Breytt forgangsröðun: Sjötíu ára og eldri bólusettir næst Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. janúar 2021 13:44 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vísir/Vilhelm Fólk sem er sjötíu ára og eldra er í næsta forgangshópi og fær næstu bólusetningar. Í hópnum eru um 34 þúsund manns. Samkvæmt dreifingaráætlunum lyfjafyrirtækja er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund einstaklinga á fyrsta ársfjórðungi og geta aðrir því sennilega ekki búist við bólusetningu fyrr en eftir mars. Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra um forgangsröðun í bólusetningar eru heilbrigðisstarfsmenn, fólk sem sinnir sjúkraflutningum og aðrir í forgangshópum á undan eldra fólki í röðinni. Í sjötta hóp eru þeir sem eru yfir sextíu ára aldri. Sóttvarnalækni er þó heimilt að breyta forgangsröðun og það segist Þórólfur Guðnason hafa gert í samráði við heilbrigðisráðherra. „Vegna þess að þegar það var ljóst að við myndum fá minna og að það gengi hægar að fá bóluefni en við kannski gerðum ráð fyrir í upphafi taldi ég mikilvægt að við myndum forgangsraða annars vegar heilbrigðisstarfsmönnum sem eru í aukinni áhættu við að fá covid og að vinna með covid-sjúklinga sérstaklega. Og hins vegar öldruðum, það er að segja einstaklingum sem eru eldri en sjötugt. Og það er ansi stór hópur,“ segir Þórólfur. Von er á næstu sendingu frá Pfizer þann 20. janúarGetty „Við munum reyna að klára þessa hópa fyrst,“ segir Þórólfur og bendir á að búið sé að bólusetja flesta heilbrigðisstarfsmenn í þessum tiltekna hópi. „Þetta eru allir sem eru eldri en sjötugt. Margir hverjir með undirliggjandi sjúkdóma og þeir fylgja með.“ Yngri sennilega ekki bólusettir fyrr en eftir mars Um 35 þúsund einstaklingar eru sjötíu ára og eldri. Miðað við dreifingaráætlanir Pfizer og Moderna er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund manns á fyrsta ársfjórðingi. Að óbreyttu eiga þeir sem yngri eru því ekki von á bólusetningu fyrr en eftir mars. Þetta gæti þó breyst þar sem dreifingaráætlun Aztra Zeneca hefur ekki verið birt og eins geta hlutirnir breyst varðandi dreifingu Pfizer og Moderna. „Þegar við erum búin að klára þessa hópa munum við halda áfram að bólusetja einstaklinga sem eru með undirliggjandi sjúkdóma sem eru yngri en sjötugt. Og við erum búin að skilgreina það nokkuð vel en á þessum tímapunkti er ekki hægt að segja hvenær að þeim kemur og hvenær kemur að hverjum hópi fyrir sig. Við munum bara fara í það þegar búið er að bólusetja þessa hópa og vinna okkur niður listann.“ Þannig yngra fólk í áhættuhópum á ekki von á bólusetningu fljótlega? „Það verður sennilega ekki fyrr en eftir mars.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra um forgangsröðun í bólusetningar eru heilbrigðisstarfsmenn, fólk sem sinnir sjúkraflutningum og aðrir í forgangshópum á undan eldra fólki í röðinni. Í sjötta hóp eru þeir sem eru yfir sextíu ára aldri. Sóttvarnalækni er þó heimilt að breyta forgangsröðun og það segist Þórólfur Guðnason hafa gert í samráði við heilbrigðisráðherra. „Vegna þess að þegar það var ljóst að við myndum fá minna og að það gengi hægar að fá bóluefni en við kannski gerðum ráð fyrir í upphafi taldi ég mikilvægt að við myndum forgangsraða annars vegar heilbrigðisstarfsmönnum sem eru í aukinni áhættu við að fá covid og að vinna með covid-sjúklinga sérstaklega. Og hins vegar öldruðum, það er að segja einstaklingum sem eru eldri en sjötugt. Og það er ansi stór hópur,“ segir Þórólfur. Von er á næstu sendingu frá Pfizer þann 20. janúarGetty „Við munum reyna að klára þessa hópa fyrst,“ segir Þórólfur og bendir á að búið sé að bólusetja flesta heilbrigðisstarfsmenn í þessum tiltekna hópi. „Þetta eru allir sem eru eldri en sjötugt. Margir hverjir með undirliggjandi sjúkdóma og þeir fylgja með.“ Yngri sennilega ekki bólusettir fyrr en eftir mars Um 35 þúsund einstaklingar eru sjötíu ára og eldri. Miðað við dreifingaráætlanir Pfizer og Moderna er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund manns á fyrsta ársfjórðingi. Að óbreyttu eiga þeir sem yngri eru því ekki von á bólusetningu fyrr en eftir mars. Þetta gæti þó breyst þar sem dreifingaráætlun Aztra Zeneca hefur ekki verið birt og eins geta hlutirnir breyst varðandi dreifingu Pfizer og Moderna. „Þegar við erum búin að klára þessa hópa munum við halda áfram að bólusetja einstaklinga sem eru með undirliggjandi sjúkdóma sem eru yngri en sjötugt. Og við erum búin að skilgreina það nokkuð vel en á þessum tímapunkti er ekki hægt að segja hvenær að þeim kemur og hvenær kemur að hverjum hópi fyrir sig. Við munum bara fara í það þegar búið er að bólusetja þessa hópa og vinna okkur niður listann.“ Þannig yngra fólk í áhættuhópum á ekki von á bólusetningu fljótlega? „Það verður sennilega ekki fyrr en eftir mars.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira