Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar

Skjólstæðingur á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi hefur greinst með kórónuveiruna. Þetta staðfestir sóttvarnalæknir en grunur kom upp um smitið í gær og var konan þá flutt af hjúkrunarheimilinu á Landspítalann.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Vonir standa til að hægt verði að opna sundlaugar og líkamsræktarstöðvar síðar í mánuðinum. Yfirlögregluþjónn segir sundlaugar landsins skipta miklu máli þegar kemur að endurhæfingu og lýðheilsu landsmanna. Fjallað verður nánar um málið.

Einnig verður rætt við formann Neytendasamtakanna um fjölda kvartana sem nú berast vegna mála er tengjast áhrifum kórónuveirunnar. Útskriftarnemar telja ferðaskrifstofur er neita að endurgreiða ferðir brjóta á réttindum sínum.

Þá förum við á Þingvelli og í Mývatnssveit í fréttatímanum og verðum í beinni útsendingu frá Akranesi, þar sem grásleppuveiðimenn eru ósáttir við að stöðva eigi veiðar á miðnætti.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×