„Er VAR versta vöruþróun sögunnar?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. janúar 2021 14:31 Mark var dæmt af Brentford með hjálp VAR í leiknum gegn Tottenham í gær. getty/Tottenham Hotspur FC Strákarnir í Sportinu í dag létu gamminn geysa þegar þeir ræddu um myndbandsdómgæsluna, VAR, í þætti dagsins. Mark var dæmt af Brentford í leiknum gegn Tottenham í undanúrslitum enska deildabikarsins í gærkvöldi með hjálp myndbandsdómgæslu. Hún verður notuð í undanúrslitum og úrslitaleik deildabikarsins en var ekki notuð á fyrri stigum keppninnar. „Svo sáum við í fyrri undanúrslitaleiknum í gær hvers lags viðbjóður er að draga VAR inn í þetta, þegar markið var dæmt af Brentford,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson í Sportinu í dag en atvikið má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Mark dæmt af Brentford „Af hverju að breyta þessu? Í átta liða úrslitunum og þar á undan var þetta ekki notað. Eins og í Everton og Manchester United sá maður hversu mikil átök og hraði voru í leiknum. Það voru vafasamir dómar en það var samt enginn að kvarta,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason. Kjartan Atli Kjartansson segir að innleiðing VAR hafi ekki verið framfaraskref fyrir fótboltann, heldur þvert á móti skaðað vöruna sem fótboltinn er. „Ég var að hugsa um hvort VAR sé ekki versta vöruþróun sögunnar? Þú ert með fótbolta sem óumdeilanlega langvinsælasta íþrótt í heiminum,“ sagði Kjartan Atli. „Fótbolti er eins og pizza fyrir skyndibita. Þetta er eins og það væri verið að banna ost á pizzur. Það er búið að taka út svo skemmtilegan faktor við fótboltann sem voru þessar eilífu umræður. Hann er ekki einu sinni farinn, bara orðinn leiðinlegri faktor því nú snýst þetta um af hverju þessi fór ekki í skjáinn og af hverju kíkti hann ekki á þetta. Fótbolti var nálægt hinni fullkomnu afþreyingu og það er búið að breyta honum án þess að það þyrfti að breyta nokkru.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Enski boltinn Sportið í dag Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Mark var dæmt af Brentford í leiknum gegn Tottenham í undanúrslitum enska deildabikarsins í gærkvöldi með hjálp myndbandsdómgæslu. Hún verður notuð í undanúrslitum og úrslitaleik deildabikarsins en var ekki notuð á fyrri stigum keppninnar. „Svo sáum við í fyrri undanúrslitaleiknum í gær hvers lags viðbjóður er að draga VAR inn í þetta, þegar markið var dæmt af Brentford,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson í Sportinu í dag en atvikið má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Mark dæmt af Brentford „Af hverju að breyta þessu? Í átta liða úrslitunum og þar á undan var þetta ekki notað. Eins og í Everton og Manchester United sá maður hversu mikil átök og hraði voru í leiknum. Það voru vafasamir dómar en það var samt enginn að kvarta,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason. Kjartan Atli Kjartansson segir að innleiðing VAR hafi ekki verið framfaraskref fyrir fótboltann, heldur þvert á móti skaðað vöruna sem fótboltinn er. „Ég var að hugsa um hvort VAR sé ekki versta vöruþróun sögunnar? Þú ert með fótbolta sem óumdeilanlega langvinsælasta íþrótt í heiminum,“ sagði Kjartan Atli. „Fótbolti er eins og pizza fyrir skyndibita. Þetta er eins og það væri verið að banna ost á pizzur. Það er búið að taka út svo skemmtilegan faktor við fótboltann sem voru þessar eilífu umræður. Hann er ekki einu sinni farinn, bara orðinn leiðinlegri faktor því nú snýst þetta um af hverju þessi fór ekki í skjáinn og af hverju kíkti hann ekki á þetta. Fótbolti var nálægt hinni fullkomnu afþreyingu og það er búið að breyta honum án þess að það þyrfti að breyta nokkru.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Enski boltinn Sportið í dag Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira