Vin Diesel á tómum tanki Heiðar Sumarliðason skrifar 4. apríl 2020 12:17 Vin Diesel ógnandi að vanda. Kvikmyndin Bloodshot er byggð á samnefndum teiknimyndasögum frá Valiant Comics. Hún fjallar um hermann (Vin Diesel) sem vaknar úr dái og kemst að því að það er ekki aðeins búið að drepa konuna hans, heldur er líka búið að drepa hann sjálfan. Vísindamaðurinn Dr. Emil Harting (Guy Pearce) hefur hinsvegar notað nýjustu nanótækni til að vekja hann til lífsins. Hann hefur gert hann að ofurmenni á við T-1000 úr Terminator 2, þannig að í hvert skipti sem hann meiðist fara nanóbottar af stað til að gera að sárum hans, sem gróa á augabragði. Hermaðurinn, sem ég kýs að kalla bara Bloodshot, ákveður síðan upp á eigin spýtur að hefna dauða konu sinnar, en það er einmitt þá sem sagan flækist. T-1000 úr Terminator 2 er næsti bær við Bloodshot. Bútasaumkvikmynd Sony hugsuðu sér sjálfsagt gott til glóðarinnar þegar þeir festu kaup á kvikmyndaréttinum að Bloodshot og vonuðust til að vera með næstu stóru ofurhetjumyndaseríuna í höndunum. Ýmislegt hefur farið úrskeiðis á þeirri vegferð og þá er ég ekki aðeins að tala um COVID-krísuna, sem skall á nokkrum dögum eftir að myndin kom í kvikmyndahús (vegna þessa er nú hægt að sjá hana á Leigunni, töluvert fyrr en áætlað var). COVID-19 er hinsvegar aðeins einn af fjölmörgum hlutum sem plaga kvikmyndina Bloodshot. Það er í raun einfaldara að telja upp það sem plagar hana ekki: Hún lítur hörkuvel út - þar með er það upptalið. Helsti vandinn sem steðjar að Bloodshot er að hún er ekki sértæk á neinn máta. Það er ekkert við hana sem er hennar eigið. Hún er eins og skrímsli Frankensteins, saumuð saman úr bútum héðan og þaðan, og úr verður einhver óskapnaður. Hér er boðið upp á gommu af Universal Soldier, svolítið af The Matrix, dass af Terminator, skvettu af John Wick (eða, hvaða hefndarmynd sem er), klípu af Avengers og svo mörg tonn af hveiti (þið sem hafa séð myndina vitið hvað ég á við). Pillsbury-drengurinn Vin Diesel í hveitiþoku. Barna- og unglingamynd Reyndar fölnar eftiröpunarvandi hennar í samanburði við þau handritsvandamál sem að henni steðja. Höfundarnir lenda í um það bil öllum þeim gildrum sem hægt er að lenda í. Fyrstu þrjátíu mínútur myndarinnar, sem fara í kynningu aðstæðna og uppsetningu yfirvofandi framvindu, eru óáhugaverðar og langdregnar. Einnig er farið of geyst með kynninguna á persónu Vin Diesel, því nær áhorfandinn ekki að bindast henni á neinn máta. Reyndar skýrist þessi snubbótta kynning síðar, þegar flétta myndarinnar hefst. Vandinn er hinsvegar sá að fléttan grefur algerlega undan þeim veika grunni sem persóna hans er reist á og eftir verður aðalkarakter sem er tómt hylki og því engin ástæða til að halda með honum. Hér sannast að sama hve mikið af sprengingum og flottum bardögum í skýjakljúfum eru matreiddir ofan í okkur, þá skiptir sjónarspilið áhorfandann engu máli ef persónusköpunin er slöpp. Hér gefur að líta aðalpersónu myndarinnar í sinni upprunalega mynd, í teiknimyndasöguformi. Leikararnir gera sitt besta Eins og áður sagði leikur Vin Diesel aðalhlutverkið og verður vart undan honum kvartað. Hann er orðinn eins og fyrirrennarar hans Stallone og Schwarzenegger, mætir á svæðið, gerir sitt, á sama máta og síðast og allir glaðir. Meðal annarra leikara eru Guy Pearce (Mike úr Nágrönnum), Lamorne Morris (Winston úr New Girl) og Jóhannes Haukur Jóhannesson (Marteinn úr Marteini). Það er svo sem lítið um frammistöðu félaganna Guy og Jóhannesar að segja, þeir gera sitt besta við efnið sem er á boðstólnum. Mér þótti þó Lamorne fáránlegt val í hlutverk tölvusénísins Wigans og býður hann upp á einhvern versta cockney-hreim bandarísks leikara síðan Dick Van Dyke lék sótarann Bert í Mary Poppins. Jóhannes Haukur Jóhannesson leikur í myndinni, en íslenskir áhorfendur ættu að kannst við hann úr sjónvarpsþáttunum um Martein. Miðað við enda myndarinnar er ljóst að framleiðendurnir töldu sig vera með kvikmyndaseríu í höndunum, en vegna slælegrar aðsóknar og lélegra dóma gagnrýnenda og áhorfenda eru litlar líkur á að svo verði. Vonandi verður okkur því hlíft við meiri Bloodshot (og hveiti) í framtíðinni. Niðurstaða Tvær stjörnur. Vin og félagar reyna sitt besta, en Bloodshot er því miður ekki upp á marga fiska. Hún er jafn tóm og aðalpersónan, og lífvana eftir því. Hægt er að kaupa myndina á Leigunni. