Bílasala hefur dregist saman um rúmlega helming í Evrópu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 21. apríl 2020 07:00 Bílar sem bíða tollafgreiðslu við Sundahöfn. MYND/vilhelm Gunnarsson Bílasala í Evrópu hefur dregist saman um um rúmlega helming á milli mars í fyrra og mars í ár. Í mars 2019 seldust 1,2 milljón nýrra bíla innan Evrópusambandsins en í ár voru það 570 þúsund. Þá hefur samdráttur bílasölu á Ítalíu numið um 85%. Svipaða sögu er að segja í Frakklandi, þar var samdráttur á milli mars mánaða í ár og í fyrra 72%, samkvæmt vef FÍB. Á fyrsta ársfjórðungi í ár seldust tæplega 2,5 milljónir nýrra bíla í Evrópusambandinu. Það er 25,6% færri bílar en á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Peugeot er söluhæsta tegund álfunnar í mars, Peugeot seldist í tæpum 23 þúsund eintökum í mars. Rafbílar Sala á rafbílum er um 8% af heildarsölu nýrra bíla í Evrópu. Rafbílar hafa verið í sókn í álfunni undanfarna mánuði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent
Bílasala í Evrópu hefur dregist saman um um rúmlega helming á milli mars í fyrra og mars í ár. Í mars 2019 seldust 1,2 milljón nýrra bíla innan Evrópusambandsins en í ár voru það 570 þúsund. Þá hefur samdráttur bílasölu á Ítalíu numið um 85%. Svipaða sögu er að segja í Frakklandi, þar var samdráttur á milli mars mánaða í ár og í fyrra 72%, samkvæmt vef FÍB. Á fyrsta ársfjórðungi í ár seldust tæplega 2,5 milljónir nýrra bíla í Evrópusambandinu. Það er 25,6% færri bílar en á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Peugeot er söluhæsta tegund álfunnar í mars, Peugeot seldist í tæpum 23 þúsund eintökum í mars. Rafbílar Sala á rafbílum er um 8% af heildarsölu nýrra bíla í Evrópu. Rafbílar hafa verið í sókn í álfunni undanfarna mánuði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent