Menning

Bein út­­­­­sending: Heima­helgi­­­­­stund í Bessastaðakirkju

Sylvía Hall skrifar
Það er sr. Hans Guðberg Alfreðsson, sem stýrir stundinni ásamt Margréti Gunnarsdóttur, djákna. Ástvaldur Traustason verður við orgelið.Ellen Kristjánsdóttir, söngkona, mun syngja. 
Það er sr. Hans Guðberg Alfreðsson, sem stýrir stundinni ásamt Margréti Gunnarsdóttur, djákna. Ástvaldur Traustason verður við orgelið.Ellen Kristjánsdóttir, söngkona, mun syngja.  forseti.is

Í dag klukkan 17 verður heimahelgistund streymt heim til landsmanna frá Bessastaðakirkju.

Eins og svo margt annað fellur allt messuhald og fermingar í Þjóðkirkjunni niður í vor vegna samkomubannsins og faraldurs kórónuveiru.

Á meðan á þessu stendur ætlar kirkjan að koma til heimila þess fólks sem getur ekki heimsótt hana og er hægt að fylgjast með í beinni útsendingu hér á Vísi.

„Meðan samkomubann ríkir viljum við færa þjóðkirkjuna og hennar starf heim í stofu. Fólk getur átt þá hugleiðslu, bæn og kyrrð sem það annars myndi eiga í kirkjunni, heima hjá sér. Kirkjan hefur miklar skyldur gagnvart þjóðinni og þetta er ein leiðin til þess að uppfylla þær. Þrjár kirkjur ríða á vaðið, Laugarneskirkja, þá Lindakirkja og svo Vídalínskirkja, framhaldið spilum við svo eftir eyranu eftir því hvernig málin þróast,“ segir Pétur G. Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu. Formið á helgistundunum svipar til messu, með hugvekju, bæn og tónlist, en er þó knappara, eða 25 til 30 mínútur.

Það er sr. Hans Guðberg Alfreðsson, sem stýrir stundinni ásamt Margréti Gunnarsdóttur, djákna. Ástvaldur Traustason verður við orgelið. Góður gestur kemur sem er Ellen Kristjánsdóttir, söngkona.


Tengdar fréttir

Heima-helgistundir í beinni á Vísi næstu sunnudaga

Heima-helgistundum á vegum þjóðkirkjunnar verður streymt hér á Vísi næstu fjóra sunnudaga. Fyrsta útsendingin verður frá Laugarneskirkju klukkan 17 á morgun, sunnudaginn 22. mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.