Fótbolti

„Yrði glæfralegt af mér að segja að fótboltinn muni snúa aftur fyrir sumarið“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi og félagar, sem og leikmenn Real Sociedad, munu kannski ekki fá að spila fótbolta fyrir sumarfrí.
Messi og félagar, sem og leikmenn Real Sociedad, munu kannski ekki fá að spila fótbolta fyrir sumarfrí. vísir/epa

Heilbrigðisráðherra Spánverja Salvador Illa segir ólíklegt að fótboltinn á Spáni muni fara að rúlla fyrir sumarið.

Ekki hefur verið spilaður neinn fótbolti á Spáni síðan 12. mars en útgöngubann ríkir í landinu en rúmlega 22 þúsund manns hafa látið lífið vegna kórónuveirunnar.

„Það yrði glæfralegt af mér að segja að fótboltinn muni snúa aftur fyrir sumarið,“ sagði Illa í samtali við fjölmiðla í gær.

Rætt hefur verið um að allir leikmenn verði prófaðir vegna kórónuveirunnar áður en boltinn fer að rúlla en nokkrir leikmenn hafa stigið fram og gagnrýnt þær hugmyndir.

Spænska deildin hafði ákveðið að byrja ekki aftur fyrr en í lok maí og sagði að Illa og félagar í heilbrigðisráðuneyti Spánverja myndu taka lokaákvörðun um framvindu spænska boltans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×