Stefnt að því að kynna frekari aðgerðir á morgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2020 23:41 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í Safnahúsinu í síðustu viku þegar aðgerðapakki tvö var kynntur. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin áformar að kynna frekari efnahagsaðgerðir á morgun, þriðjudag, til að koma til móts við þau fyrirtæki sem orðið hafa fyrir miklu tekjutapi vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt heimildum Vísis munu aðgerðirnar sérstaklega beinast að fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Þá má einnig búast við því að framhald svokallaðrar hlutabótaleiðar verði kynnt á morgun. Fyrst var greint frá málinu á vef Ríkisútvarpsins. Þar kemur fram að málin verði rædd á ríkisstjórnarfundi á morgun. Ferðaþjónustan hefur orðið fyrir algjöru tekjufalli vegna kórónuveirunnar enda eru nú miklar ferðatakmarkanir í gildi um allan heim. Fyrirtæki í greininni bundu miklar vonir við aðgerðapakka tvö sem stjórnvöld kynntu í liðinni viku en fjölmargir lýstu yfir vonbrigðum með pakkann. Meira þyrfti að koma til og þörf væri á sértækari aðgerðum fyrir ferðaþjónustuna. „Það var náttúrulega hreinlega ekki tekið á þeim málum sem við biðum eftir. En það má segja að það jákvæða er að menn eru að átta sig á því smám saman hvað þetta er stórt og þær aðgerðir sem voru til umræðu tóku ekki nægjanlegt tillit til þess. Þá er kannski ekkert óeðlilegt að menn þurfi aðeins lengri tíma. En það er afar mikilvægt að það komi einhverjar línur fyrir mánaðamót,“ sagði Kristófer Oliversson, formaður FHG - Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center hotels, til að mynda í samtali við Vísi í liðinni viku. Kallaði hann meðal annars eftir svörum frá stjórnvöldum fyrir komandi mánaðamót varðandi það hvert framhald hlutabótaleiðarinnar yrði en það úrræði rennur að óbreyttu út í lok maí. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Ríkisstjórnin áformar að kynna frekari efnahagsaðgerðir á morgun, þriðjudag, til að koma til móts við þau fyrirtæki sem orðið hafa fyrir miklu tekjutapi vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt heimildum Vísis munu aðgerðirnar sérstaklega beinast að fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Þá má einnig búast við því að framhald svokallaðrar hlutabótaleiðar verði kynnt á morgun. Fyrst var greint frá málinu á vef Ríkisútvarpsins. Þar kemur fram að málin verði rædd á ríkisstjórnarfundi á morgun. Ferðaþjónustan hefur orðið fyrir algjöru tekjufalli vegna kórónuveirunnar enda eru nú miklar ferðatakmarkanir í gildi um allan heim. Fyrirtæki í greininni bundu miklar vonir við aðgerðapakka tvö sem stjórnvöld kynntu í liðinni viku en fjölmargir lýstu yfir vonbrigðum með pakkann. Meira þyrfti að koma til og þörf væri á sértækari aðgerðum fyrir ferðaþjónustuna. „Það var náttúrulega hreinlega ekki tekið á þeim málum sem við biðum eftir. En það má segja að það jákvæða er að menn eru að átta sig á því smám saman hvað þetta er stórt og þær aðgerðir sem voru til umræðu tóku ekki nægjanlegt tillit til þess. Þá er kannski ekkert óeðlilegt að menn þurfi aðeins lengri tíma. En það er afar mikilvægt að það komi einhverjar línur fyrir mánaðamót,“ sagði Kristófer Oliversson, formaður FHG - Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center hotels, til að mynda í samtali við Vísi í liðinni viku. Kallaði hann meðal annars eftir svörum frá stjórnvöldum fyrir komandi mánaðamót varðandi það hvert framhald hlutabótaleiðarinnar yrði en það úrræði rennur að óbreyttu út í lok maí.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira