Segir Bretum að búa sig undir að aðgerðir vari í sex mánuði Sylvía Hall skrifar 29. mars 2020 17:37 Dr. Jenny Harries. Vísir/Getty Dr. Jenny Harries, yfirmaður heilsuverndarstofnunar Bretlands, segir Breta mega búast við því að einhverjar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði í gildi næstu sex mánuði. Það þýði þó ekki að útgöngubann muni vara svo lengi. Þetta kom fram í máli Harries á daglegum upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Þar minnti hún almenning á að það væri mikilvægt að sýna ábyrgð og fylgja fyrirmælum yfirvalda til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Fjöldi tilfella í Bretlandi er kominn í 19.763 og eru staðfest dauðsföll orðin 1.228 Harries sagði ríkisstjórnina endurskoða útgöngubannið eftir þrjár vikur. Það væri þó ekki hægt að búast við því að almenningur gæti skyndilega farið að haga lífi sínu líkt og áður heldur þyrfti slíkt að vera gert í skrefum. „Við munum ekki þá snúa aftur í okkar hefðbundna lífstíl. Það væri frekar hættulegt,“ sagði Harries og bætti við að með því myndi árangur aðgerðanna mögulega þurrkast út og landið gæti séð fram á annan hápunkt í faraldrinum. Ekki séð svona ástand á friðartímum Robert Jenrick húsnæðismálaráðherra sagði landið vera á neyðaráætlun sem væri óþekkt á friðartímum. Hann segir þær aðgerðir sem ráðist hafi verið í til þess að útvega starfsfólki heilbrigðisþjónustunnar búnaði til þess að takast á við veiruna vera gífurlega umfangsmiklar. „Við höfum ekki gert neitt þessu líkt síðan í seinni heimstyrjiöld.“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í bréfi sem sent var á öll heimili landsins að kórónuveirufaraldurinn í landinu ætti eftir að versna áður en hann færi að ganga niður. Johnson, sem nú er í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19, sagði einnig í bréfinu að strangari aðgerðir en þær sem þegar hefur verið gripið til vegna faraldursins gætu verið á næsta leiti. „Frá byrjun höfum við reynt að grípa til réttra aðgerða á réttum tíma. Við munum ekki hika við að ganga lengra, ef það er það sem vísindaleg gögn og læknisfræðileg ráðgjöf bendir til að við þurfum að gera,“ sagði Johnson meðal annars. Þá munu Bretar á næstunni fá leiðbeiningar um þær reglur sem gilda vegna faraldursins inn um lúguna hjá sér á næstu dögum. Bréfið var sent í kjölfar mikillar gagnrýni á stjórnvöld í landinu vegna skorts á leiðbeiningum og skýrleika varðandi reglur tengdar kórónuveirunni. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Hlutirnir verða verri áður en þeir verða betri“ Boris Johnson hefur sent bréf á öll heimili Bretlands, þar sem hann fjallar um kórónuveirufaraldurinn og þá tíma sem fram undan eru í landinu. 29. mars 2020 07:56 Boris veikur af Covid-19 og fer í einangrun Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti rétt í þessu að hann hefði fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. Hann sagði í myndskeiði á Twitter að hann hefði fengið mild einkenni Covid-19 sjúkdómsins á síðasta sólarhring. 27. mars 2020 11:31 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Dr. Jenny Harries, yfirmaður heilsuverndarstofnunar Bretlands, segir Breta mega búast við því að einhverjar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði í gildi næstu sex mánuði. Það þýði þó ekki að útgöngubann muni vara svo lengi. Þetta kom fram í máli Harries á daglegum upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Þar minnti hún almenning á að það væri mikilvægt að sýna ábyrgð og fylgja fyrirmælum yfirvalda til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Fjöldi tilfella í Bretlandi er kominn í 19.763 og eru staðfest dauðsföll orðin 1.228 Harries sagði ríkisstjórnina endurskoða útgöngubannið eftir þrjár vikur. Það væri þó ekki hægt að búast við því að almenningur gæti skyndilega farið að haga lífi sínu líkt og áður heldur þyrfti slíkt að vera gert í skrefum. „Við munum ekki þá snúa aftur í okkar hefðbundna lífstíl. Það væri frekar hættulegt,“ sagði Harries og bætti við að með því myndi árangur aðgerðanna mögulega þurrkast út og landið gæti séð fram á annan hápunkt í faraldrinum. Ekki séð svona ástand á friðartímum Robert Jenrick húsnæðismálaráðherra sagði landið vera á neyðaráætlun sem væri óþekkt á friðartímum. Hann segir þær aðgerðir sem ráðist hafi verið í til þess að útvega starfsfólki heilbrigðisþjónustunnar búnaði til þess að takast á við veiruna vera gífurlega umfangsmiklar. „Við höfum ekki gert neitt þessu líkt síðan í seinni heimstyrjiöld.“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í bréfi sem sent var á öll heimili landsins að kórónuveirufaraldurinn í landinu ætti eftir að versna áður en hann færi að ganga niður. Johnson, sem nú er í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19, sagði einnig í bréfinu að strangari aðgerðir en þær sem þegar hefur verið gripið til vegna faraldursins gætu verið á næsta leiti. „Frá byrjun höfum við reynt að grípa til réttra aðgerða á réttum tíma. Við munum ekki hika við að ganga lengra, ef það er það sem vísindaleg gögn og læknisfræðileg ráðgjöf bendir til að við þurfum að gera,“ sagði Johnson meðal annars. Þá munu Bretar á næstunni fá leiðbeiningar um þær reglur sem gilda vegna faraldursins inn um lúguna hjá sér á næstu dögum. Bréfið var sent í kjölfar mikillar gagnrýni á stjórnvöld í landinu vegna skorts á leiðbeiningum og skýrleika varðandi reglur tengdar kórónuveirunni.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Hlutirnir verða verri áður en þeir verða betri“ Boris Johnson hefur sent bréf á öll heimili Bretlands, þar sem hann fjallar um kórónuveirufaraldurinn og þá tíma sem fram undan eru í landinu. 29. mars 2020 07:56 Boris veikur af Covid-19 og fer í einangrun Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti rétt í þessu að hann hefði fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. Hann sagði í myndskeiði á Twitter að hann hefði fengið mild einkenni Covid-19 sjúkdómsins á síðasta sólarhring. 27. mars 2020 11:31 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
„Hlutirnir verða verri áður en þeir verða betri“ Boris Johnson hefur sent bréf á öll heimili Bretlands, þar sem hann fjallar um kórónuveirufaraldurinn og þá tíma sem fram undan eru í landinu. 29. mars 2020 07:56
Boris veikur af Covid-19 og fer í einangrun Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti rétt í þessu að hann hefði fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. Hann sagði í myndskeiði á Twitter að hann hefði fengið mild einkenni Covid-19 sjúkdómsins á síðasta sólarhring. 27. mars 2020 11:31