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Kvikmyndin Bloodshot er byggð á samnefndum teiknimyndasögum frá Valiant Comics. Hún fjallar um hermann (Vin Diesel) sem vaknar úr dái og kemst að því að það er ekki aðeins búið að drepa konuna hans, heldur er líka búið að drepa hann sjálfan. Vísindamaðurinn Dr. Emil Harting (Guy Pearce) hefur hinsvegar notað nýjustu nanótækni til að vekja hann til lífsins. Hann hefur gert hann að ofurmenni á við T-1000 úr Terminator 2, þannig að í hvert skipti sem hann meiðist fara nanóbottar af stað til að gera að sárum hans, sem gróa á augabragði. Hermaðurinn, sem ég kýs að kalla bara Bloodshot, ákveður síðan upp á eigin spýtur að hefna dauða konu sinnar, en það er einmitt þá sem sagan flækist. T-1000 úr Terminator 2 er næsti bær við Bloodshot. Bútasaumkvikmynd Sony hugsuðu sér sjálfsagt gott til glóðarinnar þegar þeir festu kaup á kvikmyndaréttinum að Bloodshot og vonuðust til að vera með næstu stóru ofurhetjumyndaseríuna í höndunum. Ýmislegt hefur farið úrskeiðis á þeirri vegferð og þá er ég ekki aðeins að tala um COVID-krísuna, sem skall á nokkrum dögum eftir að myndin kom í kvikmyndahús (vegna þessa er nú hægt að sjá hana á Leigunni, töluvert fyrr en áætlað var). COVID-19 er hinsvegar aðeins einn af fjölmörgum hlutum sem plaga kvikmyndina Bloodshot. Það er í raun einfaldara að telja upp það sem plagar hana ekki: Hún lítur hörkuvel út - þar með er það upptalið. Helsti vandinn sem steðjar að Bloodshot er að hún er ekki sértæk á neinn máta. Það er ekkert við hana sem er hennar eigið. Hún er eins og skrímsli Frankensteins, saumuð saman úr bútum héðan og þaðan, og úr verður einhver óskapnaður. Hér er boðið upp á gommu af Universal Soldier, svolítið af The Matrix, dass af Terminator, skvettu af John Wick (eða, hvaða hefndarmynd sem er), klípu af Avengers og svo mörg tonn af hveiti (þið sem hafa séð myndina vitið hvað ég á við). Pillsbury-drengurinn Vin Diesel í hveitiþoku. Barna- og unglingamynd Reyndar fölnar eftiröpunarvandi hennar í samanburði við þau handritsvandamál sem að henni steðja. Höfundarnir lenda í um það bil öllum þeim gildrum sem hægt er að lenda í. Fyrstu þrjátíu mínútur myndarinnar, sem fara í kynningu aðstæðna og uppsetningu yfirvofandi framvindu, eru óáhugaverðar og langdregnar. Einnig er farið of geyst með kynninguna á persónu Vin Diesel, því nær áhorfandinn ekki að bindast henni á neinn máta. Reyndar skýrist þessi snubbótta kynning síðar, þegar flétta myndarinnar hefst. Vandinn er hinsvegar sá að fléttan grefur algerlega undan þeim veika grunni sem persóna hans er reist á og eftir verður aðalkarakter sem er tómt hylki og því engin ástæða til að halda með honum. Hér sannast að sama hve mikið af sprengingum og flottum bardögum í skýjakljúfum eru matreiddir ofan í okkur, þá skiptir sjónarspilið áhorfandann engu máli ef persónusköpunin er slöpp. Hér gefur að líta aðalpersónu myndarinnar í sinni upprunalega mynd, í teiknimyndasöguformi. Leikararnir gera sitt besta Eins og áður sagði leikur Vin Diesel aðalhlutverkið og verður vart undan honum kvartað. Hann er orðinn eins og fyrirrennarar hans Stallone og Schwarzenegger, mætir á svæðið, gerir sitt, á sama máta og síðast og allir glaðir. Meðal annarra leikara eru Guy Pearce (Mike úr Nágrönnum), Lamorne Morris (Winston úr New Girl) og Jóhannes Haukur Jóhannesson (Marteinn úr Marteini). Það er svo sem lítið um frammistöðu félaganna Guy og Jóhannesar að segja, þeir gera sitt besta við efnið sem er á boðstólnum. Mér þótti þó Lamorne fáránlegt val í hlutverk tölvusénísins Wigans og býður hann upp á einhvern versta cockney-hreim bandarísks leikara síðan Dick Van Dyke lék sótarann Bert í Mary Poppins. Jóhannes Haukur Jóhannesson leikur í myndinni, en íslenskir áhorfendur ættu að kannst við hann úr sjónvarpsþáttunum um Martein. Miðað við enda myndarinnar er ljóst að framleiðendurnir töldu sig vera með kvikmyndaseríu í höndunum, en vegna slælegrar aðsóknar og lélegra dóma gagnrýnenda og áhorfenda eru litlar líkur á að svo verði. Vonandi verður okkur því hlíft við meiri Bloodshot (og hveiti) í framtíðinni. Niðurstaða Tvær stjörnur. Vin og félagar reyna sitt besta, en Bloodshot er því miður ekki upp á marga fiska. Hún er jafn tóm og aðalpersónan, og lífvana eftir því. Hægt er að kaupa myndina á Leigunni.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira