Íbúar á hjúkrunarheimilum geta fengið einn gest fyrstu vikuna Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2020 15:11 Anna Birna Jensdóttir frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu á upplýsingafundi almannavarna miðvikudaginn 22. apríl. Lögreglan Lagt er til að aðeins einum aðstandanda íbúa hjúkrunar- og dvalarheimila verði leyft að heimsækja þá fyrstu vikuna eftir að byrjað verður að slaka á heimsóknarbanni sem hefur verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins 4. maí. Byrjað var á að tilkynna aðstandendum í dag hvernig þeir geta pantað heimsóknartíma. Heimsóknarbann á hjúkrunar- og dvalarheimilum var á meðal fyrstu aðgerðanna sem gripið var til við upphaf kórónuveirufaraldursins á Íslandi. Til stendur að opna fyrir heimsóknir en með verulegum takmörkunum áfram frá og með mánudeginum 4. maí. Anna Birna Jensdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilisins Sóltúns, sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að aðeins einum af nánustu aðstandendum verði leyft að heimsækja hvern íbúa í eitt skipti í viku fyrstu tvær vikurnar eftir að slakað verður á heimsóknarbanninu. Mögulega verði heimsóknum fjölgað upp í tvær á viku ef vel gengur en mögulega þyrfti það að vera sami einstaklingur. Aðstandendur þurfa að panta tíma og hvert og eitt heimili úthlutar þeim svo tíma eftir aðstæðum á hverjum stað. Byrjað var að hafa samband við aðstandendur um það í dag og upplýsingar verða birtar á vefsíðum einstakra heimila. Í leiðbeiningum sem birtar voru á vef Sóltúns í dag kemur fram að hægt verði að byrja að panta heimsóknartíma eftir næstu helgi. Eftir helgi á svo að liggja fyrir frekari útfærsla á því hvernig heimsóknunum sjálfum verður háttað. Anna Birna sagði það gríðarlegt verkefni enda væri áætlað að 2.800 íbúar heimilanna eigi samtals á annan tug þúsunda nánustu aðstandenda. Fylgt inn og út af heimilunum Gestum verður fylgt stystu leið að og frá herbergjum íbúa og mega ekki staldra við í sameiginlegum rýmum. Áfram verður tveggja metra regla í gildi þannig að Anna Birna sagði að fólk yrði að halda aftur af sér með faðmlög og kossa enn sem komið er. Börn yngri en fjórtán ára fá ekki að heimsækja íbúa að svo stöddu. Lagði Anna Birna áherslu á að enginn gæti komið inn á heimilin án heimildar og að enginn ætti að koma þangað í heimsókn sem væri í sókttví, einangrun, að bíða eftir niðurstöðum sýnatöku eða væri með kvef, hósta, hita eða önnur pestareinkenni. Heimsóknirnar verða einnig bundnar við heimilin og geta íbúar því ekki farið í boð heima hjá fjölskyldumeðlimum. Þá sagði Anna Birna einnig að ekki væri mælt með því að aðstandendur færu með íbúa í bíltúr nema þá fyrir læknisheimsóknir sem hefðu þurft að bíða undanfarið. Þrátt fyrir takmarkanirnar sem enn verða í gildi lýsti Anna Birna því sem „rosalegri gjöf“ að hægt væri að opna fyrir heimsóknir aftur. Erlendis hafi ekki alls staðar farið svo vel á hjúkrunar- og öldrunarheimilum. Þakkaði hún íbúum, starfsfólki og ættingjum árangurinn sem hefði náðst í að koma í veg fyrir hópsýkingar á heimilinum hér á landi Smit hafa komið upp á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík og sagðist Anna Birna ekki vilja að erfiðleikarnir þar endurtækju sig annars staðar. Unni yrði áfram að því að svo yrði ekki. „En þá þurfa allir að vera í liðinu,“ sagði hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira
Lagt er til að aðeins einum aðstandanda íbúa hjúkrunar- og dvalarheimila verði leyft að heimsækja þá fyrstu vikuna eftir að byrjað verður að slaka á heimsóknarbanni sem hefur verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins 4. maí. Byrjað var á að tilkynna aðstandendum í dag hvernig þeir geta pantað heimsóknartíma. Heimsóknarbann á hjúkrunar- og dvalarheimilum var á meðal fyrstu aðgerðanna sem gripið var til við upphaf kórónuveirufaraldursins á Íslandi. Til stendur að opna fyrir heimsóknir en með verulegum takmörkunum áfram frá og með mánudeginum 4. maí. Anna Birna Jensdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilisins Sóltúns, sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að aðeins einum af nánustu aðstandendum verði leyft að heimsækja hvern íbúa í eitt skipti í viku fyrstu tvær vikurnar eftir að slakað verður á heimsóknarbanninu. Mögulega verði heimsóknum fjölgað upp í tvær á viku ef vel gengur en mögulega þyrfti það að vera sami einstaklingur. Aðstandendur þurfa að panta tíma og hvert og eitt heimili úthlutar þeim svo tíma eftir aðstæðum á hverjum stað. Byrjað var að hafa samband við aðstandendur um það í dag og upplýsingar verða birtar á vefsíðum einstakra heimila. Í leiðbeiningum sem birtar voru á vef Sóltúns í dag kemur fram að hægt verði að byrja að panta heimsóknartíma eftir næstu helgi. Eftir helgi á svo að liggja fyrir frekari útfærsla á því hvernig heimsóknunum sjálfum verður háttað. Anna Birna sagði það gríðarlegt verkefni enda væri áætlað að 2.800 íbúar heimilanna eigi samtals á annan tug þúsunda nánustu aðstandenda. Fylgt inn og út af heimilunum Gestum verður fylgt stystu leið að og frá herbergjum íbúa og mega ekki staldra við í sameiginlegum rýmum. Áfram verður tveggja metra regla í gildi þannig að Anna Birna sagði að fólk yrði að halda aftur af sér með faðmlög og kossa enn sem komið er. Börn yngri en fjórtán ára fá ekki að heimsækja íbúa að svo stöddu. Lagði Anna Birna áherslu á að enginn gæti komið inn á heimilin án heimildar og að enginn ætti að koma þangað í heimsókn sem væri í sókttví, einangrun, að bíða eftir niðurstöðum sýnatöku eða væri með kvef, hósta, hita eða önnur pestareinkenni. Heimsóknirnar verða einnig bundnar við heimilin og geta íbúar því ekki farið í boð heima hjá fjölskyldumeðlimum. Þá sagði Anna Birna einnig að ekki væri mælt með því að aðstandendur færu með íbúa í bíltúr nema þá fyrir læknisheimsóknir sem hefðu þurft að bíða undanfarið. Þrátt fyrir takmarkanirnar sem enn verða í gildi lýsti Anna Birna því sem „rosalegri gjöf“ að hægt væri að opna fyrir heimsóknir aftur. Erlendis hafi ekki alls staðar farið svo vel á hjúkrunar- og öldrunarheimilum. Þakkaði hún íbúum, starfsfólki og ættingjum árangurinn sem hefði náðst í að koma í veg fyrir hópsýkingar á heimilinum hér á landi Smit hafa komið upp á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík og sagðist Anna Birna ekki vilja að erfiðleikarnir þar endurtækju sig annars staðar. Unni yrði áfram að því að svo yrði ekki. „En þá þurfa allir að vera í liðinu,“ sagði hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira