Fótbolti

Arf­taki Heimis í Fær­eyjum næsti þjálfari Kjartans og Ágústar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kjartan Henry Finnbogason í síðasta leiknum gegn Bröndby fyrir jólafrí.
Kjartan Henry Finnbogason í síðasta leiknum gegn Bröndby fyrir jólafrí. Ronborg/Getty

Jens Berthel Askou hefur verið ráðinn þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Horsens. Með liðinu leika þeir Ágúst Eðvald Hlynsson og Kjartan Henry Finnbogason.

Jens Berthel Askou var á síðustu leiktíð þjálfari HB í Færeyjum en hann tók við liðinu af Heimi Guðjónssyni sem hafði stýrt liðinu í tvö ár.

Jens Berthel varð bæði deildar- og bikarmeistari í Færeyjum en þar á undan þjálfaði hann meðal annars Vendsyssel.

Þar hafði hann einnig Íslending undir hans vængjum en Jón Dagur Þorsteinsson var þar á láni frá Fulham.

Horsens er í næst neðsta sæti deildarinnar með sex stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×