Mannfallið í Bretlandi talið enn meira en opinberar tölur benda til Kjartan Kjartansson skrifar 21. apríl 2020 12:46 Bresk stjórnvöld gripu seinna til aðgerða til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar en flest önnur Evrópuríki. Mannskaðinn í Bretlandi í faraldrinum er sá fimmti mesti í heiminum. Vísir/EPA Líklegt er að mannfall í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið allt að 40% meira en daglegar tölur stjórnvalda bentu til fram til 10. apríl. Miðað við hærri tölurnar er Bretland eitt þeirra Evrópulanda sem orðið hvað verst úti í faraldrinum til þessa. Samkvæmt tölum bresku hagstofunnar var 13.121 dauðsfall skráð á Englandi og Wales fram að 10. apríl. Þær tölur byggjast á fjölda dánarvottorða þar sem Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, er getið, hvort sem sá látni greindist smitaður eða ekki. Opinberar tölur ríkisstjórnarinnar fyrir sama tímabil hljóðuðu upp á 9.288 dauðsföll. Tölur hagstofunnar taka með í reikninginn dauðsföll á hjúkrunarheimilum og líknardeildum auk sjúkrahúsa. Frá upphafi faraldursins segja bresk stjórnvöld að 16.509 manns hafi látist af völdum Covid-19. Mannfallið þar er það fimmta mesta í heiminum. Ef sama misræmi er í þeim tölum og þeim sem hagstofan hefur tekið saman til þessa gæti raunverulegt mannfall í faraldrinum verið meira en 23.000 manns. Bretland væri þá með flest dauðsföll í Evrópu á eftir Ítalíu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Munurinn á tölum ríkisstjórnarinnar annars vegar og hagstofunnar hins vegar er þó sagður hafa minnkað undanfarnar vikur. Ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir að hafa gripið til sóttvarnaaðgerða eins og samkomu- og útgöngubanns síðar en flestar aðrar Evrópuþjóðir. Johnson veiktist sjálfur af Covid-19 og þurfti að leggja inn á gjörgæslu um tíma. Lýðheilsusérfræðingar telja að faraldurinn sé nú við hámark sitt í Bretlandi. Mesta mannfallið var í vikunni fram að 10. apríl. Þá létust um átta þúsunds fleiri en vanalega fyrir þann árstíma. Covid-19 var skráð á þriðja hvort dánarvottorð í Englandi og Wales vikunni fram að 19. Apríl. Í London var Covid-19 getið á öðru hverju dánarvottorði sem var gefið út. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Boris Johnson útskrifaður af sjúkrahúsi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa legið fárveikur á gjörgæslu vegna Covid-19. Forsætisráðuneytið tilkynnti í dag að hann muni ekki snúa aftur til vinnu strax en hann er enn að jafna sig eftir veikindin. 12. apríl 2020 15:14 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Líklegt er að mannfall í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið allt að 40% meira en daglegar tölur stjórnvalda bentu til fram til 10. apríl. Miðað við hærri tölurnar er Bretland eitt þeirra Evrópulanda sem orðið hvað verst úti í faraldrinum til þessa. Samkvæmt tölum bresku hagstofunnar var 13.121 dauðsfall skráð á Englandi og Wales fram að 10. apríl. Þær tölur byggjast á fjölda dánarvottorða þar sem Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, er getið, hvort sem sá látni greindist smitaður eða ekki. Opinberar tölur ríkisstjórnarinnar fyrir sama tímabil hljóðuðu upp á 9.288 dauðsföll. Tölur hagstofunnar taka með í reikninginn dauðsföll á hjúkrunarheimilum og líknardeildum auk sjúkrahúsa. Frá upphafi faraldursins segja bresk stjórnvöld að 16.509 manns hafi látist af völdum Covid-19. Mannfallið þar er það fimmta mesta í heiminum. Ef sama misræmi er í þeim tölum og þeim sem hagstofan hefur tekið saman til þessa gæti raunverulegt mannfall í faraldrinum verið meira en 23.000 manns. Bretland væri þá með flest dauðsföll í Evrópu á eftir Ítalíu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Munurinn á tölum ríkisstjórnarinnar annars vegar og hagstofunnar hins vegar er þó sagður hafa minnkað undanfarnar vikur. Ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir að hafa gripið til sóttvarnaaðgerða eins og samkomu- og útgöngubanns síðar en flestar aðrar Evrópuþjóðir. Johnson veiktist sjálfur af Covid-19 og þurfti að leggja inn á gjörgæslu um tíma. Lýðheilsusérfræðingar telja að faraldurinn sé nú við hámark sitt í Bretlandi. Mesta mannfallið var í vikunni fram að 10. apríl. Þá létust um átta þúsunds fleiri en vanalega fyrir þann árstíma. Covid-19 var skráð á þriðja hvort dánarvottorð í Englandi og Wales vikunni fram að 19. Apríl. Í London var Covid-19 getið á öðru hverju dánarvottorði sem var gefið út.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Boris Johnson útskrifaður af sjúkrahúsi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa legið fárveikur á gjörgæslu vegna Covid-19. Forsætisráðuneytið tilkynnti í dag að hann muni ekki snúa aftur til vinnu strax en hann er enn að jafna sig eftir veikindin. 12. apríl 2020 15:14 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Boris Johnson útskrifaður af sjúkrahúsi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa legið fárveikur á gjörgæslu vegna Covid-19. Forsætisráðuneytið tilkynnti í dag að hann muni ekki snúa aftur til vinnu strax en hann er enn að jafna sig eftir veikindin. 12. apríl 2020 15:14