Óvissa um Alexander sem er enn aumur í höfðinu Sindri Sverrisson skrifar 7. janúar 2021 12:00 Alexander Petersson hefur harkað jafnvel kjálkabrot af sér en varð að fara af velli í gær eftir þungt höfuðhögg. EPA/ANDREAS HILLERGREN „Það var ekki séns að hann gæti spilað áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson um Alexander Petersson. Hann sé enn aumur í höfðinu eftir brotið fólskulega í gær og framhaldið hjá honum sé óljóst. Alexander fór meiddur af velli eftir tvö höfuðhögg snemma leiks gegn Portúgal í gær, í svekkjandi 26-24 tapi Íslands í undankeppni EM í handbolta. Liðin mætast að nýju á Ásvöllum kl. 16 á sunnudaginn og með þriggja marka sigri getur Ísland komið sér í algjöra kjörstöðu í baráttunni um efsta sæti riðilsins. Breytir hópnum fyrir sunnudag Guðmundur segir ljóst að hann muni gera breytingu eða breytingar á íslenska hópnum fyrir leikinn á sunnudag en hann vilji þó halda því leyndu um sinn hverjar þær verði. Staðan sé óljós varðandi fleiri leikmenn en Alexander. „Það er eitt og annað að valda okkur ákveðnum heilabrotum en ég er ekki tilbúinn að tjá mig um það á þessari stundu,“ segir Guðmundur en hann var þá á leið upp í flugvél í Portúgal, heimleiðis til Íslands með viðkomu í Hollandi. Íslenski hópurinn lendir í Keflavík í kvöld. „Við erum á ferðalagi í allan dag og á morgun vitum við kannski meira. En þetta brot á Alexander er með því ljótara sem ég hef séð í mörg, mörg ár,“ segir Guðmundur. „Hann er bara með hausverk og ekki nógu góður í dag. Hann fékk svo svakalegt höfuðhögg og er aumur alveg öðru megin í höfðinu. Þetta var fólskubrot og við verðum að sjá hvað gerist í dag og hvort að þetta jafni sig,“ segir Guðmundur. „Þetta leit mjög illa út“ Aðspurður hvort hann telji að Portúgalar hafi hreinlega ætlað sér að lemja Alexander úr leik kveðst Guðmundur ekki vilja ganga svo langt: „Ég vil ekki ætla mönnum það. Ég vil ekki taka svo djúpt í árinni. En þetta leit mjög illa út. Það var ekki séns að hann gæti spilað áfram og mér fannst þetta vera mjög gróft.“ Ýmir Örn Gíslason í baráttu við Rui Silva í Portúgal í gærkvöld.EPA/ESTELA SILVA Margt mjög gott viku fyrir HM Í dag er vika þar til að Ísland leikur sinn fyrsta leik á HM í Egyptalandi sem, eins merkilegt og það nú er, er einmitt gegn Portúgal. Liðið er og verður án Arons Pálmarssonar á mótinu en leikurinn í gær ætti að hafa gefið Guðmundi einhver svör um stöðuna á liðinu og hvers megi vænta af því á HM: „Já, við spiluðum ágætis leik í gær. Það var margt mjög gott. Vörnin var góð, við fengum markvörslu í seinni hálfleik. Það sem var kannski slysalegt er, eða leikurinn tapast á, að við misnotum þrjú víti, þó við næðum reyndar einu frákasti, og á stuttum kafla í seinni hálfleik fara tvö víti, hraðaupphlaup og tvö dauðafæri í súginn. Við töpum svo leiknum með tveimur mörkum. En það var margt jákvætt,“ segir Guðmundur. HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Byrjaði að verja eftir sýnikennslu í markvörslu frá Gumma Gumm Ágúst Elí Björgvinsson átti góða innkomu í mark íslenska handboltalandsliðsins gegn því portúgalska í undankeppni EM 2022 í gær. 7. janúar 2021 11:00 Elvar fékk langhæstu einkunnina hjá HB Statz í gærkvöldi Elvar Örn Jónsson var langbesti leikmaður íslenska landsliðsins í tapinu á móti Portúgal í gær ef marka má tölfræðisamantekt HB Statz. 7. janúar 2021 10:30 Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hefði orðið fyrir líkamsárás Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. 6. janúar 2021 22:14 Umfjöllun: Portúgal - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í Matosinhos Ísland tapaði með tveggja marka mun, 26-24, fyrir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2022 í kvöld. 6. janúar 2021 21:21 Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira
Alexander fór meiddur af velli eftir tvö höfuðhögg snemma leiks gegn Portúgal í gær, í svekkjandi 26-24 tapi Íslands í undankeppni EM í handbolta. Liðin mætast að nýju á Ásvöllum kl. 16 á sunnudaginn og með þriggja marka sigri getur Ísland komið sér í algjöra kjörstöðu í baráttunni um efsta sæti riðilsins. Breytir hópnum fyrir sunnudag Guðmundur segir ljóst að hann muni gera breytingu eða breytingar á íslenska hópnum fyrir leikinn á sunnudag en hann vilji þó halda því leyndu um sinn hverjar þær verði. Staðan sé óljós varðandi fleiri leikmenn en Alexander. „Það er eitt og annað að valda okkur ákveðnum heilabrotum en ég er ekki tilbúinn að tjá mig um það á þessari stundu,“ segir Guðmundur en hann var þá á leið upp í flugvél í Portúgal, heimleiðis til Íslands með viðkomu í Hollandi. Íslenski hópurinn lendir í Keflavík í kvöld. „Við erum á ferðalagi í allan dag og á morgun vitum við kannski meira. En þetta brot á Alexander er með því ljótara sem ég hef séð í mörg, mörg ár,“ segir Guðmundur. „Hann er bara með hausverk og ekki nógu góður í dag. Hann fékk svo svakalegt höfuðhögg og er aumur alveg öðru megin í höfðinu. Þetta var fólskubrot og við verðum að sjá hvað gerist í dag og hvort að þetta jafni sig,“ segir Guðmundur. „Þetta leit mjög illa út“ Aðspurður hvort hann telji að Portúgalar hafi hreinlega ætlað sér að lemja Alexander úr leik kveðst Guðmundur ekki vilja ganga svo langt: „Ég vil ekki ætla mönnum það. Ég vil ekki taka svo djúpt í árinni. En þetta leit mjög illa út. Það var ekki séns að hann gæti spilað áfram og mér fannst þetta vera mjög gróft.“ Ýmir Örn Gíslason í baráttu við Rui Silva í Portúgal í gærkvöld.EPA/ESTELA SILVA Margt mjög gott viku fyrir HM Í dag er vika þar til að Ísland leikur sinn fyrsta leik á HM í Egyptalandi sem, eins merkilegt og það nú er, er einmitt gegn Portúgal. Liðið er og verður án Arons Pálmarssonar á mótinu en leikurinn í gær ætti að hafa gefið Guðmundi einhver svör um stöðuna á liðinu og hvers megi vænta af því á HM: „Já, við spiluðum ágætis leik í gær. Það var margt mjög gott. Vörnin var góð, við fengum markvörslu í seinni hálfleik. Það sem var kannski slysalegt er, eða leikurinn tapast á, að við misnotum þrjú víti, þó við næðum reyndar einu frákasti, og á stuttum kafla í seinni hálfleik fara tvö víti, hraðaupphlaup og tvö dauðafæri í súginn. Við töpum svo leiknum með tveimur mörkum. En það var margt jákvætt,“ segir Guðmundur.
HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Byrjaði að verja eftir sýnikennslu í markvörslu frá Gumma Gumm Ágúst Elí Björgvinsson átti góða innkomu í mark íslenska handboltalandsliðsins gegn því portúgalska í undankeppni EM 2022 í gær. 7. janúar 2021 11:00 Elvar fékk langhæstu einkunnina hjá HB Statz í gærkvöldi Elvar Örn Jónsson var langbesti leikmaður íslenska landsliðsins í tapinu á móti Portúgal í gær ef marka má tölfræðisamantekt HB Statz. 7. janúar 2021 10:30 Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hefði orðið fyrir líkamsárás Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. 6. janúar 2021 22:14 Umfjöllun: Portúgal - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í Matosinhos Ísland tapaði með tveggja marka mun, 26-24, fyrir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2022 í kvöld. 6. janúar 2021 21:21 Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira
Byrjaði að verja eftir sýnikennslu í markvörslu frá Gumma Gumm Ágúst Elí Björgvinsson átti góða innkomu í mark íslenska handboltalandsliðsins gegn því portúgalska í undankeppni EM 2022 í gær. 7. janúar 2021 11:00
Elvar fékk langhæstu einkunnina hjá HB Statz í gærkvöldi Elvar Örn Jónsson var langbesti leikmaður íslenska landsliðsins í tapinu á móti Portúgal í gær ef marka má tölfræðisamantekt HB Statz. 7. janúar 2021 10:30
Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hefði orðið fyrir líkamsárás Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. 6. janúar 2021 22:14
Umfjöllun: Portúgal - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í Matosinhos Ísland tapaði með tveggja marka mun, 26-24, fyrir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2022 í kvöld. 6. janúar 2021 21:21