Lyon tilbúið að áfrýja og vill mörghundruð milljóna bætur Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2020 19:30 Moussa Dembele og félagar náðu ekki Evrópusæti, miðað við forsendurnar sem franska deildin gaf sér. VÍSIR/GETTY Ekki eru allir á eitt sáttir með þá ákvörðun frönsku 1. deildarinnar í fótbolta að ljúka tímabilinu og láta meðalstigafjölda í leik á leiktíðinni ráða lokastöðu liðanna. Forráðamenn Lyon hafa sagt að þeir gætu áfrýjað niðurstöðunni en hún bitnar illa á félaginu. Með því að notast við meðalstigafjölda í leikjum vetrarins endar Lyon nefnilega í 7. sæti og missir af sæti í Evrópukeppni í fyrsta sinn síðan árið 1996. Í yfirlýsingu frá Lyon segir að félagið áskilji sér rétt til að kæra niðurstöðuna og sækja sér skaðabætur, og að áætlaður tekjumissir félagsins nemi fleiri tugum milljóna evra vegna niðurstöðunnar, eða mörghundruð milljónum króna. Til greina kom að láta stöðuna eftir 27 umferðir ráða, en þá hefði Lyon verið í Evrópusæti. Lyon hafði einnig stungið upp á því að reynt yrði að ljúka mótinu með úrslitakeppni eða með öðrum hætti, en lokað hefur verið fyrir íþróttakeppnir í Frakklandi í sumar vegna kórónuveirufaraldursins. „Það má vera að það verði eitthvað um áfrýjanir en ákvarðanir okkar byggja á traustum grunni,“ sagði Didier Quillot, framkvæmdastjóri frönsku deildarinnar. Franski boltinn Tengdar fréttir Neymar og félagar sófameistarar Þriðja árið í röð er Paris Saint-Germain franskur meistari. 30. apríl 2020 15:50 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira
Ekki eru allir á eitt sáttir með þá ákvörðun frönsku 1. deildarinnar í fótbolta að ljúka tímabilinu og láta meðalstigafjölda í leik á leiktíðinni ráða lokastöðu liðanna. Forráðamenn Lyon hafa sagt að þeir gætu áfrýjað niðurstöðunni en hún bitnar illa á félaginu. Með því að notast við meðalstigafjölda í leikjum vetrarins endar Lyon nefnilega í 7. sæti og missir af sæti í Evrópukeppni í fyrsta sinn síðan árið 1996. Í yfirlýsingu frá Lyon segir að félagið áskilji sér rétt til að kæra niðurstöðuna og sækja sér skaðabætur, og að áætlaður tekjumissir félagsins nemi fleiri tugum milljóna evra vegna niðurstöðunnar, eða mörghundruð milljónum króna. Til greina kom að láta stöðuna eftir 27 umferðir ráða, en þá hefði Lyon verið í Evrópusæti. Lyon hafði einnig stungið upp á því að reynt yrði að ljúka mótinu með úrslitakeppni eða með öðrum hætti, en lokað hefur verið fyrir íþróttakeppnir í Frakklandi í sumar vegna kórónuveirufaraldursins. „Það má vera að það verði eitthvað um áfrýjanir en ákvarðanir okkar byggja á traustum grunni,“ sagði Didier Quillot, framkvæmdastjóri frönsku deildarinnar.
Franski boltinn Tengdar fréttir Neymar og félagar sófameistarar Þriðja árið í röð er Paris Saint-Germain franskur meistari. 30. apríl 2020 15:50 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira
Neymar og félagar sófameistarar Þriðja árið í röð er Paris Saint-Germain franskur meistari. 30. apríl 2020 15:50