Framlög til sprotafyrirtækja og nýsköpunar aukin Heimir Már Pétursson skrifar 21. apríl 2020 19:20 Ríkisstjórnin segir aðgerðapakkan sem kynntur var í dag kosta um 60 milljarða króna. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin metur aðgerðapakka sem hún kynnti í dag uppá sextíu milljarða króna. Komið verður til móts við fyrirtæki sem hætta þurftu starfsemi og minni og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð. Þá verður komið til móts við ýmsa hópa fólks sem hafa orðið illa úti í kórónufaraldrinum. Meðal aðgerða sem gripið verður til er að framlög til sprotafyrirtækja verða aukin og reglum breytt þeim til hagsbóta og eru þær aðgerðir metnar á um 4,5 milljarða. Fyrirtækjum sem gert var að hætta starsemi vegna faraldurins bjóðast styrkir upp á allt að 2,5 milljónir króna og lítil og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð upp á allt að sex milljónir króna. Þá verða 2,2 milljarðar settir í að skapa allt að 3.500 sumarstörf fyrir námsmenn og 8,5 milljarðar fara í félagslegar aðgerðir vegna viðkæmra hópa. 300 milljónum króna verður varið til að efla nýsköpun meðal ungra frumkvöðla gegnum Nýsköpunarsjóð námsmanna. Auk þess verði 800 milljónum veitt til að bjóða sumarönn í framhalds- og háskólum sem nýtist bæði nemendum og fólki á atvinnuleysis- eða hlutabótum. Sköpuð verða menntatækifæri fyrir allt að 15.000 atvinnuleitendur innan hins hefðbundna menntakerfis, framhaldsfræðslunnar, hjá almennum fræðsluaðilum og öðrum þjónustuaðilum. Veittir verða skattfrjálsir styrkir til foreldra vegna umönnunar fatlaðra og langveikra barna þar sem þjónusta féll niður. Framlög til listamanna verða aukin um 600 mánaðarlaun eða 250 milljónir króna. Hugað verði sérstaklega að því að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og fjarheilbrigðisþjónusta verði efld. Ríkisstjórnin hyggst styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi, vegna þess mikla tekjutaps sem miðlarnir hafa orðið fyrir samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. Þá verði komið til móts við lausafjárvanda ferðaskrifstofa með lagabreytingu sem heimili þeim að endurgreiða vissar ferðir með inneignarnótum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýsköpun Tengdar fréttir 350 milljóna króna stuðningur við einkarekinna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14 350 milljóna króna stuðningur við einkarekinna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14 ASÍ segir aðgerðirnar eiga að snúast um fólk, ekki fjármagn Alþýðusamband Íslands lýsir yfir vonbrigðum með nýjar tillögur stjórnvalda um efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Sambandið segir þær ekki í takt við áherslur þess um að aðgerðirnar eigi að tryggja afkomuöryggi allra og vera í þágu fólks, ekki fjármagns. 21. apríl 2020 18:10 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Ríkisstjórnin metur aðgerðapakka sem hún kynnti í dag uppá sextíu milljarða króna. Komið verður til móts við fyrirtæki sem hætta þurftu starfsemi og minni og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð. Þá verður komið til móts við ýmsa hópa fólks sem hafa orðið illa úti í kórónufaraldrinum. Meðal aðgerða sem gripið verður til er að framlög til sprotafyrirtækja verða aukin og reglum breytt þeim til hagsbóta og eru þær aðgerðir metnar á um 4,5 milljarða. Fyrirtækjum sem gert var að hætta starsemi vegna faraldurins bjóðast styrkir upp á allt að 2,5 milljónir króna og lítil og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð upp á allt að sex milljónir króna. Þá verða 2,2 milljarðar settir í að skapa allt að 3.500 sumarstörf fyrir námsmenn og 8,5 milljarðar fara í félagslegar aðgerðir vegna viðkæmra hópa. 300 milljónum króna verður varið til að efla nýsköpun meðal ungra frumkvöðla gegnum Nýsköpunarsjóð námsmanna. Auk þess verði 800 milljónum veitt til að bjóða sumarönn í framhalds- og háskólum sem nýtist bæði nemendum og fólki á atvinnuleysis- eða hlutabótum. Sköpuð verða menntatækifæri fyrir allt að 15.000 atvinnuleitendur innan hins hefðbundna menntakerfis, framhaldsfræðslunnar, hjá almennum fræðsluaðilum og öðrum þjónustuaðilum. Veittir verða skattfrjálsir styrkir til foreldra vegna umönnunar fatlaðra og langveikra barna þar sem þjónusta féll niður. Framlög til listamanna verða aukin um 600 mánaðarlaun eða 250 milljónir króna. Hugað verði sérstaklega að því að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og fjarheilbrigðisþjónusta verði efld. Ríkisstjórnin hyggst styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi, vegna þess mikla tekjutaps sem miðlarnir hafa orðið fyrir samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. Þá verði komið til móts við lausafjárvanda ferðaskrifstofa með lagabreytingu sem heimili þeim að endurgreiða vissar ferðir með inneignarnótum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýsköpun Tengdar fréttir 350 milljóna króna stuðningur við einkarekinna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14 350 milljóna króna stuðningur við einkarekinna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14 ASÍ segir aðgerðirnar eiga að snúast um fólk, ekki fjármagn Alþýðusamband Íslands lýsir yfir vonbrigðum með nýjar tillögur stjórnvalda um efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Sambandið segir þær ekki í takt við áherslur þess um að aðgerðirnar eigi að tryggja afkomuöryggi allra og vera í þágu fólks, ekki fjármagns. 21. apríl 2020 18:10 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
350 milljóna króna stuðningur við einkarekinna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14
350 milljóna króna stuðningur við einkarekinna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14
ASÍ segir aðgerðirnar eiga að snúast um fólk, ekki fjármagn Alþýðusamband Íslands lýsir yfir vonbrigðum með nýjar tillögur stjórnvalda um efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Sambandið segir þær ekki í takt við áherslur þess um að aðgerðirnar eigi að tryggja afkomuöryggi allra og vera í þágu fólks, ekki fjármagns. 21. apríl 2020 18:10