„Þetta bóluefni er mjög öruggt“ Sylvía Hall skrifar 5. janúar 2021 20:05 Björn Rúnar Lúðvíksson, , yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans. Vísir/Vilhelm Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans og prófessor í ónæmisfræði, segir ekkert benda til þess að meiri áhætta fylgi bóluefni Pfizer við kórónuveirunni en öðrum bóluefnum. Það sé gríðarlega mikilvægt að fólk láti bólusetja sig, enda muni það bjarga mannslífum. Nú þegar hafa 1.740 heilbrigðisstarfsmenn verið bólusettir og ber þeim skylda til þess að tilkynna aukaverkanir til Lyfjastofnunar. Alls hafa tíu slíkar tilkynningar borist, sem samsvarar um 0,5 prósent þeirra sem hafa verið bólusettir, en engin þeirra er alvarleg. Alls hafa því fimm þúsund fengið fyrri bólusetningu með því bóluefni sem kom hingað til lands rétt fyrir áramót. Að mati Björns er stórkostlegt að bólusetningar séu þegar hafnar hér á landi, innan við ári eftir að faraldurinn hófst á Íslandi. Vilja að ónæmiskerfið vakni „Varðandi tíðni þessara hliðarverkana að þá er þetta mjög lág tala. Í rannsóknunum sem þetta grundvallast á var talað um rétt um tvö prósent um allar mögulegar hliðarverkanir, og þetta eru einmitt vægar hliðarverkanir – raunverulega verkanir sem við erum hálfpartinn að vonast eftir,“ segir Björn. „Við viljum að ónæmiskerfið vakni til lífsins, fari af stað, myndi mótefni og það er bólgusvar sem fylgir því.“ Hann segir því ekkert óeðlilegt við það að fólk fái vægan hita og í verstu tilfellum vöðvaverki og flensulík einkenni, en þau eigi að ganga yfir á um það bil tveimur dögum. Það sé fátítt og í flestum tilfellum séu hliðarverkanir mjög vægar. „Þetta bóluefni er mjög öruggt, það bjargar mannslífum og ýmsum mögulegum fylgikvillum veikinnar. Það er alveg gríðarlega mikilvægt að fólk bólusetji sig.“ Frétt Stöðvar 2 um hliðarverkanir bóluefnisins má sjá hér að neðan, þar sem rætt er við Björn Rúnar. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yrði hissa ef tengsl væru á milli bóluefnis og andláta Fyrstu niðurstöður rannsóknar á því hvort fjögur andlát megi rekja til bólusetningar við Covid-19 eiga að liggja fyrir í næstu viku. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar er hræddur um að málið verði til þess að fólk láti síður bólusetja sig. 5. janúar 2021 18:30 Tveir sérfróðir læknar rannsaka alvarlegu atvikin fimm Tveir sérfróðir og óháðir læknar á sviði öldrunar munu rannsaka gaumgæfilega fimm alvarleg atvik, þar af fjögur andlát, sem tilkynnt var um sem hugsanlegar aukaverkanir af bólusetningu við kórónuveirunni. Stefnt er að því að frumniðurstöður liggi fyrir innan viku til tíu daga. 5. janúar 2021 15:05 Mikilvægt að fá skýringar á andlátum fyrir næsta skammt af bóluefni Fjögur andlát hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna mögulegra tengsla við bólusetningu við Covid-19. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fá betri mynd af því hvort andlátin megi rekja til bólusetningar áður en seinni skammtur efnisins verður gefinn. 5. janúar 2021 11:58 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Nú þegar hafa 1.740 heilbrigðisstarfsmenn verið bólusettir og ber þeim skylda til þess að tilkynna aukaverkanir til Lyfjastofnunar. Alls hafa tíu slíkar tilkynningar borist, sem samsvarar um 0,5 prósent þeirra sem hafa verið bólusettir, en engin þeirra er alvarleg. Alls hafa því fimm þúsund fengið fyrri bólusetningu með því bóluefni sem kom hingað til lands rétt fyrir áramót. Að mati Björns er stórkostlegt að bólusetningar séu þegar hafnar hér á landi, innan við ári eftir að faraldurinn hófst á Íslandi. Vilja að ónæmiskerfið vakni „Varðandi tíðni þessara hliðarverkana að þá er þetta mjög lág tala. Í rannsóknunum sem þetta grundvallast á var talað um rétt um tvö prósent um allar mögulegar hliðarverkanir, og þetta eru einmitt vægar hliðarverkanir – raunverulega verkanir sem við erum hálfpartinn að vonast eftir,“ segir Björn. „Við viljum að ónæmiskerfið vakni til lífsins, fari af stað, myndi mótefni og það er bólgusvar sem fylgir því.“ Hann segir því ekkert óeðlilegt við það að fólk fái vægan hita og í verstu tilfellum vöðvaverki og flensulík einkenni, en þau eigi að ganga yfir á um það bil tveimur dögum. Það sé fátítt og í flestum tilfellum séu hliðarverkanir mjög vægar. „Þetta bóluefni er mjög öruggt, það bjargar mannslífum og ýmsum mögulegum fylgikvillum veikinnar. Það er alveg gríðarlega mikilvægt að fólk bólusetji sig.“ Frétt Stöðvar 2 um hliðarverkanir bóluefnisins má sjá hér að neðan, þar sem rætt er við Björn Rúnar.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yrði hissa ef tengsl væru á milli bóluefnis og andláta Fyrstu niðurstöður rannsóknar á því hvort fjögur andlát megi rekja til bólusetningar við Covid-19 eiga að liggja fyrir í næstu viku. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar er hræddur um að málið verði til þess að fólk láti síður bólusetja sig. 5. janúar 2021 18:30 Tveir sérfróðir læknar rannsaka alvarlegu atvikin fimm Tveir sérfróðir og óháðir læknar á sviði öldrunar munu rannsaka gaumgæfilega fimm alvarleg atvik, þar af fjögur andlát, sem tilkynnt var um sem hugsanlegar aukaverkanir af bólusetningu við kórónuveirunni. Stefnt er að því að frumniðurstöður liggi fyrir innan viku til tíu daga. 5. janúar 2021 15:05 Mikilvægt að fá skýringar á andlátum fyrir næsta skammt af bóluefni Fjögur andlát hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna mögulegra tengsla við bólusetningu við Covid-19. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fá betri mynd af því hvort andlátin megi rekja til bólusetningar áður en seinni skammtur efnisins verður gefinn. 5. janúar 2021 11:58 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Yrði hissa ef tengsl væru á milli bóluefnis og andláta Fyrstu niðurstöður rannsóknar á því hvort fjögur andlát megi rekja til bólusetningar við Covid-19 eiga að liggja fyrir í næstu viku. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar er hræddur um að málið verði til þess að fólk láti síður bólusetja sig. 5. janúar 2021 18:30
Tveir sérfróðir læknar rannsaka alvarlegu atvikin fimm Tveir sérfróðir og óháðir læknar á sviði öldrunar munu rannsaka gaumgæfilega fimm alvarleg atvik, þar af fjögur andlát, sem tilkynnt var um sem hugsanlegar aukaverkanir af bólusetningu við kórónuveirunni. Stefnt er að því að frumniðurstöður liggi fyrir innan viku til tíu daga. 5. janúar 2021 15:05
Mikilvægt að fá skýringar á andlátum fyrir næsta skammt af bóluefni Fjögur andlát hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna mögulegra tengsla við bólusetningu við Covid-19. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fá betri mynd af því hvort andlátin megi rekja til bólusetningar áður en seinni skammtur efnisins verður gefinn. 5. janúar 2021 11:58