Telja að kviknað hafi í fjölbýlishúsi í Stokkhólmi vegna gáleysis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2020 08:08 Eldurinn kviknaði í Järfälla, norður af Stokkhólmi, í nótt. EPA/FREDRIK PERSSON Níu hæða fjölbýlishús brann í nótt í Järfälla, norður af Stokkhólmi. Slökkviliði barst tilkynning laust eftir miðnætti að staðartíma um brunann. Enn loga glæður í þaki hússins en slökkvilið hefur náð tökum á eldinum. Frá þessu er greint á vef sænska ríkisútvarpsins. Að sögn Tommy Wållberg, stjórnanda slökkviliðs á vettvangi, hefur slökkviliðið náð tökum á eldinum. „Það eru ennþá glóðir í þakinu en það er ekki lengur nein hætta á að eldurinn dreifi úr sér. Það er flókið að berjast við eldinn því hann er svo hátt uppi og þar af leiðandi erfitt að rífa niður þakið og svo framvegis,“ sagði hann í samtali við fréttamenn klukkan 6:20 í morgun. View this post on Instagram Flerfamiljshus brinner i Järfälla A post shared by Brottsplats Stockholm (@brottsplats_stockholm) on Apr 25, 2020 at 3:54pm PDT Eldurinn logaði í alla nótt og var hann að mestu í þakinu. Því var byrjað á að rýma aðeins íbúðir á efstu hæð en eftir því sem leið á nóttina var ákveðið að rýma húsið allt. Í húsinu búa 136. Fimmtíu slökkviliðsmenn voru á staðnum í nótt og sjúkrabílar tiltækir. Enn er ekki vitað hvort einhver hafi þurft að fá aðhlynningu á vettvangi. View this post on Instagram Redan under fredagen vid 21:33 larmades räddningstjänsten till Hammarvägen i Järfälla . Då slog hantverkare larm om att det brann i isoleringen på taket efter ett jobb. Brandkåren åkte dit och släckte den mindre branden. Lite mer än ett dygn senare inträffar det igen. Kl 00:27 den 26 April kom larmet igen. 50 brandmän och flera ambulanser är på plats. Det är oklart om någon är skadad. Först evakuerades de översta våningarna sedan fattades beslut om att evakuera hela byggnaden. #järfälla #brand A post shared by Brottsplats Stockholm (@brottsplats_stockholm) on Apr 25, 2020 at 5:55pm PDT Lögreglan hefur hafið rannsókn á tildrögum eldsins en lögreglan telur að hann hafi kviknað vegna gáleysis. „Ég get ekki útskýrt það nákvæmlega en við teljum að eldurinn hafi kviknað vegna gáleysis,“ sagði Andreas Dahlin, lögreglumaður á vettvangi. Svíþjóð Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Sjá meira
Níu hæða fjölbýlishús brann í nótt í Järfälla, norður af Stokkhólmi. Slökkviliði barst tilkynning laust eftir miðnætti að staðartíma um brunann. Enn loga glæður í þaki hússins en slökkvilið hefur náð tökum á eldinum. Frá þessu er greint á vef sænska ríkisútvarpsins. Að sögn Tommy Wållberg, stjórnanda slökkviliðs á vettvangi, hefur slökkviliðið náð tökum á eldinum. „Það eru ennþá glóðir í þakinu en það er ekki lengur nein hætta á að eldurinn dreifi úr sér. Það er flókið að berjast við eldinn því hann er svo hátt uppi og þar af leiðandi erfitt að rífa niður þakið og svo framvegis,“ sagði hann í samtali við fréttamenn klukkan 6:20 í morgun. View this post on Instagram Flerfamiljshus brinner i Järfälla A post shared by Brottsplats Stockholm (@brottsplats_stockholm) on Apr 25, 2020 at 3:54pm PDT Eldurinn logaði í alla nótt og var hann að mestu í þakinu. Því var byrjað á að rýma aðeins íbúðir á efstu hæð en eftir því sem leið á nóttina var ákveðið að rýma húsið allt. Í húsinu búa 136. Fimmtíu slökkviliðsmenn voru á staðnum í nótt og sjúkrabílar tiltækir. Enn er ekki vitað hvort einhver hafi þurft að fá aðhlynningu á vettvangi. View this post on Instagram Redan under fredagen vid 21:33 larmades räddningstjänsten till Hammarvägen i Järfälla . Då slog hantverkare larm om att det brann i isoleringen på taket efter ett jobb. Brandkåren åkte dit och släckte den mindre branden. Lite mer än ett dygn senare inträffar det igen. Kl 00:27 den 26 April kom larmet igen. 50 brandmän och flera ambulanser är på plats. Det är oklart om någon är skadad. Först evakuerades de översta våningarna sedan fattades beslut om att evakuera hela byggnaden. #järfälla #brand A post shared by Brottsplats Stockholm (@brottsplats_stockholm) on Apr 25, 2020 at 5:55pm PDT Lögreglan hefur hafið rannsókn á tildrögum eldsins en lögreglan telur að hann hafi kviknað vegna gáleysis. „Ég get ekki útskýrt það nákvæmlega en við teljum að eldurinn hafi kviknað vegna gáleysis,“ sagði Andreas Dahlin, lögreglumaður á vettvangi.
Svíþjóð Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum