Segir að Khabib hafi fengið 12,7 milljarða tilboð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2021 10:01 Khabib Nurmagomedov er ósigraður í búrinu og ekkert lamb að leika sér við. Getty/Mike Roach Umboðsmaður rússneska bardagamannsins Khabib Nurmagomedov hefur nú opinberað rosalegt tilboð sem skjólstæðingur hans fékk nýverið. Khabib Nurmagomedov á að hafa verið boðnir hundrað milljón Bandaríkjadala fyrir að stíga inn í hnefaleikahringinn á móti Floyd Mayweather en það gerir meira en 12,7 milljarða íslenskra króna. Dana White, yfirmaður UFC, á einnig að hafa gefið grænt ljós á bardagann samkvæmt fyrrnefndum umboðsmanni sem heitir Ali Abdelaziz. Khabib Nurmagomedov er hættur að berjast í UFC en hann gaf það út á síðasta ári að hann ætlaði aldrei aftur inn í búrið. Khabib Nurmagomedov offered $100m to box Floyd Mayweather https://t.co/HxgvacLZhJ— MailOnline Sport (@MailSport) January 6, 2021 Fráfall föður Khabib Nurmagomedov, sem var einnig þjálfari hans, var sögð aðalástæða fyrir því að hann vildi ekki berjast lengur. Nurmagomedov er enn bara 32 ára gamall og ætti að eiga nokkur góð ár eftir. Faðir hans lést eftir að hafa smitast af kórónuveirunni en síðasti bardagi Khabib Nurmagomedov var á móti Justin Gaethje í lok október síðastliðnum. Nurmagomedov vann Justin Gaethje en það var 29. sigur hans í röð. Hann hefur aldrei tapað í búrinu og er af mörgum talinn vera einn besti UFC-bardagamaður sögunnar. Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather er einnig ósigraður á ferlinum en hann hefur unnið alla fimmtíu boxbardaga sína. Mayweather, sem er orðinn 43 ára, hefur áður keppt við UFC-stjörnu en hann vann Conor McGregor í ágúst 2017. Hann hefur síðan keppt við sparkboxarann Tenshin Nasukawa í sýningarbardaga í Japan og mun keppa við YouTube stjörnuna Logan Paul á næstunni. „Okkur voru boðnar hundrað milljón dollara fyrir að berjast við Floyd Mayweather. Dana White var samþykkur þessu og allir voru klárir í bátana. En eins og þið vitið þá er Khabib MMA-bardagamður. Ef Floyd væri tilbúinn að koma og keppa í MMA, til að tapa illa, þá væri það ekkert vandamál,“ sagði Ali Abdelaziz í samtali við TMZ. MMA Box Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
Khabib Nurmagomedov á að hafa verið boðnir hundrað milljón Bandaríkjadala fyrir að stíga inn í hnefaleikahringinn á móti Floyd Mayweather en það gerir meira en 12,7 milljarða íslenskra króna. Dana White, yfirmaður UFC, á einnig að hafa gefið grænt ljós á bardagann samkvæmt fyrrnefndum umboðsmanni sem heitir Ali Abdelaziz. Khabib Nurmagomedov er hættur að berjast í UFC en hann gaf það út á síðasta ári að hann ætlaði aldrei aftur inn í búrið. Khabib Nurmagomedov offered $100m to box Floyd Mayweather https://t.co/HxgvacLZhJ— MailOnline Sport (@MailSport) January 6, 2021 Fráfall föður Khabib Nurmagomedov, sem var einnig þjálfari hans, var sögð aðalástæða fyrir því að hann vildi ekki berjast lengur. Nurmagomedov er enn bara 32 ára gamall og ætti að eiga nokkur góð ár eftir. Faðir hans lést eftir að hafa smitast af kórónuveirunni en síðasti bardagi Khabib Nurmagomedov var á móti Justin Gaethje í lok október síðastliðnum. Nurmagomedov vann Justin Gaethje en það var 29. sigur hans í röð. Hann hefur aldrei tapað í búrinu og er af mörgum talinn vera einn besti UFC-bardagamaður sögunnar. Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather er einnig ósigraður á ferlinum en hann hefur unnið alla fimmtíu boxbardaga sína. Mayweather, sem er orðinn 43 ára, hefur áður keppt við UFC-stjörnu en hann vann Conor McGregor í ágúst 2017. Hann hefur síðan keppt við sparkboxarann Tenshin Nasukawa í sýningarbardaga í Japan og mun keppa við YouTube stjörnuna Logan Paul á næstunni. „Okkur voru boðnar hundrað milljón dollara fyrir að berjast við Floyd Mayweather. Dana White var samþykkur þessu og allir voru klárir í bátana. En eins og þið vitið þá er Khabib MMA-bardagamður. Ef Floyd væri tilbúinn að koma og keppa í MMA, til að tapa illa, þá væri það ekkert vandamál,“ sagði Ali Abdelaziz í samtali við TMZ.
MMA Box Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira