Íbúar á hjúkrunarheimilum geta fengið einn gest fyrstu vikuna Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2020 15:11 Anna Birna Jensdóttir frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu á upplýsingafundi almannavarna miðvikudaginn 22. apríl. Lögreglan Lagt er til að aðeins einum aðstandanda íbúa hjúkrunar- og dvalarheimila verði leyft að heimsækja þá fyrstu vikuna eftir að byrjað verður að slaka á heimsóknarbanni sem hefur verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins 4. maí. Byrjað var á að tilkynna aðstandendum í dag hvernig þeir geta pantað heimsóknartíma. Heimsóknarbann á hjúkrunar- og dvalarheimilum var á meðal fyrstu aðgerðanna sem gripið var til við upphaf kórónuveirufaraldursins á Íslandi. Til stendur að opna fyrir heimsóknir en með verulegum takmörkunum áfram frá og með mánudeginum 4. maí. Anna Birna Jensdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilisins Sóltúns, sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að aðeins einum af nánustu aðstandendum verði leyft að heimsækja hvern íbúa í eitt skipti í viku fyrstu tvær vikurnar eftir að slakað verður á heimsóknarbanninu. Mögulega verði heimsóknum fjölgað upp í tvær á viku ef vel gengur en mögulega þyrfti það að vera sami einstaklingur. Aðstandendur þurfa að panta tíma og hvert og eitt heimili úthlutar þeim svo tíma eftir aðstæðum á hverjum stað. Byrjað var að hafa samband við aðstandendur um það í dag og upplýsingar verða birtar á vefsíðum einstakra heimila. Í leiðbeiningum sem birtar voru á vef Sóltúns í dag kemur fram að hægt verði að byrja að panta heimsóknartíma eftir næstu helgi. Eftir helgi á svo að liggja fyrir frekari útfærsla á því hvernig heimsóknunum sjálfum verður háttað. Anna Birna sagði það gríðarlegt verkefni enda væri áætlað að 2.800 íbúar heimilanna eigi samtals á annan tug þúsunda nánustu aðstandenda. Fylgt inn og út af heimilunum Gestum verður fylgt stystu leið að og frá herbergjum íbúa og mega ekki staldra við í sameiginlegum rýmum. Áfram verður tveggja metra regla í gildi þannig að Anna Birna sagði að fólk yrði að halda aftur af sér með faðmlög og kossa enn sem komið er. Börn yngri en fjórtán ára fá ekki að heimsækja íbúa að svo stöddu. Lagði Anna Birna áherslu á að enginn gæti komið inn á heimilin án heimildar og að enginn ætti að koma þangað í heimsókn sem væri í sókttví, einangrun, að bíða eftir niðurstöðum sýnatöku eða væri með kvef, hósta, hita eða önnur pestareinkenni. Heimsóknirnar verða einnig bundnar við heimilin og geta íbúar því ekki farið í boð heima hjá fjölskyldumeðlimum. Þá sagði Anna Birna einnig að ekki væri mælt með því að aðstandendur færu með íbúa í bíltúr nema þá fyrir læknisheimsóknir sem hefðu þurft að bíða undanfarið. Þrátt fyrir takmarkanirnar sem enn verða í gildi lýsti Anna Birna því sem „rosalegri gjöf“ að hægt væri að opna fyrir heimsóknir aftur. Erlendis hafi ekki alls staðar farið svo vel á hjúkrunar- og öldrunarheimilum. Þakkaði hún íbúum, starfsfólki og ættingjum árangurinn sem hefði náðst í að koma í veg fyrir hópsýkingar á heimilinum hér á landi Smit hafa komið upp á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík og sagðist Anna Birna ekki vilja að erfiðleikarnir þar endurtækju sig annars staðar. Unni yrði áfram að því að svo yrði ekki. „En þá þurfa allir að vera í liðinu,“ sagði hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Lagt er til að aðeins einum aðstandanda íbúa hjúkrunar- og dvalarheimila verði leyft að heimsækja þá fyrstu vikuna eftir að byrjað verður að slaka á heimsóknarbanni sem hefur verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins 4. maí. Byrjað var á að tilkynna aðstandendum í dag hvernig þeir geta pantað heimsóknartíma. Heimsóknarbann á hjúkrunar- og dvalarheimilum var á meðal fyrstu aðgerðanna sem gripið var til við upphaf kórónuveirufaraldursins á Íslandi. Til stendur að opna fyrir heimsóknir en með verulegum takmörkunum áfram frá og með mánudeginum 4. maí. Anna Birna Jensdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilisins Sóltúns, sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að aðeins einum af nánustu aðstandendum verði leyft að heimsækja hvern íbúa í eitt skipti í viku fyrstu tvær vikurnar eftir að slakað verður á heimsóknarbanninu. Mögulega verði heimsóknum fjölgað upp í tvær á viku ef vel gengur en mögulega þyrfti það að vera sami einstaklingur. Aðstandendur þurfa að panta tíma og hvert og eitt heimili úthlutar þeim svo tíma eftir aðstæðum á hverjum stað. Byrjað var að hafa samband við aðstandendur um það í dag og upplýsingar verða birtar á vefsíðum einstakra heimila. Í leiðbeiningum sem birtar voru á vef Sóltúns í dag kemur fram að hægt verði að byrja að panta heimsóknartíma eftir næstu helgi. Eftir helgi á svo að liggja fyrir frekari útfærsla á því hvernig heimsóknunum sjálfum verður háttað. Anna Birna sagði það gríðarlegt verkefni enda væri áætlað að 2.800 íbúar heimilanna eigi samtals á annan tug þúsunda nánustu aðstandenda. Fylgt inn og út af heimilunum Gestum verður fylgt stystu leið að og frá herbergjum íbúa og mega ekki staldra við í sameiginlegum rýmum. Áfram verður tveggja metra regla í gildi þannig að Anna Birna sagði að fólk yrði að halda aftur af sér með faðmlög og kossa enn sem komið er. Börn yngri en fjórtán ára fá ekki að heimsækja íbúa að svo stöddu. Lagði Anna Birna áherslu á að enginn gæti komið inn á heimilin án heimildar og að enginn ætti að koma þangað í heimsókn sem væri í sókttví, einangrun, að bíða eftir niðurstöðum sýnatöku eða væri með kvef, hósta, hita eða önnur pestareinkenni. Heimsóknirnar verða einnig bundnar við heimilin og geta íbúar því ekki farið í boð heima hjá fjölskyldumeðlimum. Þá sagði Anna Birna einnig að ekki væri mælt með því að aðstandendur færu með íbúa í bíltúr nema þá fyrir læknisheimsóknir sem hefðu þurft að bíða undanfarið. Þrátt fyrir takmarkanirnar sem enn verða í gildi lýsti Anna Birna því sem „rosalegri gjöf“ að hægt væri að opna fyrir heimsóknir aftur. Erlendis hafi ekki alls staðar farið svo vel á hjúkrunar- og öldrunarheimilum. Þakkaði hún íbúum, starfsfólki og ættingjum árangurinn sem hefði náðst í að koma í veg fyrir hópsýkingar á heimilinum hér á landi Smit hafa komið upp á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík og sagðist Anna Birna ekki vilja að erfiðleikarnir þar endurtækju sig annars staðar. Unni yrði áfram að því að svo yrði ekki. „En þá þurfa allir að vera í liðinu,“ sagði hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira