Íslendingar fá tvöfalt fleiri skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech Eiður Þór Árnason skrifar 8. janúar 2021 17:07 Heilbrigðisstarfsmenn bólusettir á Suðurlandsbraut hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/vilhelm Gert er ráð fyrir því að Ísland geti fengið tvöfalt fleiri skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 í kjölfar nýs samkomulags Evrópusambandsins (ESB) við framleiðendurna. Þetta staðfestir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu. Áður höfðu Íslendingar tryggt sér 250 þúsund skammta af bóluefninu sem duga fyrir um 125 þúsund manns. Með viðbótarsamningnum má því ætla að þeir geti orðið 500 þúsund talsins. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvenær viðbótarskammtar verða afhentir eða hvaða áhrif viðbótin hefur á núgildandi afhendingaráætlun. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, greindi frá því í morgun að sambandið hafi náð samkomulagi um kaup á 300 milljón bóluefnaskömmtum til viðbótar við þá 300 milljón skammta sem ESB hafði þegar tryggt sér. Ísland fær þrjú önnur bóluefni Íslendingar eru aðilar að samstarfi ESB um kaup á bóluefni við Covid-19 og hafa gert samninga við lyfjaframleiðendur á grundvelli þess. Framkvæmdastjórnin hefur áður sagt að Ísland muni hafa sama aðgang og aðildarríki ESB að þeim skömmtum sem sambandið hefur tryggt sér. Miðast það magn sem ríki fá úthlutað við höfðatölu. Um tíu þúsund skammtar af bóluefni Pfizer og BioNTech komu til landsins þann 28. desember síðastliðinn og er von á næsta skammti hingað til lands í kringum 20. janúar. Íslensk stjórnvöld hafa einnig tryggt sér bóluefni frá þremur öðrum framleiðendum. Hefur verið samið um afhendingu bóluefnis Moderna fyrir 64 þúsund manns, Astra Zenica - Oxford fyrir 115 þúsund og Janssen - Johnson & Johnson fyrir alls 235 þúsund einstaklinga. Margt er þó óljóst með afhendingartíma bóluefnanna. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Evrópusambandið Tengdar fréttir Pfizer segir bóluefnið virka vel á breska afbrigðið Bóluefni Pfizer og BioNtech virkar vel á breska afbrigði kórónuveirunnar sem hefur breiðst hratt út víða um heim síðustu vikurnar. 8. janúar 2021 07:20 Bóluefni Astra Zenica mögulega samþykkt fyrir lok janúar Bóluefni AstraZenica verður mögulega veitt markaðsleyfi í Evrópu fyrir lok janúar. Frá þessu greinir Lyfjastofnun Evrópu (EMA) á Twitter nú í hádeginu. 8. janúar 2021 12:27 Kom á óvart að vera boðaður í bólusetningu Á þriðja hundrað einstaklinga hafa verið bólusettir við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu sem tilheyra ekki hópi heilbrigðisstarfsmanna eða íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. 6. janúar 2021 15:52 Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira
Áður höfðu Íslendingar tryggt sér 250 þúsund skammta af bóluefninu sem duga fyrir um 125 þúsund manns. Með viðbótarsamningnum má því ætla að þeir geti orðið 500 þúsund talsins. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvenær viðbótarskammtar verða afhentir eða hvaða áhrif viðbótin hefur á núgildandi afhendingaráætlun. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, greindi frá því í morgun að sambandið hafi náð samkomulagi um kaup á 300 milljón bóluefnaskömmtum til viðbótar við þá 300 milljón skammta sem ESB hafði þegar tryggt sér. Ísland fær þrjú önnur bóluefni Íslendingar eru aðilar að samstarfi ESB um kaup á bóluefni við Covid-19 og hafa gert samninga við lyfjaframleiðendur á grundvelli þess. Framkvæmdastjórnin hefur áður sagt að Ísland muni hafa sama aðgang og aðildarríki ESB að þeim skömmtum sem sambandið hefur tryggt sér. Miðast það magn sem ríki fá úthlutað við höfðatölu. Um tíu þúsund skammtar af bóluefni Pfizer og BioNTech komu til landsins þann 28. desember síðastliðinn og er von á næsta skammti hingað til lands í kringum 20. janúar. Íslensk stjórnvöld hafa einnig tryggt sér bóluefni frá þremur öðrum framleiðendum. Hefur verið samið um afhendingu bóluefnis Moderna fyrir 64 þúsund manns, Astra Zenica - Oxford fyrir 115 þúsund og Janssen - Johnson & Johnson fyrir alls 235 þúsund einstaklinga. Margt er þó óljóst með afhendingartíma bóluefnanna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Evrópusambandið Tengdar fréttir Pfizer segir bóluefnið virka vel á breska afbrigðið Bóluefni Pfizer og BioNtech virkar vel á breska afbrigði kórónuveirunnar sem hefur breiðst hratt út víða um heim síðustu vikurnar. 8. janúar 2021 07:20 Bóluefni Astra Zenica mögulega samþykkt fyrir lok janúar Bóluefni AstraZenica verður mögulega veitt markaðsleyfi í Evrópu fyrir lok janúar. Frá þessu greinir Lyfjastofnun Evrópu (EMA) á Twitter nú í hádeginu. 8. janúar 2021 12:27 Kom á óvart að vera boðaður í bólusetningu Á þriðja hundrað einstaklinga hafa verið bólusettir við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu sem tilheyra ekki hópi heilbrigðisstarfsmanna eða íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. 6. janúar 2021 15:52 Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira
Pfizer segir bóluefnið virka vel á breska afbrigðið Bóluefni Pfizer og BioNtech virkar vel á breska afbrigði kórónuveirunnar sem hefur breiðst hratt út víða um heim síðustu vikurnar. 8. janúar 2021 07:20
Bóluefni Astra Zenica mögulega samþykkt fyrir lok janúar Bóluefni AstraZenica verður mögulega veitt markaðsleyfi í Evrópu fyrir lok janúar. Frá þessu greinir Lyfjastofnun Evrópu (EMA) á Twitter nú í hádeginu. 8. janúar 2021 12:27
Kom á óvart að vera boðaður í bólusetningu Á þriðja hundrað einstaklinga hafa verið bólusettir við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu sem tilheyra ekki hópi heilbrigðisstarfsmanna eða íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. 6. janúar 2021 15:52