Afmælisfögnuði LungA frestað fram á næsta ár Atli Ísleifsson skrifar 5. maí 2020 13:59 Listahátíðin LungA hefur verið haldin á Seyðisfirði síðustu ár, en halda átti upp á tuttugu ára afmæli hátíðarinnar í ár. Vísir/Vilhelm Listahátíðinni LungA á Austurlandi sem átti að fara fram í júlí hefur verið aflýst vegna kórónuveirunnar. Í tilkynningu segir að á erfiðum tímum þurfi að taka erfiðar ákvarðanir og hafi því verið ákveðið að fresta 20 ára afmælisfögnuði hátíðarinnar til 10. til 18. júlí 2021. Þetta þýðir að listasmiðjum og stórtónleikum LungA 2020 hefur verið aflýst. „Ástæðan er einföld, við getum ekki borið ábyrgð á því að stefna jafn mörgum saman og vanalega sækja hátíðina heim. Þó Covid 19 hafi ekki enn komið upp á Seyðisfirði viljum við ekki hætta á slíkt með því að stefna saman stórum hópi í nafni listarinnar. Þar fyrir utan getum við hvorki boðið upp á gistingu né listasmiðjur svo að það sé fjárhagslega sjálfbært á meðan að 2 metra regluna nýtur við. Við vitum auðvitað ekki að svo stöddu hvort fjöldatakmörkunum og 2 metra reglan verði enn í gildi um miðjan júlí, en við getum ekki haldið listamönnum og byrgjum í óvissu mikið lengur, auk þess sem að fjártapið yrði okkur endanlega að falli ef við þyrftum að aflýsa á síðustu stundu, nógu þungur er róðurinn. Við munum þó reyna eftir fremsta megni að þjóna listinni og halda minni viðburði í júlí mánuði fyrir Seyðfirðinga og gesti bæjarins. Þar fyrir utan munum nýta okkur möguleikana sem að internetið býður uppá og erum að skipuleggja opið gallerí á veraldarvefnum. Auk þess munum við gefa út 20 ára afmælisbók LungA og afmælisvarning sem hægt verður að kaupa í væntanlegri vefverslun hátíðarinnar. Þeir sem hafa nú þegar keypt miða á hátíðina geta fengið endurgreitt eða fært miðann yfir á næsta ár ef haft er samband við tix.is. Eðli málsins samkvæmt er þetta gríðarlegt áfall fyrir okkur, enda mikil vinna og tilhlökkun að baki, en í ljósi aðstæðna bregðumst við þessari fordæmalausri stöðu og snúum aftur tvíelfd á næsta ári,“ segir í tilkynningunni. Menning Seyðisfjörður LungA Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Sjá meira
Listahátíðinni LungA á Austurlandi sem átti að fara fram í júlí hefur verið aflýst vegna kórónuveirunnar. Í tilkynningu segir að á erfiðum tímum þurfi að taka erfiðar ákvarðanir og hafi því verið ákveðið að fresta 20 ára afmælisfögnuði hátíðarinnar til 10. til 18. júlí 2021. Þetta þýðir að listasmiðjum og stórtónleikum LungA 2020 hefur verið aflýst. „Ástæðan er einföld, við getum ekki borið ábyrgð á því að stefna jafn mörgum saman og vanalega sækja hátíðina heim. Þó Covid 19 hafi ekki enn komið upp á Seyðisfirði viljum við ekki hætta á slíkt með því að stefna saman stórum hópi í nafni listarinnar. Þar fyrir utan getum við hvorki boðið upp á gistingu né listasmiðjur svo að það sé fjárhagslega sjálfbært á meðan að 2 metra regluna nýtur við. Við vitum auðvitað ekki að svo stöddu hvort fjöldatakmörkunum og 2 metra reglan verði enn í gildi um miðjan júlí, en við getum ekki haldið listamönnum og byrgjum í óvissu mikið lengur, auk þess sem að fjártapið yrði okkur endanlega að falli ef við þyrftum að aflýsa á síðustu stundu, nógu þungur er róðurinn. Við munum þó reyna eftir fremsta megni að þjóna listinni og halda minni viðburði í júlí mánuði fyrir Seyðfirðinga og gesti bæjarins. Þar fyrir utan munum nýta okkur möguleikana sem að internetið býður uppá og erum að skipuleggja opið gallerí á veraldarvefnum. Auk þess munum við gefa út 20 ára afmælisbók LungA og afmælisvarning sem hægt verður að kaupa í væntanlegri vefverslun hátíðarinnar. Þeir sem hafa nú þegar keypt miða á hátíðina geta fengið endurgreitt eða fært miðann yfir á næsta ár ef haft er samband við tix.is. Eðli málsins samkvæmt er þetta gríðarlegt áfall fyrir okkur, enda mikil vinna og tilhlökkun að baki, en í ljósi aðstæðna bregðumst við þessari fordæmalausri stöðu og snúum aftur tvíelfd á næsta ári,“ segir í tilkynningunni.
Menning Seyðisfjörður LungA Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Sjá meira