Kona á níræðisaldri sem glímdi við Covid-19 sjúkdóminn af völdum kórónuveirunnar lést í gær. Konan bjó á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða þar sem aðstandendum er vottuð samúð.
Er þetta annað andlátið á Bergi sem tengt er kórónuveirufaraldrinum.
Alls hafa tíu látist vegna veirunnar hér á landi. Vitað er um 1.773 smit hér á landi, þar hafa 1.362 af þeim smitast hafa náð bata og 402 eru í einangrun.