - Oldham 4-1 Blackburn - Doncaster 0-1 Blackpool - WBA 2-2 (3-2 eftir vítaspyrnukeppni) Bristol Rovers - Sheffield United 2-3 Burney - MK Dons 1-1 (4-3 eftir vítaspyrnukeppni) Exeter - Sheffield Wednesday 0-2 QPR - Fulham 0-2 (Eftir framlengingu) Stevenage - Swansea 0-2 Stoke - Leicester 0-4 Wycombe Wanderers - Preston North End 4-1 Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Sjá meira