Dýralæknir segir upp þjónustusamningi við MAST í fússi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. mars 2020 23:38 MAST er með þjónustusamninga við dýralækna víða um land. Vísir/Vilhelm Ingunn Reynisdóttir, dýralæknir á Syðri-völlum á Hvammstanga, segist hafa sagt upp þjónustusamningi við Húnavatnssýslur í dag. Hún greinir frá þessu á Facebook en fyrirtæki hennar Dýrin mín stór og smá hefur séð um dýralækningar fyrir Matvælastofnun á svæðinu. Ingunn segir að nú sé þetta loksins frá. Ástæðan fyrir uppsögninni hafi hlaðist upp á löngum tíma en hún hafi alltof stótru svæði að sinna. Engar afleysingar séu í boði og þannig hafi hún ekki fengið sumarfrí í átta ár. Ofboðslega erfiður vetur Veturinn hefur verið harður á Norðvesturlandi og er skemmst að minnast óveðursins í desember þegar fjöldi hrossa draps. Hún lýsir vetrinum sem ofboðslega erfiðum með atvikum og önnum sem enginn dýralæknir eigi að þurfa að berjast við einn. „Ekkert útlit fyrir að breyting verði á starfsumhverfi þar sem samningaviðrœður við Matvœlastofnun og ráðuneyti eru ekki að skila neinu,“ segir Ingunn. „En dropinn sem fyllti mœlinn var viðmótið og svörin sem ég fékk frá matvœlastofnun þegar ég tilkynnti þeim að ég vœri komin í fyrirskipaða sóttkví vegna Covid 19. Mér tjáð að ég þyrfti að útvega afleysingu og greiða fyrir hana sjálf. Fœ semsagt engar þjónustugreiðslur/laun á meðan,“ segir Ingunn. Hún standi með sjálfri sér í þetta skiptið. Yfirdýralækni finnst að sér vegið Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir segir í ummælum við þráð Ingunnar að henni finnist ómaklega að sér vegið miðað við undirritaða samninga og samtöl þeirra á milli í dag og í gær. Ingunn svarar að hún hafi nú ekki nefnt Sigurborgu á nafn heldur Matvælastofnun. „En þetta er mín skoðun á málinu og ég veit að þar erum við algerlega ósammála. Þessi þjónustusamningur engum boðlegur. Sem er meðal annars ástæðan fyrir því að ég segi honum upp.“ Ingunn segist þó ætla að sinna dýralækningum áfram á svæðinu. Dýr Húnavatnshreppur Húnaþing vestra Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Ingunn Reynisdóttir, dýralæknir á Syðri-völlum á Hvammstanga, segist hafa sagt upp þjónustusamningi við Húnavatnssýslur í dag. Hún greinir frá þessu á Facebook en fyrirtæki hennar Dýrin mín stór og smá hefur séð um dýralækningar fyrir Matvælastofnun á svæðinu. Ingunn segir að nú sé þetta loksins frá. Ástæðan fyrir uppsögninni hafi hlaðist upp á löngum tíma en hún hafi alltof stótru svæði að sinna. Engar afleysingar séu í boði og þannig hafi hún ekki fengið sumarfrí í átta ár. Ofboðslega erfiður vetur Veturinn hefur verið harður á Norðvesturlandi og er skemmst að minnast óveðursins í desember þegar fjöldi hrossa draps. Hún lýsir vetrinum sem ofboðslega erfiðum með atvikum og önnum sem enginn dýralæknir eigi að þurfa að berjast við einn. „Ekkert útlit fyrir að breyting verði á starfsumhverfi þar sem samningaviðrœður við Matvœlastofnun og ráðuneyti eru ekki að skila neinu,“ segir Ingunn. „En dropinn sem fyllti mœlinn var viðmótið og svörin sem ég fékk frá matvœlastofnun þegar ég tilkynnti þeim að ég vœri komin í fyrirskipaða sóttkví vegna Covid 19. Mér tjáð að ég þyrfti að útvega afleysingu og greiða fyrir hana sjálf. Fœ semsagt engar þjónustugreiðslur/laun á meðan,“ segir Ingunn. Hún standi með sjálfri sér í þetta skiptið. Yfirdýralækni finnst að sér vegið Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir segir í ummælum við þráð Ingunnar að henni finnist ómaklega að sér vegið miðað við undirritaða samninga og samtöl þeirra á milli í dag og í gær. Ingunn svarar að hún hafi nú ekki nefnt Sigurborgu á nafn heldur Matvælastofnun. „En þetta er mín skoðun á málinu og ég veit að þar erum við algerlega ósammála. Þessi þjónustusamningur engum boðlegur. Sem er meðal annars ástæðan fyrir því að ég segi honum upp.“ Ingunn segist þó ætla að sinna dýralækningum áfram á svæðinu.
Dýr Húnavatnshreppur Húnaþing vestra Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira