Mikilvægt að virða samkomubann þó úrvinnslusóttkví sé lokið Vésteinn Örn Pétursson og Birgir Olgeirsson skrifa 28. mars 2020 11:39 Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Vísir Sveitarstjóri Húnaþings Vestra minnir íbúa á að missa sig ekki í gleðinni þó úrvinnslusóttkví hafi verið felld niður. 19 eru smitaðir og tæplega þrjú hundruð í sóttkví. Mikilvægt sé að fylgja áfram reglum um samkomubann. Úrvinnslusóttkvíin var sett á þann 21. mars síðastliðinn vegna gruns um víðtækt smit í sveitarfélaginu. Var um tímabundna ráðstöfun að ræða á meðan unnið var að smitrakningu. „Það voru grunsemdir um víðtækt smit, þar sem niðurstöður höfðu sýnt að smitleiðir voru ekki allar þekktar. Þess vegna voru grunsemdir um að það væri víðtækt smit hérna,“ segir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Nú er búið að kortleggja smitið sem kom eftir þekktum leiðum. „Þetta er lítið samfélag, hér er mikill samgangur á meðal fólks og fyrsta smitið greindist í skólanum. Það er stærsti vinnustaður sveitarfélagsins þar sem 220 manns vinna, nemendur, kennarar og starfsfólk. Þess vegna eru nú svona tölurnar háar hjá okkur í sóttkvínni.“ Úrvinnslusóttkvíin stóð yfir í sjö dag. Hún fól í sér að einungis einn aðili af hverju heimili gat yfirgefið það í hvert sinn til að kaupa mat og nauðsynjar. „Þessi vika er búin að vera undarleg en við höfum nú unnið eftir öllum þeim leiðbeiningum sem við höfum fengið. Öll starfsemi hér hefur verið lömuð, fyrirtæki lokuð og fólk að vinna að heiman frá og takmarkanir á hversu margir mega fara og sækja nauðsynjar. Öll almenn þjónusta hefur legið niðri í sveitarfélaginu þessa viku.“ Þó íbúarnir sé vafalaust frelsinu fegnir þá minnir Ragnheiður á að stríðinu við þennan faraldur sé ekki lokið. Fjölmargir eru enn í sóttkví í þessu 1.200 manna samfélagi. „Þá megum við ekki gleyma okkur því að veiran er hérna enn þá og við verðum að fylgja öllum reglum sem að sóttvarnarlæknir setur okkur og gæta okkar, svo við lendum ekki aftur í þessari stöðu, að vera sett í úrvinnslusóttkví.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Húnaþing vestra Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Sveitarstjóri Húnaþings Vestra minnir íbúa á að missa sig ekki í gleðinni þó úrvinnslusóttkví hafi verið felld niður. 19 eru smitaðir og tæplega þrjú hundruð í sóttkví. Mikilvægt sé að fylgja áfram reglum um samkomubann. Úrvinnslusóttkvíin var sett á þann 21. mars síðastliðinn vegna gruns um víðtækt smit í sveitarfélaginu. Var um tímabundna ráðstöfun að ræða á meðan unnið var að smitrakningu. „Það voru grunsemdir um víðtækt smit, þar sem niðurstöður höfðu sýnt að smitleiðir voru ekki allar þekktar. Þess vegna voru grunsemdir um að það væri víðtækt smit hérna,“ segir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Nú er búið að kortleggja smitið sem kom eftir þekktum leiðum. „Þetta er lítið samfélag, hér er mikill samgangur á meðal fólks og fyrsta smitið greindist í skólanum. Það er stærsti vinnustaður sveitarfélagsins þar sem 220 manns vinna, nemendur, kennarar og starfsfólk. Þess vegna eru nú svona tölurnar háar hjá okkur í sóttkvínni.“ Úrvinnslusóttkvíin stóð yfir í sjö dag. Hún fól í sér að einungis einn aðili af hverju heimili gat yfirgefið það í hvert sinn til að kaupa mat og nauðsynjar. „Þessi vika er búin að vera undarleg en við höfum nú unnið eftir öllum þeim leiðbeiningum sem við höfum fengið. Öll starfsemi hér hefur verið lömuð, fyrirtæki lokuð og fólk að vinna að heiman frá og takmarkanir á hversu margir mega fara og sækja nauðsynjar. Öll almenn þjónusta hefur legið niðri í sveitarfélaginu þessa viku.“ Þó íbúarnir sé vafalaust frelsinu fegnir þá minnir Ragnheiður á að stríðinu við þennan faraldur sé ekki lokið. Fjölmargir eru enn í sóttkví í þessu 1.200 manna samfélagi. „Þá megum við ekki gleyma okkur því að veiran er hérna enn þá og við verðum að fylgja öllum reglum sem að sóttvarnarlæknir setur okkur og gæta okkar, svo við lendum ekki aftur í þessari stöðu, að vera sett í úrvinnslusóttkví.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Húnaþing vestra Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira