„Við ætlum ekki að skilja fólk eftir bara því það átti einhvern afmælisdag“ Sylvía Hall skrifar 1. apríl 2020 23:42 Þórunn Sveinbjörnsdóttir segir sjötíu ára viðmið vera skýra aldursmismunun. Vísir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir nokkur hundruð eldri borgara lenda í því að geta ekki nýtt sér hlutabótaúrræði ríkisstjórnarinnar. Úrræðið er í boði fyrir fólk á aldrinum 18 til 70 ára en þeir sem eru eldri en það og fara á skert starfshlutfall eiga ekki kost á því að nýta úrræðið. „Það er náttúrulega bara eins og við vitum að sjötíu ára regla er svo víða til. Við köllum hana bara aldursmismunun,“ sagði Þórunn í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Í gangi sé þingsályktunartillaga sem stefni að því að afnema sjötíu ára aldursmörk til starfa. „Við náttúrulega styðjum það, við höfum barist fyrir því lengi að afnema þetta því það eru svo markir frískir sem vilja vinna lengur. Það á ekki að merkja kennitöluna okkar þannig að við séum einhver annar hópur bara af því við eigum afmælisdag.“ Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar, sagði í dag að hún teldi rétt að tillit yrði tekið til þessa hóps. Hún hafi því sent póst á velferðarnefnd og óskað eftir stuðningi við breytingartillögu á þessu ákvæði, þar sem um skýrt réttlætismál væri að ræða. Þórunn segist fagna því mjög, enda sé um úrelt viðmið að ræða. Meðalaldur hafi farið hækkandi undanfarna áratugi og því beri að taka mið af því. „Fólk er bara frískara. Ég er ekki að segja að allir eigi endilega að vinna, það er bara hvers og eins að meta það.“ Hún segist vera vongóð um að þessu verði breytt. Það sé það eina í stöðunni, enda væri mikilvægt að standa saman og skilja ekki fólk eftir. „Ég á von á að þegar allir leggjast á eitt, að þá verði þessu keppt í liðinn – ég hef enga trú á öðru. Það er bara samkennd í samfélaginu og við ætlum ekki að skilja fólk eftir bara því það átti einhvern afmælisdag.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Kjaramál Reykjavík síðdegis Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Vill endurskoða lögin og hafa eldri en sjötíu ára með Formaður Velferðarnefndar hefur gert að tillögu sinni að lögum um hlutabætur verði breytt svo þau nái líka til fólks eldra en sjötíu ára. 1. apríl 2020 11:04 Tvöfalt fleiri umsóknir á einum mánuði en allt árið í fyrra Vinnumálastofnun bárust um 32.000 umsóknir um greiðslur í mars, um tvöfalt fleiri en allt árið í fyrra. Forstjóri stofnunarinnar segist aldrei hafa horft upp á annað eins og biður fólk um að hafa skilning á miklu álagi sem er á starfsmönnum hennar. 1. apríl 2020 15:29 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fleiri fréttir Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Sjá meira
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir nokkur hundruð eldri borgara lenda í því að geta ekki nýtt sér hlutabótaúrræði ríkisstjórnarinnar. Úrræðið er í boði fyrir fólk á aldrinum 18 til 70 ára en þeir sem eru eldri en það og fara á skert starfshlutfall eiga ekki kost á því að nýta úrræðið. „Það er náttúrulega bara eins og við vitum að sjötíu ára regla er svo víða til. Við köllum hana bara aldursmismunun,“ sagði Þórunn í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Í gangi sé þingsályktunartillaga sem stefni að því að afnema sjötíu ára aldursmörk til starfa. „Við náttúrulega styðjum það, við höfum barist fyrir því lengi að afnema þetta því það eru svo markir frískir sem vilja vinna lengur. Það á ekki að merkja kennitöluna okkar þannig að við séum einhver annar hópur bara af því við eigum afmælisdag.“ Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar, sagði í dag að hún teldi rétt að tillit yrði tekið til þessa hóps. Hún hafi því sent póst á velferðarnefnd og óskað eftir stuðningi við breytingartillögu á þessu ákvæði, þar sem um skýrt réttlætismál væri að ræða. Þórunn segist fagna því mjög, enda sé um úrelt viðmið að ræða. Meðalaldur hafi farið hækkandi undanfarna áratugi og því beri að taka mið af því. „Fólk er bara frískara. Ég er ekki að segja að allir eigi endilega að vinna, það er bara hvers og eins að meta það.“ Hún segist vera vongóð um að þessu verði breytt. Það sé það eina í stöðunni, enda væri mikilvægt að standa saman og skilja ekki fólk eftir. „Ég á von á að þegar allir leggjast á eitt, að þá verði þessu keppt í liðinn – ég hef enga trú á öðru. Það er bara samkennd í samfélaginu og við ætlum ekki að skilja fólk eftir bara því það átti einhvern afmælisdag.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Kjaramál Reykjavík síðdegis Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Vill endurskoða lögin og hafa eldri en sjötíu ára með Formaður Velferðarnefndar hefur gert að tillögu sinni að lögum um hlutabætur verði breytt svo þau nái líka til fólks eldra en sjötíu ára. 1. apríl 2020 11:04 Tvöfalt fleiri umsóknir á einum mánuði en allt árið í fyrra Vinnumálastofnun bárust um 32.000 umsóknir um greiðslur í mars, um tvöfalt fleiri en allt árið í fyrra. Forstjóri stofnunarinnar segist aldrei hafa horft upp á annað eins og biður fólk um að hafa skilning á miklu álagi sem er á starfsmönnum hennar. 1. apríl 2020 15:29 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fleiri fréttir Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Sjá meira
Vill endurskoða lögin og hafa eldri en sjötíu ára með Formaður Velferðarnefndar hefur gert að tillögu sinni að lögum um hlutabætur verði breytt svo þau nái líka til fólks eldra en sjötíu ára. 1. apríl 2020 11:04
Tvöfalt fleiri umsóknir á einum mánuði en allt árið í fyrra Vinnumálastofnun bárust um 32.000 umsóknir um greiðslur í mars, um tvöfalt fleiri en allt árið í fyrra. Forstjóri stofnunarinnar segist aldrei hafa horft upp á annað eins og biður fólk um að hafa skilning á miklu álagi sem er á starfsmönnum hennar. 1. apríl 2020 15:29