Ásdís fær ekki að enda á stórmóti en vonast eftir því að bæta Íslandsmetið Anton Ingi Leifsson skrifar 25. apríl 2020 19:00 Ásdís Hjálmsdóttir. Getty/Ian Walton Frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir fær ekki að enda síðasta árið sitt á stórmóti því nú hefur bæði Ólympíuleikunum í Tókýó sem og EM 2020 verið frestað vegna kórónuveirunnar. Ásdís gaf það út að þetta yrði hennar síðasta tímabil og vonaðist hún til þess að fara á tvö stórmót áður en ferlinum lyki. Kórónuveiran hefur tekið það bæði af henni og hún segir þetta mikil vonbrigði. „Þetta eru gríðarlega mikil vonbrigði. Ég var að vonast til þess að fá að enda ferilinn á stórmóti. Nú er það komið í ljós að svo verður ekki. Þetta eru fyrst og fremst gífurleg vonbrigði þó að ég skilji þessa ákvörðun. Ég er fegin að hún kom svona snemma í stað þess að halda í vonina fram eftir sumri og fá svo að vita mánuði fyrir að það verður ekki. Þetta var betra svona,“ sagði Ásdís. „Ég er í mínu besta formi nokkurn tímann. Ég var úti í Suður-Afríku í æfingabúðum í mars og kastaði þar lengst kastið á ferlinum. Ég var orðin spennt fyrir þessu og að eiga gott tímabil og enda þannig en nú verður maður bara að endurhugsa stöðuna.“ „Ég mun ekki fara á Ólympíuleika né EM en það þýðir hins vegar ekki að ég geti ekki kastað langt. Maður verður að setja fókus á það sem maður getur stjórnað en ekki hinu.“ Hún stendur enn við ákvörðunina að hætta og segir að það standi enn til. „Ég stend við þá ákvörðun að hætta. Því miður þá verður þetta að enda á engu stórmóti og ekki í landsliðsbúninginn einu sinni. Eitt ár er langur tími. Ef þú fengir að fylgja mér í gegnum æfingar í eina viku þá myndirðu skilja þetta betur,“ en hver er þá markmiðin það sem eftir lifir síðasta frjálsíþróttaársins? „Ég vonast til þess að fá að keppa og náð þessum löngu köstum. Úr því sem komið er, þá er það besta sem ég get vonast eftir að bæta Íslandsmetið.“ Klippa: Sportpakkinn - Ásdís fer ekki á stórmót Frjálsar íþróttir Sportpakkinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Sjá meira
Frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir fær ekki að enda síðasta árið sitt á stórmóti því nú hefur bæði Ólympíuleikunum í Tókýó sem og EM 2020 verið frestað vegna kórónuveirunnar. Ásdís gaf það út að þetta yrði hennar síðasta tímabil og vonaðist hún til þess að fara á tvö stórmót áður en ferlinum lyki. Kórónuveiran hefur tekið það bæði af henni og hún segir þetta mikil vonbrigði. „Þetta eru gríðarlega mikil vonbrigði. Ég var að vonast til þess að fá að enda ferilinn á stórmóti. Nú er það komið í ljós að svo verður ekki. Þetta eru fyrst og fremst gífurleg vonbrigði þó að ég skilji þessa ákvörðun. Ég er fegin að hún kom svona snemma í stað þess að halda í vonina fram eftir sumri og fá svo að vita mánuði fyrir að það verður ekki. Þetta var betra svona,“ sagði Ásdís. „Ég er í mínu besta formi nokkurn tímann. Ég var úti í Suður-Afríku í æfingabúðum í mars og kastaði þar lengst kastið á ferlinum. Ég var orðin spennt fyrir þessu og að eiga gott tímabil og enda þannig en nú verður maður bara að endurhugsa stöðuna.“ „Ég mun ekki fara á Ólympíuleika né EM en það þýðir hins vegar ekki að ég geti ekki kastað langt. Maður verður að setja fókus á það sem maður getur stjórnað en ekki hinu.“ Hún stendur enn við ákvörðunina að hætta og segir að það standi enn til. „Ég stend við þá ákvörðun að hætta. Því miður þá verður þetta að enda á engu stórmóti og ekki í landsliðsbúninginn einu sinni. Eitt ár er langur tími. Ef þú fengir að fylgja mér í gegnum æfingar í eina viku þá myndirðu skilja þetta betur,“ en hver er þá markmiðin það sem eftir lifir síðasta frjálsíþróttaársins? „Ég vonast til þess að fá að keppa og náð þessum löngu köstum. Úr því sem komið er, þá er það besta sem ég get vonast eftir að bæta Íslandsmetið.“ Klippa: Sportpakkinn - Ásdís fer ekki á stórmót
Frjálsar íþróttir Sportpakkinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Sjá meira