Emil segir frá þessu í viðtali við 433.is á Gamlársdag.
Eftir að hafa hjálpað liðinu upp úr norsku B-deildinni á síðustu leiktíð var Emil í stóru hlutverki hjá Sandefjord á nýafstaðinni leiktíð þar sem liðið kom mörgum á óvart og hélt sæti sínu örugglega meðal þeirra bestu en Sandefjord hafnaði í 11.sæti norsku úrvalsdeildarinnar.
Sandefjord gerði í kjölfarið breytingar á þjálfarateymi félagsins og segir Emil þetta vera góðan tímapunkt fyrir sig að prófa eitthvað nýtt.
Emil er 27 ára gamall og á einn A-landsleik að baki fyrir Íslands hönd en hann lék stórt hlutverk fyrir FH hér á landi áður en hann hélt í atvinnumennsku til Noregs en einnig hefur hann spilað fyrir uppeldisfélag sitt, BÍ/Bolungarvík (heitir nú Vestri), og Fjölni hér á landi.