Munum hrökkva lengi við þegar einhver hnerrar Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. apríl 2020 11:00 Hversu vel mun fólki líða innan um fjölmenni velta framtíðarfræðingar meðal annars fyrir sér. Vísir/Getty „Við munum hrökkva lengi við þegar einhver hnerrar“ segir einn af þremur framtíðarfræðingum í viðtali við vefsíðu Financial Times, Sifted, fyrir stuttu um áhrif kórónuveirunnar. Til samanburðar nefnir hann árásina á tvíburnaturnana í New York árið 2001 en í kjölfar hennar óttaðist margt fólk alla múslima í flugvélum lengi á eftir. Í umræddri grein velta framtíðarfræðingar fyrir sér þeim varanlegu áhrifum sem kórónuveiran mun hafa á atvinnulífið. Að þeirra mati verða þau bæði mikil og margvísleg. Það eigi reyndar einnig við um hið opinbera. Sem dæmi er heilbrigðiskerfið nefnt og því líkt við rekstur „start up“ fyrirtækja síðustu vikurnar. Samnýting upplýsinga og hraðar ákvarðanatökur hafa verið meðal einkenna. Því þurfi að velta þeirri spurningu upp hversu rétt er að fara aftur í sama horfið þegar faraldri lýkur. Þá kemur fram sú skoðun að þær raddir sem heyrst hafa síðustu misseri um að tilgangur reksturs feli meira í sér en að hámarka hagnað, muni gerast háværari og brýnni. Þeirri spurningu er einnig kastað fram hvort fyrirtæki eigi ekki eftir að draga úr kostnaði vegna ferðalaga nú þegar fjarfundarbúnaður hefur sýnt sig og sannað. Sömuleiðis er þeirri spurningu velt upp hvort rekstur kvikmyndahúsa, veitingastaða, leikvanga og fleiri muni breytast þar sem fólki mun finnast óþægilegt að vera innan um fjölmenni. Að panta sér mat heim og horfa á efnisveitur sé eitthvað sem fólk hafi tamið sér í auknum mæli síðustu vikurnar og sé komið upp á lagið með. Og hvað með allt eftirlit um heilsu og smit? Amazon hefur til dæmis tilkynnt það að starfsmenn þeirra í Evrópu séu hitamældir daglega. Velta menn því nú fyrir sér hvort þetta sé dæmi um það sem koma skal. Eitt nefnt atriði snýr að ráðningum og því spáð að fyrirtæki muni í auknum mæli treysta á verktaka og lausráðna starfsmenn. Þannig verði auðveldara að grípa til uppsagna eða fækkunar starfsfólks ef/þegar áfall ríður yfir. Eða að fastráða starfsfólk sem er líklegt til að styrkja sveigjanleika fyrirtækisins og þar með getu til að takast á við óvænt áföll. Þá kemur fram að þótt fyrirtæki séu nú upptekin við að teikna upp mismunandi sviðsmyndir til að ná tökum á rekstrinum næstu misseri, sé ekkert síður mikilvægt að fyrirtæki undirbúi sig vel undir næsta faraldur eða kreppu. Þar liggi nú þegar fyrir ýmsar sviðsmyndir og spár sem sýni jafnvel enn meira hrun en í kjölfar kórónufaraldurs. Vefsíðan Sifted bættist við í flóru Financial Times í janúar árið 2019 og sérhæfir sig í umfjöllun fyrrir frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtæki í Evrópu, þ.m.t. umfjöllun um íslenska aðila. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Vinnumarkaður Nýsköpun Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Að segja upp án þess að brenna brýr Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira
„Við munum hrökkva lengi við þegar einhver hnerrar“ segir einn af þremur framtíðarfræðingum í viðtali við vefsíðu Financial Times, Sifted, fyrir stuttu um áhrif kórónuveirunnar. Til samanburðar nefnir hann árásina á tvíburnaturnana í New York árið 2001 en í kjölfar hennar óttaðist margt fólk alla múslima í flugvélum lengi á eftir. Í umræddri grein velta framtíðarfræðingar fyrir sér þeim varanlegu áhrifum sem kórónuveiran mun hafa á atvinnulífið. Að þeirra mati verða þau bæði mikil og margvísleg. Það eigi reyndar einnig við um hið opinbera. Sem dæmi er heilbrigðiskerfið nefnt og því líkt við rekstur „start up“ fyrirtækja síðustu vikurnar. Samnýting upplýsinga og hraðar ákvarðanatökur hafa verið meðal einkenna. Því þurfi að velta þeirri spurningu upp hversu rétt er að fara aftur í sama horfið þegar faraldri lýkur. Þá kemur fram sú skoðun að þær raddir sem heyrst hafa síðustu misseri um að tilgangur reksturs feli meira í sér en að hámarka hagnað, muni gerast háværari og brýnni. Þeirri spurningu er einnig kastað fram hvort fyrirtæki eigi ekki eftir að draga úr kostnaði vegna ferðalaga nú þegar fjarfundarbúnaður hefur sýnt sig og sannað. Sömuleiðis er þeirri spurningu velt upp hvort rekstur kvikmyndahúsa, veitingastaða, leikvanga og fleiri muni breytast þar sem fólki mun finnast óþægilegt að vera innan um fjölmenni. Að panta sér mat heim og horfa á efnisveitur sé eitthvað sem fólk hafi tamið sér í auknum mæli síðustu vikurnar og sé komið upp á lagið með. Og hvað með allt eftirlit um heilsu og smit? Amazon hefur til dæmis tilkynnt það að starfsmenn þeirra í Evrópu séu hitamældir daglega. Velta menn því nú fyrir sér hvort þetta sé dæmi um það sem koma skal. Eitt nefnt atriði snýr að ráðningum og því spáð að fyrirtæki muni í auknum mæli treysta á verktaka og lausráðna starfsmenn. Þannig verði auðveldara að grípa til uppsagna eða fækkunar starfsfólks ef/þegar áfall ríður yfir. Eða að fastráða starfsfólk sem er líklegt til að styrkja sveigjanleika fyrirtækisins og þar með getu til að takast á við óvænt áföll. Þá kemur fram að þótt fyrirtæki séu nú upptekin við að teikna upp mismunandi sviðsmyndir til að ná tökum á rekstrinum næstu misseri, sé ekkert síður mikilvægt að fyrirtæki undirbúi sig vel undir næsta faraldur eða kreppu. Þar liggi nú þegar fyrir ýmsar sviðsmyndir og spár sem sýni jafnvel enn meira hrun en í kjölfar kórónufaraldurs. Vefsíðan Sifted bættist við í flóru Financial Times í janúar árið 2019 og sérhæfir sig í umfjöllun fyrrir frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtæki í Evrópu, þ.m.t. umfjöllun um íslenska aðila.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Vinnumarkaður Nýsköpun Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Að segja upp án þess að brenna brýr Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent