Samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá verður franska fótboltadeildin sú fyrsta af þeim stóru fimm sem tekur þá ákvörðun að gefast upp í baráttunni við kórónuveiruna.
2019-20 tímabilið í Ligue 1 í Frakklandi verður aldrei klárað eftir að franska knattspyrnusambandið tók þá ákvörðun í dag að aflýsa keppni í tveimur efstu deildunum.
Þetta segir franski blaðamaðurinn Bertrand Latour á Twitter síðu sinni en hann starfar hjá hinu virta blaði L'Equipe.
Info : Pour Ligue 1 et Ligue 2, saisons terminées. Reprise possible en août pour l édition 2020-2021.
— Bertrand Latour (@LatourBertrand) April 28, 2020
Franska deildin er ein af þeim fimm stóru í Evrópu en deildirnar í Englandi, í Þýskalandi, á Spáni og á Ítalíu eru enn að reyna að leita leiða til að klára tímabilið.
Edouard Philippe, forsætisráðherra Frakka, mun væntanlega tilkynna það í dag að engir íþróttaviðburðir verðir leyfðir í landinu fyrir 1. ágúst en Frakkar hafa farið illa út í baráttunni við kórónuveiruna.
Franska knattspyrnusambandið var að vonast til að geta hafið aftur leik 17. júní en þessar reglur stjórnvalda í Frakklandi munu koma í veg fyrir það.
Þetta þýðir því að tímabilið var flautað af og Frakkar ætla síðan að byrja upp á nýtt í ágúst og þá með 2020-21 tímabilið sitt.
French Prime Minister Edouard Philippe will today announce that the Ligue 1 & Ligue 2 2019-20 seasons are over, according to RMC
— Goal (@goal) April 28, 2020
It's reported that no professional football will take place in France before August pic.twitter.com/cLyeBObKSv