Umsóknir um skert starfshlutfall streyma inn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. mars 2020 16:35 Húsnæði Vinnumálastofnunar í Reykjavík. Stofnunin hefur einnig útibú á Hvammstanga þar sem umsóknir um fæðingarorlof eru afgreiddar svo dæmi sé tekið. Vísir/Vilhelm Fjögur þúsund umsóknir hafa borist Vinnumálastofnun á fyrstu fjórum klukkustundunum síðan hægt var að sækja um úrræðið á vef stofnunarinnar í hádeginu. Alþingi samþykkti á föstudag frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um um rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitenda, svokallaða hlutastarfaleið. Vinnumálastofnun hefur umsjón með umsóknum um atvinnuleysisbætur vegna minnkaðs starfshlutfalls og hafa um 500 umsóknir bæst við á hverjum klukkutíma frá því opnað var fyrir umsóknir í hádeginu. Alls voru umsóknirnar í kringum fjögur þúsund um klukkan fjögur síðdegis að því er segir á vef Stjórnarráðsins. Samkvæmt lögunum getur fólk sem verið hefur í fullu starfi farið niður í allt að 25 prósenta starfshlutfall og átt rétt á bótum. Þeir sem eru með 400 þúsund eða minna í mánaðarlaun fá fullar bætur á móti skertu hlutfalli í vinnu. Sótt er um í gegnum mínar síður á heimasíðu Vinnumálastofnunar. Stefnt er að því að greiða fyrstu greiðslurnar 31. mars. Einhverjar greiðslur geta hins vegar dregist fram í byrjun apríl. Allar umsóknir gilda afturvirkt frá 15. mars síðastliðnum. „Markmiðið með lagasetningunni er einfalt; stuðla að því að vinnuveitendur haldi ráðningarsambandi við starfsmenn sína eins og frekast er unnt. Þessi miklu viðbrögð sýna að þessar aðgerðir eru að virka og við ætlum að fara í gegnum þetta saman og að hér verði kröftug viðspyrna í þessum tímabundna ástandi sem faraldurinn er,” segir Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra. Undir þetta tekur Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. „Það er fagnaðarefni hversu hratt hefur gengið að vinna þetta verkefni og það hefur verið mikið álag á vef Vinnumálastofnunar frá því opnuðum fyrir umsóknir í dag. Umsóknirnar sem okkur hafa borist í dag eru fjölmargar og við hvetjum bæði atvinnurekendur og launafólk til þess að kynna sér þessi úrræði vel.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Opnað fyrir umsóknir um minnkað starfshlutfall Opnað hefur verið fyrir umsóknir um minnkað starfshlutfall á vef Vinnumálastofnunar. Sótt er um í gegnum mínar síður á heimasíðu stofnunarinnar. 25. mars 2020 12:08 Hægt að sækja um bætur á móti skertum launum á morgun Reiknað er með að jafnvel tugþúsundir manna muni sækja um bætur á móti skertu starfshlutfalli. Hægt verður að byrja að sækja um bæturnar fyrir hádegi á morgun. 24. mars 2020 15:29 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Fjögur þúsund umsóknir hafa borist Vinnumálastofnun á fyrstu fjórum klukkustundunum síðan hægt var að sækja um úrræðið á vef stofnunarinnar í hádeginu. Alþingi samþykkti á föstudag frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um um rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitenda, svokallaða hlutastarfaleið. Vinnumálastofnun hefur umsjón með umsóknum um atvinnuleysisbætur vegna minnkaðs starfshlutfalls og hafa um 500 umsóknir bæst við á hverjum klukkutíma frá því opnað var fyrir umsóknir í hádeginu. Alls voru umsóknirnar í kringum fjögur þúsund um klukkan fjögur síðdegis að því er segir á vef Stjórnarráðsins. Samkvæmt lögunum getur fólk sem verið hefur í fullu starfi farið niður í allt að 25 prósenta starfshlutfall og átt rétt á bótum. Þeir sem eru með 400 þúsund eða minna í mánaðarlaun fá fullar bætur á móti skertu hlutfalli í vinnu. Sótt er um í gegnum mínar síður á heimasíðu Vinnumálastofnunar. Stefnt er að því að greiða fyrstu greiðslurnar 31. mars. Einhverjar greiðslur geta hins vegar dregist fram í byrjun apríl. Allar umsóknir gilda afturvirkt frá 15. mars síðastliðnum. „Markmiðið með lagasetningunni er einfalt; stuðla að því að vinnuveitendur haldi ráðningarsambandi við starfsmenn sína eins og frekast er unnt. Þessi miklu viðbrögð sýna að þessar aðgerðir eru að virka og við ætlum að fara í gegnum þetta saman og að hér verði kröftug viðspyrna í þessum tímabundna ástandi sem faraldurinn er,” segir Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra. Undir þetta tekur Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. „Það er fagnaðarefni hversu hratt hefur gengið að vinna þetta verkefni og það hefur verið mikið álag á vef Vinnumálastofnunar frá því opnuðum fyrir umsóknir í dag. Umsóknirnar sem okkur hafa borist í dag eru fjölmargar og við hvetjum bæði atvinnurekendur og launafólk til þess að kynna sér þessi úrræði vel.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Opnað fyrir umsóknir um minnkað starfshlutfall Opnað hefur verið fyrir umsóknir um minnkað starfshlutfall á vef Vinnumálastofnunar. Sótt er um í gegnum mínar síður á heimasíðu stofnunarinnar. 25. mars 2020 12:08 Hægt að sækja um bætur á móti skertum launum á morgun Reiknað er með að jafnvel tugþúsundir manna muni sækja um bætur á móti skertu starfshlutfalli. Hægt verður að byrja að sækja um bæturnar fyrir hádegi á morgun. 24. mars 2020 15:29 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Opnað fyrir umsóknir um minnkað starfshlutfall Opnað hefur verið fyrir umsóknir um minnkað starfshlutfall á vef Vinnumálastofnunar. Sótt er um í gegnum mínar síður á heimasíðu stofnunarinnar. 25. mars 2020 12:08
Hægt að sækja um bætur á móti skertum launum á morgun Reiknað er með að jafnvel tugþúsundir manna muni sækja um bætur á móti skertu starfshlutfalli. Hægt verður að byrja að sækja um bæturnar fyrir hádegi á morgun. 24. mars 2020 15:29