Segja umræðuna ekki eiga að snúast um færni starfsfólks Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. janúar 2021 14:04 Bólusett gegn kórónuveirunni hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut. Vísir/Vilhelm Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins áréttar að blöndun og meðhöndlun bóluefnis Pfizer hafi að öllu leyti farið eftir leiðbeiningum markaðsleyfishafa og fyrirmælum Lyfjastofnunar og Embættis landlæknis. Umræða um blöndunina eigi ekki að snúast um færni starfsfólks heldur hvort farið sé eftir leiðbeiningum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilsugæslunni, sem haft hefur umsjón með bólusetningu við kórónuveirunni á höfuðborgarsvæðinu. Fram hefur komið að starfsfólk heilsugæslunnar hafi náð fimm skömmtum af bóluefni úr hverju glasi, sem er sá skammtafjöldi sem Pfizer mælir með. Starfsfólk Landspítala náði hins vegar 5,4 skömmtum úr hverju glasi, að því er fram kom í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi almannavarna í gær. Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs á Landspítalanum, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að starfsfólk spítalans hefði náð þessu með því að viðhafa „sitt venjulega verklag“. Því sem náðist aukalega úr hverju glasi hefði verið blandað saman. „Við ákváðum að viðhafa bara hefðbundið verklag í blöndun hjá okkur, þegar við erum að meðhöndla svona dýr lyf og verðmæt, þar er þrautþjálfað starfsfólk sem er í þessu allan daginn og hefur mikla þekkingu og færni í þessu,“ sagði Hlíf við Ríkisútvarpið. Starfsfólk heilsugæslunnar hafi mikla reynslu Heilsugæslan segir í tilkynningu í dag að ekki sé ráðlagt að safna milli glasa til að tryggja stöðugleika bólefnis. Ef heill skammtur náist hins vegar úr glasinu sé notkun leyfð. Þetta staðfesti Lyfjastofnun, sóttvarnalæknir og Pfizer. Bólusetning heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi gengið mjög vel. Starfsfólk hafi mikla reynslu af bólusetningum og meðhöndlun bólusefnis. „Umræðan á því ekki að snúast um færni, heldur hvort farið er eftir leiðbeiningum. Viljum við þakka öllu okkar starfsfólki, öðrum stofnunum og fyrirtækjum sem komu að þessu ferli fyrir góða samvinnu.“ Undirbúningur sé þegar hafinn að næstu bólusetningu. Heilsugæslan muni halda áfram að vinna samkvæmt bestu þekkingu og þeim leiðbeiningum markaðsleyfishafa sem eru í gildi hverju sinni. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að tilkynningarnar fæli fólk frá bólusetningu Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ekki áhyggjur af því að tilkynningar um hugsanlegar aukaverkanir af bóluefni gegn kórónuveirunni hafi áhrif á vilja þjóðarinnar til að láta bólusetja sig. Miklu máli skipti fyrir samfélagið allt að bólusetning verði almenn. 5. janúar 2021 12:51 Mikilvægt að fá skýringar á andlátum fyrir næsta skammt af bóluefni Fjögur andlát hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna mögulegra tengsla við bólusetningu við Covid-19. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fá betri mynd af því hvort andlátin megi rekja til bólusetningar áður en seinni skammtur efnisins verður gefinn. 5. janúar 2021 11:58 Jafnvel von á meira bóluefni fyrr en búist var við Sóttvarnalæknir telur að vonast megi til þess að meira bóluefni berist til landsins fyrr en talið hefur verið til þessa. Þá sé „mjög óráðlegt“ að hans mati að gefa bóluefni á annan máta en framleiðendur og rannsóknir mæla með, til dæmis í hálfum skömmtum. 4. janúar 2021 12:30 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilsugæslunni, sem haft hefur umsjón með bólusetningu við kórónuveirunni á höfuðborgarsvæðinu. Fram hefur komið að starfsfólk heilsugæslunnar hafi náð fimm skömmtum af bóluefni úr hverju glasi, sem er sá skammtafjöldi sem Pfizer mælir með. Starfsfólk Landspítala náði hins vegar 5,4 skömmtum úr hverju glasi, að því er fram kom í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi almannavarna í gær. Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs á Landspítalanum, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að starfsfólk spítalans hefði náð þessu með því að viðhafa „sitt venjulega verklag“. Því sem náðist aukalega úr hverju glasi hefði verið blandað saman. „Við ákváðum að viðhafa bara hefðbundið verklag í blöndun hjá okkur, þegar við erum að meðhöndla svona dýr lyf og verðmæt, þar er þrautþjálfað starfsfólk sem er í þessu allan daginn og hefur mikla þekkingu og færni í þessu,“ sagði Hlíf við Ríkisútvarpið. Starfsfólk heilsugæslunnar hafi mikla reynslu Heilsugæslan segir í tilkynningu í dag að ekki sé ráðlagt að safna milli glasa til að tryggja stöðugleika bólefnis. Ef heill skammtur náist hins vegar úr glasinu sé notkun leyfð. Þetta staðfesti Lyfjastofnun, sóttvarnalæknir og Pfizer. Bólusetning heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi gengið mjög vel. Starfsfólk hafi mikla reynslu af bólusetningum og meðhöndlun bólusefnis. „Umræðan á því ekki að snúast um færni, heldur hvort farið er eftir leiðbeiningum. Viljum við þakka öllu okkar starfsfólki, öðrum stofnunum og fyrirtækjum sem komu að þessu ferli fyrir góða samvinnu.“ Undirbúningur sé þegar hafinn að næstu bólusetningu. Heilsugæslan muni halda áfram að vinna samkvæmt bestu þekkingu og þeim leiðbeiningum markaðsleyfishafa sem eru í gildi hverju sinni.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að tilkynningarnar fæli fólk frá bólusetningu Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ekki áhyggjur af því að tilkynningar um hugsanlegar aukaverkanir af bóluefni gegn kórónuveirunni hafi áhrif á vilja þjóðarinnar til að láta bólusetja sig. Miklu máli skipti fyrir samfélagið allt að bólusetning verði almenn. 5. janúar 2021 12:51 Mikilvægt að fá skýringar á andlátum fyrir næsta skammt af bóluefni Fjögur andlát hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna mögulegra tengsla við bólusetningu við Covid-19. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fá betri mynd af því hvort andlátin megi rekja til bólusetningar áður en seinni skammtur efnisins verður gefinn. 5. janúar 2021 11:58 Jafnvel von á meira bóluefni fyrr en búist var við Sóttvarnalæknir telur að vonast megi til þess að meira bóluefni berist til landsins fyrr en talið hefur verið til þessa. Þá sé „mjög óráðlegt“ að hans mati að gefa bóluefni á annan máta en framleiðendur og rannsóknir mæla með, til dæmis í hálfum skömmtum. 4. janúar 2021 12:30 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Sjá meira
Hefur ekki áhyggjur af því að tilkynningarnar fæli fólk frá bólusetningu Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ekki áhyggjur af því að tilkynningar um hugsanlegar aukaverkanir af bóluefni gegn kórónuveirunni hafi áhrif á vilja þjóðarinnar til að láta bólusetja sig. Miklu máli skipti fyrir samfélagið allt að bólusetning verði almenn. 5. janúar 2021 12:51
Mikilvægt að fá skýringar á andlátum fyrir næsta skammt af bóluefni Fjögur andlát hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna mögulegra tengsla við bólusetningu við Covid-19. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fá betri mynd af því hvort andlátin megi rekja til bólusetningar áður en seinni skammtur efnisins verður gefinn. 5. janúar 2021 11:58
Jafnvel von á meira bóluefni fyrr en búist var við Sóttvarnalæknir telur að vonast megi til þess að meira bóluefni berist til landsins fyrr en talið hefur verið til þessa. Þá sé „mjög óráðlegt“ að hans mati að gefa bóluefni á annan máta en framleiðendur og rannsóknir mæla með, til dæmis í hálfum skömmtum. 4. janúar 2021 12:30