Hætta á að Keflavíkurflugvöllur nái sér ekki á strik fyrr en 2021 Andri Eysteinsson skrifar 1. apríl 2020 20:33 Frá þöglum sölum Keflavíkurflugvallar í dag. Vísir/Egill A Keflavíkurflugvöllur er einn stærsti vinnustaður landsins en í kringum 9000 manns vinna á flugvellinum eða í störfum tengdum honum. Flugumferð í dag var með minnsta móti en öllu flugi sem átti að fara frá landinu í dag var frestað. Eingöngu tvær flugvélar lentu hér á landi í dag, öðru flugi var aflýst og ein flugvél er væntanleg seint í kvöld. Þar af leiðir að öll starfsemi á vellinum var í lágmarki í dag og ekkert var um að vera í byggingunni sem er alla jafnan er iðandi af lífi. Séu gögn frá Ferðamálastofu skoðuð sést að flugumferð hefur dregist verulega saman eftir því sem liðið hefur á mánuðinn. Tölurnar sýna brottfarir frá Íslandi og eftir því sem kórónuveirufaraldurinn hefur breitt úr sér hefur farþegunum um Keflavíkurflugvöll fækkað hratt. Í stað þess að vera talinn í hundruðum og þúsundum eru farþegarnir nú taldir í tugum. Dæmi er um að aðeins tveir farþegar hafi verið um borð í vél sem lenti hér á síðustu dögum. Keflavík, flug, flugvöllur, samgöngurFoto: HÞ Stærsti hluti starfsmanna flugvallarins býr í Reykjanesbæ en Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar ræddi við Lillý Valgerði Pétursdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það er ótrúlega sérstakt að koma hérna inn í þetta hús sem iðar venjulega af lífi. Ég hef nú oft komið hingað í gegnum tíðina og ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta hálf óþægileg tilfinning,“ sagði Kjartan. „Það er allt lokað, ég sá einn öryggisvörð á gangi hér áðan en ég hef engan annan séð, það eru engir bílar hér fyrir utan. Þetta er með ólíkindum.“ Kjartan óttast að það taki langan tíma fyrir umferðina um Keflavíkurflugvöll að aukast á ný. „Við óttumst það [að ástandið vari lengi] en við vonum að þessi ljúki sem allra allra fyrst. Það er alveg viðbúið að þetta teygi sig eitthvað inn á sumarið og kannski haust. Þá hefur árstíðabundin flugumferð verið farin að minnka þannig að ef við missum sumartraffíkina alveg þá er því miður hætta á að flugvöllurinn nái sér ekki aftur á strik fyrr en 2021“ sagði Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Fréttir af flugi Reykjanesbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur er einn stærsti vinnustaður landsins en í kringum 9000 manns vinna á flugvellinum eða í störfum tengdum honum. Flugumferð í dag var með minnsta móti en öllu flugi sem átti að fara frá landinu í dag var frestað. Eingöngu tvær flugvélar lentu hér á landi í dag, öðru flugi var aflýst og ein flugvél er væntanleg seint í kvöld. Þar af leiðir að öll starfsemi á vellinum var í lágmarki í dag og ekkert var um að vera í byggingunni sem er alla jafnan er iðandi af lífi. Séu gögn frá Ferðamálastofu skoðuð sést að flugumferð hefur dregist verulega saman eftir því sem liðið hefur á mánuðinn. Tölurnar sýna brottfarir frá Íslandi og eftir því sem kórónuveirufaraldurinn hefur breitt úr sér hefur farþegunum um Keflavíkurflugvöll fækkað hratt. Í stað þess að vera talinn í hundruðum og þúsundum eru farþegarnir nú taldir í tugum. Dæmi er um að aðeins tveir farþegar hafi verið um borð í vél sem lenti hér á síðustu dögum. Keflavík, flug, flugvöllur, samgöngurFoto: HÞ Stærsti hluti starfsmanna flugvallarins býr í Reykjanesbæ en Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar ræddi við Lillý Valgerði Pétursdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það er ótrúlega sérstakt að koma hérna inn í þetta hús sem iðar venjulega af lífi. Ég hef nú oft komið hingað í gegnum tíðina og ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta hálf óþægileg tilfinning,“ sagði Kjartan. „Það er allt lokað, ég sá einn öryggisvörð á gangi hér áðan en ég hef engan annan séð, það eru engir bílar hér fyrir utan. Þetta er með ólíkindum.“ Kjartan óttast að það taki langan tíma fyrir umferðina um Keflavíkurflugvöll að aukast á ný. „Við óttumst það [að ástandið vari lengi] en við vonum að þessi ljúki sem allra allra fyrst. Það er alveg viðbúið að þetta teygi sig eitthvað inn á sumarið og kannski haust. Þá hefur árstíðabundin flugumferð verið farin að minnka þannig að ef við missum sumartraffíkina alveg þá er því miður hætta á að flugvöllurinn nái sér ekki aftur á strik fyrr en 2021“ sagði Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ.
Fréttir af flugi Reykjanesbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Sjá meira