Keppni í hollenska boltanum hefur verið blásin af vegna kórónuveirufaraldursins.
Engir meistarar verða krýndir, ekkert lið fellur úr úrvalsdeildinni og ekkert lið kemur upp úr B-deildinni.
Ajax og AZ Alkmaar voru jöfn að stigum á toppi úrvalsdeildarinnar. Albert Guðmundsson er á mála hjá AZ en hefur verið meiddur undanfarna mánuði.
Stuðningsmenn Cambuur eru væntanlega súrir en liðið kemst ekki upp í úrvalsdeildina þrátt fyrir að vera með ellefu stiga forskot á toppi B-deildarinnar.