Lúsmýið kemur í júní: „Ómögulegt að fara planleggja einhverjar ferðir til að forðast skordýrabit“ Birgir Olgeirsson skrifar 4. maí 2020 12:10 Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði. Útbreiðsla lúsmýs hér á landi hefur verið geysilega hröð undanfarin ár að sögn líffræðiprófessors og ekkert sem bendir til annars en sú þróun haldi áfram í ár. Hann segir vonlaust að ætla að skipuleggja ferðalög til að forðast lúsmý. Lúsmýið er með aðalútbreiðslu í Norðurárdal í Borgarfirði og suður og austur um land í Fljótshlíð. Það fannst einnig í Kjarnaskógi í Eyjafirði í fyrra. „Það eru bara nokkur ár síðan lúsmý fannst við Meðalfellsvatn, það var í fyrsta skiptið, síðan hefur það breiðst út mjög hratt, það hefur borist í norður eina þrjátíu kílómetra og í austur eina 100 kílómetra bara á fimm árum. Þannig að þetta er geysilega hröð útbreiðsla sem verður á mýinu,“ segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands. Hann segir að mýið farið að láta á sér kræla í júní. Ef veður verður stillt megi búast við að hún láti til skara skríða. Mýið geti ekki flogið í vindi, en haldist veðrið stillt leiki hún lausum hala. „Það mun á næstu áratugum verða komið um allt land, nema kannski hálendið, veit ekki hvort það þoli þá kulda sem eru þar,“ segir Gísli. Hann segir marga venjast þessum bitum og lítið við þeim að gera. Hann sjálfur lætur ekki lúsmýið stoppa sig við að ferðast um Ísland. „Nei, þá yrði maður bara að loka sig inni. Fólk er ekki öruggt í Reykjavík. Þar var fólk bitið um alla borg í góðu og stilltu veðri í fyrra. Lúsmýið náði austan úr Selás og alla leið í Vesturbæinn. Það er ómögulegt að fara planleggja einhverjar ferðir til að forðast skordýrabit,“ segir Gísli. Hann segir næsta víst að lúsmýið verði á þeim svæðum í ár þar sem það var í fyrra. Ferðamennska á Íslandi Lúsmý Skordýr Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Útbreiðsla lúsmýs hér á landi hefur verið geysilega hröð undanfarin ár að sögn líffræðiprófessors og ekkert sem bendir til annars en sú þróun haldi áfram í ár. Hann segir vonlaust að ætla að skipuleggja ferðalög til að forðast lúsmý. Lúsmýið er með aðalútbreiðslu í Norðurárdal í Borgarfirði og suður og austur um land í Fljótshlíð. Það fannst einnig í Kjarnaskógi í Eyjafirði í fyrra. „Það eru bara nokkur ár síðan lúsmý fannst við Meðalfellsvatn, það var í fyrsta skiptið, síðan hefur það breiðst út mjög hratt, það hefur borist í norður eina þrjátíu kílómetra og í austur eina 100 kílómetra bara á fimm árum. Þannig að þetta er geysilega hröð útbreiðsla sem verður á mýinu,“ segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands. Hann segir að mýið farið að láta á sér kræla í júní. Ef veður verður stillt megi búast við að hún láti til skara skríða. Mýið geti ekki flogið í vindi, en haldist veðrið stillt leiki hún lausum hala. „Það mun á næstu áratugum verða komið um allt land, nema kannski hálendið, veit ekki hvort það þoli þá kulda sem eru þar,“ segir Gísli. Hann segir marga venjast þessum bitum og lítið við þeim að gera. Hann sjálfur lætur ekki lúsmýið stoppa sig við að ferðast um Ísland. „Nei, þá yrði maður bara að loka sig inni. Fólk er ekki öruggt í Reykjavík. Þar var fólk bitið um alla borg í góðu og stilltu veðri í fyrra. Lúsmýið náði austan úr Selás og alla leið í Vesturbæinn. Það er ómögulegt að fara planleggja einhverjar ferðir til að forðast skordýrabit,“ segir Gísli. Hann segir næsta víst að lúsmýið verði á þeim svæðum í ár þar sem það var í fyrra.
Ferðamennska á Íslandi Lúsmý Skordýr Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira