Áætlað er að nota bóluefnið sem eins konara varaskeifu, ef ekki verður hægt að tryggja nægan fjölda skammta bóluefnis sem lyfjafyrirtækið AstraZeneca og Oxford-háskóli hafa þróað.
Frá þessu greinir fréttastofa Reuters, og segir jafnframt að lítið sé vitað um virkni og öryggi bóluefnisins. Bharat Biotech, fyrirtækið sem þróaði bóluefnið, kveðst þó hafa lagt fram öll sín gögn þegar sótt var um leyfi til lyfjaeftirlits Indlands.
Þá Bharat Biotech tilkynnt að um 300 milljónir skammta af bóluefninu verði framleiddir en vonast er til að hægt verði að hefja notkun þess á fyrri helmingi þessa árs. Tæplega 1,4 milljarðar manna búa í Indlandi.