Call of Duty: Warzone - Byggir á velgengni annarra leikja Samúel Karl Ólason skrifar 1. apríl 2020 10:00 Activision Blizzard Call of Duty: Warzone fær margt lánað frá öðrum svokölluðum Battle Royale leikjum. Þrátt fyrir það er leikurinn nokkuð einstakur. Hann einkennist helst af einfaldleika og miklum hraða. 150 spilarar etja kappi við hvorn annan, einir eða í þriggja manna liðum, í risastóru borði sem fer sífellt minnkandi. Þeir sem standa síðastir eftir vinna. Leikurinn er tæknilega séð enn í betu-útgáfu en allir geta sótt hann og spilað að kostnaðarlausu. Ég er mjög ánægður með COD:W. Hann er hraður, skemmtilegur og spennandi þegar komið er í topp tíu, eins og allir Battle Royale leikir. Ég hef tvisvar sinnum unnið í Squads með Óttari og Andra með mér í liði. Í fyrra skiptið spiluðum við mjög taktískt. Héldum okkur við jaðar hringsins sem minnkar stöðugt og fórum varlega áfram og földum okkur þegar það var ekki í okkar hag að berjast. Í seinna skiptið spiluðum við aðeins öðruvísi. Skelltum okkur á vinsælan byrjunarstað og myrtum þar haug af öðrum spilurum. Þannig fengum við nóg af pening til að kaupa uppáhalds vopnin okkar og annan búnað til að gera okkur auðveldara fyrir í lokahluta viðureignarinnar, þegar hringurinn er að falla saman. Óttar vildi að ég bætti við hér að í fyrri leiknum sem við unnum, gerðum við það með afgerandi hætti. Við komum að síðasta teyminu úr þremur áttum og stóðum allir uppi í lokin. Það var meiri óreiða í seinni sigrinum og svo stefnum við á fleiri. Dauðinn er ekki endalokin Maður deyr tiltölulega hratt í COD:W. Sérstaklega borið saman við leiki eins og Apex Legends þar sem brynjur geta stöðvað heilu magasínin. Það sakar þó yfirleitt ekki, þar sem félagar manns geta alltaf keypt mann aftur inn í leikinn, sé slík stöð nærri. Þar að auki fer maður í Gulagið þegar maður deyr fyrst. Þar tekur maður þátt í morðkeppni við annan spilara um það hver fær að fara aftur í leikinn. Þetta Gulag er samt alveg eins og sturtuherbergið í Alcatraz í hinni frábæru kvikmynd The Rock. Við sjáum atriði. Eitt þeirra bestu! Þetta er rosaleg mynd. Nóg um það. Þó maður komi aftur inn í miðjan leik, er oftar en ekki tiltölulega auðvelt að verða sér út um ný vopn og brynju. Meðspilarar manns geta kallað eftir vopnasendingu og þar að auki er oft hægt að finna góð vopn í litríkum kössum sem er dreft víða um borðið, eins og í Fortnite!? Eitt það besta við COD:W er að maður þarf ekki að eyða miklum tíma í að hlaupa um og leita að alls konar drasli til að bæta eigin möguleika. Vopnakerfi leiksins er skemmtilega einfalt. Það eru engir bakpokar sem maður þarf að troðfylla af sjónaukum, lyfjum, magasínum og byssukúlum. Það er í takt við mikinn hraða leiksins gerir allt mun einfaldara og betra. Activision Blizzard Lítil ástæða til að prófa ný vopn Það er þó galli varðandi vopnin og það er að til að gera vopnin betri þarf maður að nota þau og nota þau mikið. Það leiðir til þess að maður hefur litla ástæðu til að leika sér með önnur vopn en þau sem manni þykir best. Það er þó tiltölulega auðvelt að koma höndum yfir góð vopn í leiknum sjálfum, eins og hefur komið fram áður. Enda snúast vopnasendingarnar sem maður borgar fyrir í Warzone ekki endilega um vopnin. Þær snúast um svokölluð Perks sem maður getur notað til að bæta karlinn sinn fyrir lokahluta viðureignarinnar. Með þeim getur maður meðal annars auðveldað sér að felast þegar hringurinn er orðinn lítill og aukið líkur sínar til muna. Peningar eru skemmtileg tilbreyting í Battle Royal-leik. Í mörgum þeirra reynir mikið á upphaf viðureigna og þau vopn sem maður finnur þá. Það skiptir lykilmáli fyrir það hvernig framvindan er. Það er minna um það í COD:W, þar sem hægt er að kaupa vopn og aðra hluti. Hægt er að finna peninga í húsum og kistum en einnig er hægt að fá þá með því að leysa ýmis verkefni. Þessi verkefni hjálpa líka til við að halda spilurum á hreyfingu. Það eru minni líkur á því að spilarar komi sér bara fyrir í einhverju húsi og skjóti alla sem nálgast þá. Það gerir viðureignirnar skemmtilegri. Til að mynda er hægt að taka að sér það verkefni að fella einhvern tiltekinn spilara. Maður fær staðsetningu hans á korti og getur elt hann uppi. Sá spilari fær meldingu um að verið sé að elta hann og getur falið sig, flúið eða barist á móti. Lifi hann af, fær hann og meðspilarar hans pening en ekki þeir sem tóku að sér að fella hann. Samantekt-ish Til að draga þetta saman, þá ættu fáir að verða fyrir vonbrigðum með COD:W. Sérstaklega með tilliti til þess að hann er ókeypis. Þetta er vel heppnaður Battle Royale-leikur sem fær margt það besta lánað frá fyrri leikjum. Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Call of Duty: Warzone fær margt lánað frá öðrum svokölluðum Battle Royale leikjum. Þrátt fyrir það er leikurinn nokkuð einstakur. Hann einkennist helst af einfaldleika og miklum hraða. 150 spilarar etja kappi við hvorn annan, einir eða í þriggja manna liðum, í risastóru borði sem fer sífellt minnkandi. Þeir sem standa síðastir eftir vinna. Leikurinn er tæknilega séð enn í betu-útgáfu en allir geta sótt hann og spilað að kostnaðarlausu. Ég er mjög ánægður með COD:W. Hann er hraður, skemmtilegur og spennandi þegar komið er í topp tíu, eins og allir Battle Royale leikir. Ég hef tvisvar sinnum unnið í Squads með Óttari og Andra með mér í liði. Í fyrra skiptið spiluðum við mjög taktískt. Héldum okkur við jaðar hringsins sem minnkar stöðugt og fórum varlega áfram og földum okkur þegar það var ekki í okkar hag að berjast. Í seinna skiptið spiluðum við aðeins öðruvísi. Skelltum okkur á vinsælan byrjunarstað og myrtum þar haug af öðrum spilurum. Þannig fengum við nóg af pening til að kaupa uppáhalds vopnin okkar og annan búnað til að gera okkur auðveldara fyrir í lokahluta viðureignarinnar, þegar hringurinn er að falla saman. Óttar vildi að ég bætti við hér að í fyrri leiknum sem við unnum, gerðum við það með afgerandi hætti. Við komum að síðasta teyminu úr þremur áttum og stóðum allir uppi í lokin. Það var meiri óreiða í seinni sigrinum og svo stefnum við á fleiri. Dauðinn er ekki endalokin Maður deyr tiltölulega hratt í COD:W. Sérstaklega borið saman við leiki eins og Apex Legends þar sem brynjur geta stöðvað heilu magasínin. Það sakar þó yfirleitt ekki, þar sem félagar manns geta alltaf keypt mann aftur inn í leikinn, sé slík stöð nærri. Þar að auki fer maður í Gulagið þegar maður deyr fyrst. Þar tekur maður þátt í morðkeppni við annan spilara um það hver fær að fara aftur í leikinn. Þetta Gulag er samt alveg eins og sturtuherbergið í Alcatraz í hinni frábæru kvikmynd The Rock. Við sjáum atriði. Eitt þeirra bestu! Þetta er rosaleg mynd. Nóg um það. Þó maður komi aftur inn í miðjan leik, er oftar en ekki tiltölulega auðvelt að verða sér út um ný vopn og brynju. Meðspilarar manns geta kallað eftir vopnasendingu og þar að auki er oft hægt að finna góð vopn í litríkum kössum sem er dreft víða um borðið, eins og í Fortnite!? Eitt það besta við COD:W er að maður þarf ekki að eyða miklum tíma í að hlaupa um og leita að alls konar drasli til að bæta eigin möguleika. Vopnakerfi leiksins er skemmtilega einfalt. Það eru engir bakpokar sem maður þarf að troðfylla af sjónaukum, lyfjum, magasínum og byssukúlum. Það er í takt við mikinn hraða leiksins gerir allt mun einfaldara og betra. Activision Blizzard Lítil ástæða til að prófa ný vopn Það er þó galli varðandi vopnin og það er að til að gera vopnin betri þarf maður að nota þau og nota þau mikið. Það leiðir til þess að maður hefur litla ástæðu til að leika sér með önnur vopn en þau sem manni þykir best. Það er þó tiltölulega auðvelt að koma höndum yfir góð vopn í leiknum sjálfum, eins og hefur komið fram áður. Enda snúast vopnasendingarnar sem maður borgar fyrir í Warzone ekki endilega um vopnin. Þær snúast um svokölluð Perks sem maður getur notað til að bæta karlinn sinn fyrir lokahluta viðureignarinnar. Með þeim getur maður meðal annars auðveldað sér að felast þegar hringurinn er orðinn lítill og aukið líkur sínar til muna. Peningar eru skemmtileg tilbreyting í Battle Royal-leik. Í mörgum þeirra reynir mikið á upphaf viðureigna og þau vopn sem maður finnur þá. Það skiptir lykilmáli fyrir það hvernig framvindan er. Það er minna um það í COD:W, þar sem hægt er að kaupa vopn og aðra hluti. Hægt er að finna peninga í húsum og kistum en einnig er hægt að fá þá með því að leysa ýmis verkefni. Þessi verkefni hjálpa líka til við að halda spilurum á hreyfingu. Það eru minni líkur á því að spilarar komi sér bara fyrir í einhverju húsi og skjóti alla sem nálgast þá. Það gerir viðureignirnar skemmtilegri. Til að mynda er hægt að taka að sér það verkefni að fella einhvern tiltekinn spilara. Maður fær staðsetningu hans á korti og getur elt hann uppi. Sá spilari fær meldingu um að verið sé að elta hann og getur falið sig, flúið eða barist á móti. Lifi hann af, fær hann og meðspilarar hans pening en ekki þeir sem tóku að sér að fella hann. Samantekt-ish Til að draga þetta saman, þá ættu fáir að verða fyrir vonbrigðum með COD:W. Sérstaklega með tilliti til þess að hann er ókeypis. Þetta er vel heppnaður Battle Royale-leikur sem fær margt það besta lánað frá fyrri leikjum.
Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira