Aðgerðapakkinn vonbrigði fyrir leiðsögumenn sem koma undan tekjulitlum vetri Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. apríl 2020 12:26 Pétur Gauti Valgeirsson, formaður Leiðsagnar, félags leiðsögumanna. Facebook Formaður stéttarfélags leiðsögumanna segir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar mikil vonbrigði. Hann breyti engu fyrir leiðsögumenn. Leiðsögumenn séu mjög áhyggjufullir og sumir eigi engan pening eftir. Leiðsögumenn lenda milli skips og bryggju þegar kemur að atvinnuleysisbótum eftir að öll verkefni þeirra þurrkuðust út af borðinu upp úr miðjum mars. Þeir eiga rétt á atvinnuleysisbótum en vandinn er að þær eru ekki í takti við tekjurnar þar sem starfshlutfall og verkefni eru árstíðabundin. Þá eru leiðsögumenn sjaldnast fastráðnir og því enginn uppsagnarfrestur. Pétur Gauti Valgeirsson, formaður Leiðsagnar, stéttarfélags leiðsögumanna, segir aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var í fyrradag mikil vonbrigði. „Því við vorum búin að vekja athygli á okkar málstað og búin að fá skilning á því þannig ég varð fyrir vonbrigðum að það væri ekki neitt þarna sem gagnaðist okkur og í stærra samhengi hvorki ferðaþjónustunni né þeim sem eru sjálfstætt starfandi í ýmsum öðrum greinum. Aðgerðarpakkinn er fínn svo langt sem hann nær, sérstaklega með litlu fyrirtækin, og það eru einhverjir í okkar hópi sem geta nýtt sér það. En fyrir leiðsögumenn, strangt til tekið, gat ég ekki séð neitt sem breytir einhverju,“ segir Pétur Gauti. Leiðsögumenn hafa sent erindi til Vinnumálastofnunar og farið fram á að miðað sé við tekjur ársins 2019 og að menn fái í bætur hlutfall af því sem þeir höfðu að meðaltali í laun á mánuði það ár. Pétur Gauti segir hljóðið farið að þyngjast í leiðsögumönnum. „Við vorum fyrsta stéttin til að missa alla vinnu og verðum kannski með þeim síðustu til að fara mikið í vinnu aftur því ég get ekki séð að ferðatakmarkanir fari að breytast eitthvað á næstunni. Þessi vetur var erfiður út af veðrinu. Það var oft sem ferðum var aflýst vegna veðurs, þannig fólk var að missa vinnu út af því. Síðan kom faraldurinn og þá dró úr öllu og síðan í mars þá bara dró fyrir allt. Þannig fólk er búið að vera tekjulaust í einn og hálfan mánuð og við erum ekki búin að fá hrein svör frá Vinnumálastofnun og það lítur út fyrir að það sé mjög dimmt framundan þannig okkar fólk er bara mjög áhyggjufullt og sumir eiga bara ekki neinn pening eftir," segir Pétur Gauti. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan gerir miklar athugasemdir við aðgerðir ríkisstjórnarinnar Umræður hófust á Alþingi í dag um fimm frumvörp ríkisstjórnarinnar um aðgerðir upp á 60 milljarða króna vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldurins. Stjórnarandstaðan kallar eftir miklum breytingum á frumvörpunum og vill að meira verði gert strax tilað bregðast við stöðunni. 22. apríl 2020 19:20 Ljóst að ekki verði öllum fyrirtækjum bjargað Sextíu milljarða króna aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar, til viðbótar við þá tvö hundruð og þrjátíu milljarða sem kynntur var fyrir mánuði, var kynntur síðdegis í dag. Fjármálaráðherra segir ljóst að ekki verði hægt að bjarga öllum fyrirtækjum. 21. apríl 2020 22:37 „Hélt að þetta yrði miklu stærra og umfangsmeira“ Ríkisstjórnin metur aðgerðapakka sem hún kynnti í dag uppá sextíu milljarða króna. Komið verður til móts við fyrirtæki sem hætta þurftu starfsemi og minni og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð. Þá verður komið til móts við ýmsa hópa fólks sem hafa orðið illa úti í kórónufaraldrinum. 