„Megum ekki gleyma því að við erum líka með dúndurlið“ Anton Ingi Leifsson skrifar 7. janúar 2021 19:00 Ásgeir Örn Hallgrímsson er margreyndur landsliðsmaður. Skjáskot Stöð 2 Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, segir að sóknarleikur Íslands sé augljós veikleiki eftir fyrsta leikinn af þremur gegn Portúgal sem tapaðist ytra í gær, 26-24. Ísland spilar þrjá leiki við Portúgal á rúmri viku; tvo leiki í undankeppni EM 2022 og fyrsti leikurinn á HM í Egyptalandi verður einnig gegn portúgalska liðinu. Ásgeir Örn fylgdist með tapinu í gær og sagði sóknarleikinn sem og línuspilið ábótavant en var ánægður með varnarleikinn. „Sóknarleikurinn er augljós veikleiki í gær. Við vorum staðir og hægir og menn voru að gera einföld mistök. Það eru mikil tækifæri þar til að stíga upp og bæta þá þætti,“ sagði Ásgeir Örn. „Það gekk ekki mikið upp í línuspilinu sem var skrýtið því Portúgalarnir spiluðu ákafa vörn. Það hefði átt að skapast töluverð tækifæri þar og pláss en við náðum því ekki og það þurfa þjálfarnir að fara yfir.“ „Mér fannst varnarleikurinn á mörgum köflum mjög fínn. Kannski verða einhverjar áherslubreytingar. Til að mynda gæti hann notað Alexander ef hann er heill, bara varnarlega, og Ómar sóknarlega.“ Hann segir að Guðmundur og teymið geti breytt litlum hlutum hér og þar. Það þurfi að finna betra jafnvægi sóknarlega. „Það eru lítil atriði hér og þar sem hann gæti breytt en mér finnst mjög ólíklegt að hann breyti einhverju grunnskipulagi varnarlega.“ „Hann þarf að finna meira jafnvægi sóknarlega. Það þarf að koma meira flot. Hvort sem það er með nýjum leikmönnum eða leikskipulagsbreytingar. Það þarf meiri hraða og ákefð sóknarlega.“ Ásgeir segir að Portúgal sé með hörkulið en það séum við líka með. Þannig kröfur eigum við að setja á okkar lið. „Þetta er mjög gott lið. Flottir leikmenn og augljóslega búnir að spila saman lengi. Þeir eru margir í sama félagsliði en við megum ekki gleyma því að við erum líka með dúndurlið með leikmenn í bestu liðum í heimi. Við eigum að setja kröfur á okkur líka að vinna þennan leik og þessa leiki sem eru framundan. Ég hef bullandi trú,“ sagði Ásgeir. Klippa: Sportpakkinn - Ásgeir Örn um landsliðið Handbolti HM 2021 í handbolta Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Fleiri fréttir „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira
Ísland spilar þrjá leiki við Portúgal á rúmri viku; tvo leiki í undankeppni EM 2022 og fyrsti leikurinn á HM í Egyptalandi verður einnig gegn portúgalska liðinu. Ásgeir Örn fylgdist með tapinu í gær og sagði sóknarleikinn sem og línuspilið ábótavant en var ánægður með varnarleikinn. „Sóknarleikurinn er augljós veikleiki í gær. Við vorum staðir og hægir og menn voru að gera einföld mistök. Það eru mikil tækifæri þar til að stíga upp og bæta þá þætti,“ sagði Ásgeir Örn. „Það gekk ekki mikið upp í línuspilinu sem var skrýtið því Portúgalarnir spiluðu ákafa vörn. Það hefði átt að skapast töluverð tækifæri þar og pláss en við náðum því ekki og það þurfa þjálfarnir að fara yfir.“ „Mér fannst varnarleikurinn á mörgum köflum mjög fínn. Kannski verða einhverjar áherslubreytingar. Til að mynda gæti hann notað Alexander ef hann er heill, bara varnarlega, og Ómar sóknarlega.“ Hann segir að Guðmundur og teymið geti breytt litlum hlutum hér og þar. Það þurfi að finna betra jafnvægi sóknarlega. „Það eru lítil atriði hér og þar sem hann gæti breytt en mér finnst mjög ólíklegt að hann breyti einhverju grunnskipulagi varnarlega.“ „Hann þarf að finna meira jafnvægi sóknarlega. Það þarf að koma meira flot. Hvort sem það er með nýjum leikmönnum eða leikskipulagsbreytingar. Það þarf meiri hraða og ákefð sóknarlega.“ Ásgeir segir að Portúgal sé með hörkulið en það séum við líka með. Þannig kröfur eigum við að setja á okkar lið. „Þetta er mjög gott lið. Flottir leikmenn og augljóslega búnir að spila saman lengi. Þeir eru margir í sama félagsliði en við megum ekki gleyma því að við erum líka með dúndurlið með leikmenn í bestu liðum í heimi. Við eigum að setja kröfur á okkur líka að vinna þennan leik og þessa leiki sem eru framundan. Ég hef bullandi trú,“ sagði Ásgeir. Klippa: Sportpakkinn - Ásgeir Örn um landsliðið
Handbolti HM 2021 í handbolta Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Fleiri fréttir „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira