Vonandi ekki vísbending um að faraldurinn sé á uppleið Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2021 11:30 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir vonar að fjöldi nýsmitaðra í gær sé ekki vísbending um að faraldurinn sé á uppleið. Tillögur sóttvarnalæknis um veirutakmarkanir sem taka gildi í næstu viku eru í vinnslu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Ellefu greindust innanlands með veiruna í gær, þar af sjö í sóttkví. Þórólfur benti á að nýsmitaðir undanfarna daga hefðu verið tiltölulega fáir en verið heldur fleiri í gær. Hann kvaðst vona að þetta væri ekki vísbending um að faraldurinn væri á uppleið en næstu dagar verði að skera úr um það. Þá greindust tíu með veiruna á landamærum í gær og hefur orðið talsvert aukning í greiningum þar undanfarna daga. Þetta sagði Þórólfur endurspegla vöxt í faraldrinum erlendis. Þrír með breska afbrigðið innanlands Þrír hafa nú greinst innanlands með hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar. Allir eru þeir tengdir fólki sem greindist með afbrigðið á landamærunum fjölskylduböndum. Alls hafa 22 greinst með afbrigðið hér á landi, nítján á landamærum. Þórólfur benti á að fleiri vísbendingar væru um að breska afbrigðið sé meira smitandi en önnur afbrigði og vísaði meðal annars í danska rannsókn þess efnis. Hins vegar væru engin merki um að afbrigðið valdi alvarlegri sjúkdómi. Þá vinnur Þórólfur nú að tillögum um sóttvarnaaðgerðir sem taka munu gildi 13. janúar. Hann sagði þær munu mótast af því hvernig faraldurinn þróast næstu dagana. Ekki væri tímabært að skýra nánar frá efnislegum atriðum tillagnanna. Hann minnti á að takmörkunum hafi verið aflétt í skólahaldi frá áramótum og mikilvægt að kennarar og nemendur gæti vel að sóttvörnum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Ellefu greindust innanlands með veiruna í gær, þar af sjö í sóttkví. Þórólfur benti á að nýsmitaðir undanfarna daga hefðu verið tiltölulega fáir en verið heldur fleiri í gær. Hann kvaðst vona að þetta væri ekki vísbending um að faraldurinn væri á uppleið en næstu dagar verði að skera úr um það. Þá greindust tíu með veiruna á landamærum í gær og hefur orðið talsvert aukning í greiningum þar undanfarna daga. Þetta sagði Þórólfur endurspegla vöxt í faraldrinum erlendis. Þrír með breska afbrigðið innanlands Þrír hafa nú greinst innanlands með hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar. Allir eru þeir tengdir fólki sem greindist með afbrigðið á landamærunum fjölskylduböndum. Alls hafa 22 greinst með afbrigðið hér á landi, nítján á landamærum. Þórólfur benti á að fleiri vísbendingar væru um að breska afbrigðið sé meira smitandi en önnur afbrigði og vísaði meðal annars í danska rannsókn þess efnis. Hins vegar væru engin merki um að afbrigðið valdi alvarlegri sjúkdómi. Þá vinnur Þórólfur nú að tillögum um sóttvarnaaðgerðir sem taka munu gildi 13. janúar. Hann sagði þær munu mótast af því hvernig faraldurinn þróast næstu dagana. Ekki væri tímabært að skýra nánar frá efnislegum atriðum tillagnanna. Hann minnti á að takmörkunum hafi verið aflétt í skólahaldi frá áramótum og mikilvægt að kennarar og nemendur gæti vel að sóttvörnum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Sjá meira