21. apríl 2020 20:31 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Formaður stéttarfélags leiðsögumanna segir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar mikil vonbrigði. Hann breyti engu fyrir leiðsögumenn. Leiðsögumenn séu mjög áhyggjufullir og sumir eigi engan pening eftir. Leiðsögumenn lenda milli skips og bryggju þegar kemur að atvinnuleysisbótum eftir að öll verkefni þeirra þurrkuðust út af borðinu upp úr miðjum mars. Þeir eiga rétt á atvinnuleysisbótum en vandinn er að þær eru ekki í takti við tekjurnar þar sem starfshlutfall og verkefni eru árstíðabundin. Þá eru leiðsögumenn sjaldnast fastráðnir og því enginn uppsagnarfrestur. Pétur Gauti Valgeirsson, formaður Leiðsagnar, stéttarfélags leiðsögumanna, segir aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var í fyrradag mikil vonbrigði. „Því við vorum búin að vekja athygli á okkar málstað og búin að fá skilning á því þannig ég varð fyrir vonbrigðum að það væri ekki neitt þarna sem gagnaðist okkur og í stærra samhengi hvorki ferðaþjónustunni né þeim sem eru sjálfstætt starfandi í ýmsum öðrum greinum. Aðgerðarpakkinn er fínn svo langt sem hann nær, sérstaklega með litlu fyrirtækin, og það eru einhverjir í okkar hópi sem geta nýtt sér það. En fyrir leiðsögumenn, strangt til tekið, gat ég ekki séð neitt sem breytir einhverju,“ segir Pétur Gauti. Leiðsögumenn hafa sent erindi til Vinnumálastofnunar og farið fram á að miðað sé við tekjur ársins 2019 og að menn fái í bætur hlutfall af því sem þeir höfðu að meðaltali í laun á mánuði það ár. Pétur Gauti segir hljóðið farið að þyngjast í leiðsögumönnum. „Við vorum fyrsta stéttin til að missa alla vinnu og verðum kannski með þeim síðustu til að fara mikið í vinnu aftur því ég get ekki séð að ferðatakmarkanir fari að breytast eitthvað á næstunni. Þessi vetur var erfiður út af veðrinu. Það var oft sem ferðum var aflýst vegna veðurs, þannig fólk var að missa vinnu út af því. Síðan kom faraldurinn og þá dró úr öllu og síðan í mars þá bara dró fyrir allt. Þannig fólk er búið að vera tekjulaust í einn og hálfan mánuð og við erum ekki búin að fá hrein svör frá Vinnumálastofnun og það lítur út fyrir að það sé mjög dimmt framundan þannig okkar fólk er bara mjög áhyggjufullt og sumir eiga bara ekki neinn pening eftir," segir Pétur Gauti.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan gerir miklar athugasemdir við aðgerðir ríkisstjórnarinnar Umræður hófust á Alþingi í dag um fimm frumvörp ríkisstjórnarinnar um aðgerðir upp á 60 milljarða króna vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldurins. Stjórnarandstaðan kallar eftir miklum breytingum á frumvörpunum og vill að meira verði gert strax tilað bregðast við stöðunni. 22. apríl 2020 19:20 Ljóst að ekki verði öllum fyrirtækjum bjargað Sextíu milljarða króna aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar, til viðbótar við þá tvö hundruð og þrjátíu milljarða sem kynntur var fyrir mánuði, var kynntur síðdegis í dag. Fjármálaráðherra segir ljóst að ekki verði hægt að bjarga öllum fyrirtækjum. 21. apríl 2020 22:37 „Hélt að þetta yrði miklu stærra og umfangsmeira“ Ríkisstjórnin metur aðgerðapakka sem hún kynnti í dag uppá sextíu milljarða króna. Komið verður til móts við fyrirtæki sem hætta þurftu starfsemi og minni og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð. Þá verður komið til móts við ýmsa hópa fólks sem hafa orðið illa úti í kórónufaraldrinum. 21. apríl 2020 20:31 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Stjórnarandstaðan gerir miklar athugasemdir við aðgerðir ríkisstjórnarinnar Umræður hófust á Alþingi í dag um fimm frumvörp ríkisstjórnarinnar um aðgerðir upp á 60 milljarða króna vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldurins. Stjórnarandstaðan kallar eftir miklum breytingum á frumvörpunum og vill að meira verði gert strax tilað bregðast við stöðunni. 22. apríl 2020 19:20
Ljóst að ekki verði öllum fyrirtækjum bjargað Sextíu milljarða króna aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar, til viðbótar við þá tvö hundruð og þrjátíu milljarða sem kynntur var fyrir mánuði, var kynntur síðdegis í dag. Fjármálaráðherra segir ljóst að ekki verði hægt að bjarga öllum fyrirtækjum. 21. apríl 2020 22:37
„Hélt að þetta yrði miklu stærra og umfangsmeira“ Ríkisstjórnin metur aðgerðapakka sem hún kynnti í dag uppá sextíu milljarða króna. Komið verður til móts við fyrirtæki sem hætta þurftu starfsemi og minni og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð. Þá verður komið til móts við ýmsa hópa fólks sem hafa orðið illa úti í kórónufaraldrinum. 21. apríl 2020 20:31