Nýjustu reglurnar líklega afnumdar fyrst Sylvía Hall skrifar 2. apríl 2020 18:55 Víðir Reynisson, yfirlögreguþjónn, á upplýsingafundi almannavarna. Lögreglan Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir það vera í skoðun hvernig væri best að aflétta samkomubanninu þegar að því kemur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra í dag að samkomubanni yrði aflétt mánudaginn 4. maí. Sjá einnig: Samkomubann verður til 4. maí Að sögn Víðis yrði slíkt gert í skrefum og þyrfti að skoða nánar hvernig það yrði útfært. Það er í samræmi við fyrri yfirlýsingar sóttvarnalæknis, en Víðir segir líklegast að því yrði aflétt í öfugri röð, það er að nýjustu reglurnar yrðu afnumdar fyrst. Líkamsræktarstöðvar, hárgreiðslustofur og sundlaugar voru á meðal þeirra staða sem var lokað þegar samkomubannið var hert og myndu þeir því líklega opna fyrst þegar farið væri að aflétta samkomubanninu. Ekki er vitað hvernig skólastarf yrði útfært, ef samkomubanninu yrði aflétt. „Það er mjög erfitt að segja. Það var með því fyrsta sem við settum á og við höfum verið í samskiptum við menntamálaráðuneytið um það og það er verið að skoða hvernig hægt er að ljúka skólastarfi og reyna að gera áætlanir um það, hvort sem það verður með núverandi ástandi eða með einhverjum breytingum, það er erfitt að segja í augnablikinu,“ segir Víðir. Þá segir Víðir fólk vera hvatt til þess að vera heima um páskana. Það myndi auka álag á heilsugæslustöðvar landsins ef fólk færi að flykkjast út á land í núverandi ástandi því sé best að halda sig heima. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aðgerðir hertar á norðanverðum Vestfjörðum Aðgerðastjórn Almannavarna á Vestfjörðum hefur ákveðið að bregðast við kórónuveirusmitum í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði með hertum aðgerðum. 1. apríl 2020 18:41 Ferðalög um páskana gætu sett enn meira álag á heilbrigðiskerfið Almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegará þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki stendur þó til að herða á samkomubanni sem nú er í gildi yfir páskana. 31. mars 2020 14:54 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir það vera í skoðun hvernig væri best að aflétta samkomubanninu þegar að því kemur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra í dag að samkomubanni yrði aflétt mánudaginn 4. maí. Sjá einnig: Samkomubann verður til 4. maí Að sögn Víðis yrði slíkt gert í skrefum og þyrfti að skoða nánar hvernig það yrði útfært. Það er í samræmi við fyrri yfirlýsingar sóttvarnalæknis, en Víðir segir líklegast að því yrði aflétt í öfugri röð, það er að nýjustu reglurnar yrðu afnumdar fyrst. Líkamsræktarstöðvar, hárgreiðslustofur og sundlaugar voru á meðal þeirra staða sem var lokað þegar samkomubannið var hert og myndu þeir því líklega opna fyrst þegar farið væri að aflétta samkomubanninu. Ekki er vitað hvernig skólastarf yrði útfært, ef samkomubanninu yrði aflétt. „Það er mjög erfitt að segja. Það var með því fyrsta sem við settum á og við höfum verið í samskiptum við menntamálaráðuneytið um það og það er verið að skoða hvernig hægt er að ljúka skólastarfi og reyna að gera áætlanir um það, hvort sem það verður með núverandi ástandi eða með einhverjum breytingum, það er erfitt að segja í augnablikinu,“ segir Víðir. Þá segir Víðir fólk vera hvatt til þess að vera heima um páskana. Það myndi auka álag á heilsugæslustöðvar landsins ef fólk færi að flykkjast út á land í núverandi ástandi því sé best að halda sig heima.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aðgerðir hertar á norðanverðum Vestfjörðum Aðgerðastjórn Almannavarna á Vestfjörðum hefur ákveðið að bregðast við kórónuveirusmitum í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði með hertum aðgerðum. 1. apríl 2020 18:41 Ferðalög um páskana gætu sett enn meira álag á heilbrigðiskerfið Almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegará þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki stendur þó til að herða á samkomubanni sem nú er í gildi yfir páskana. 31. mars 2020 14:54 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Aðgerðir hertar á norðanverðum Vestfjörðum Aðgerðastjórn Almannavarna á Vestfjörðum hefur ákveðið að bregðast við kórónuveirusmitum í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði með hertum aðgerðum. 1. apríl 2020 18:41
Ferðalög um páskana gætu sett enn meira álag á heilbrigðiskerfið Almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegará þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki stendur þó til að herða á samkomubanni sem nú er í gildi yfir páskana. 31. mars 2020 14:54