Sara á leið til besta félagsliðs Evrópu Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2020 11:15 Sara Björk Gunnarsdóttir hefur verið í lykilhlutverki hjá Wolfsburg. VÍSIR/GETTY Sara Björk Gunnarsdóttir er á leið til sigursælasta knattspyrnuliðs Evrópu og sennilega besta knattspyrnuliðs heims í dag, franska félagsins Lyon. Sara verður samningslaus í sumar eftir gjöful ár í Þýskalandi þar sem hún hefur orðið Þýskalandsmeistari og bikarmeistari þrjú ár í röð með Wolfsburg, og var á góðri leið með að ná því í fjórða sinn þegar hlé var gert vegna kórónuveirufaraldursins. Hún hefur verið í lykilhlutverki hjá liðinu öll þessi ár. Franski miðillinn RMC Sport greinir frá því að Sara og Lola Gallardo, markvörður Atlético Madrid, komi til Lyon í sumar. Þær eigi að fylla skarðið sem Dzsenifer Marozsan og Sarah Bouhaddi skilji eftir sig en þær eru á leið til Utah Royals í Bandaríkjunum, þar sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur verið á mála. Lyon hefur ekki staðfest fréttirnar en samkvæmt heimildum Vísis er fótur fyrir þeim. Sara, sem er 29 ára, hefur kynnst því á eigin skinni hve sterkt lið Lyon er en hún var í liði Wolfsburg sem tapaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Lyon árið 2018, og þegar Wolfsburg féll úr keppni gegn Lyon í 8-liða úrslitum keppninnar í fyrra. Lyon hefur unnið Meistaradeildina oftast allra liða eða sex sinnum, þar af fjögur síðustu ár. Lyon er, líkt og Wolfsburg, komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í ár en hlé er á keppninni og óvíst hvort og þá hvenær hún verði kláruð, vegna kórónuveirunnar. Lyon er einnig sigursælasta lið í sögu frönsku 1. deildarinnar með 13 titla en liðið hefur orðið franskur meistari 13 sinnum í röð. Þá hefur Lyon unnið frönsku bikarkeppnina átta sinnum. Franski boltinn Þýski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk hvetur unga iðkendur til að halda áfram að hreyfa sig Knattspyrnusamband Íslands vill gera sitt í að lyfta upp anda þjóðarinnar og hvetja hana til að halda áfram að hreyfa sig í samkomubanni. KSÍ fékk landsliðsfólkið til að taka þátt í þessu með sér. Ari Freyr Skúlason reið á vaðið í gær og í dag er það landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir sem tekur við keflinu. 21. mars 2020 14:15 Þjóðverjar fresta einnig Keppni í fimm sterkustu deildum Evrópu hefur verið frestar vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 15:41 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir er á leið til sigursælasta knattspyrnuliðs Evrópu og sennilega besta knattspyrnuliðs heims í dag, franska félagsins Lyon. Sara verður samningslaus í sumar eftir gjöful ár í Þýskalandi þar sem hún hefur orðið Þýskalandsmeistari og bikarmeistari þrjú ár í röð með Wolfsburg, og var á góðri leið með að ná því í fjórða sinn þegar hlé var gert vegna kórónuveirufaraldursins. Hún hefur verið í lykilhlutverki hjá liðinu öll þessi ár. Franski miðillinn RMC Sport greinir frá því að Sara og Lola Gallardo, markvörður Atlético Madrid, komi til Lyon í sumar. Þær eigi að fylla skarðið sem Dzsenifer Marozsan og Sarah Bouhaddi skilji eftir sig en þær eru á leið til Utah Royals í Bandaríkjunum, þar sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur verið á mála. Lyon hefur ekki staðfest fréttirnar en samkvæmt heimildum Vísis er fótur fyrir þeim. Sara, sem er 29 ára, hefur kynnst því á eigin skinni hve sterkt lið Lyon er en hún var í liði Wolfsburg sem tapaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Lyon árið 2018, og þegar Wolfsburg féll úr keppni gegn Lyon í 8-liða úrslitum keppninnar í fyrra. Lyon hefur unnið Meistaradeildina oftast allra liða eða sex sinnum, þar af fjögur síðustu ár. Lyon er, líkt og Wolfsburg, komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í ár en hlé er á keppninni og óvíst hvort og þá hvenær hún verði kláruð, vegna kórónuveirunnar. Lyon er einnig sigursælasta lið í sögu frönsku 1. deildarinnar með 13 titla en liðið hefur orðið franskur meistari 13 sinnum í röð. Þá hefur Lyon unnið frönsku bikarkeppnina átta sinnum.
Franski boltinn Þýski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk hvetur unga iðkendur til að halda áfram að hreyfa sig Knattspyrnusamband Íslands vill gera sitt í að lyfta upp anda þjóðarinnar og hvetja hana til að halda áfram að hreyfa sig í samkomubanni. KSÍ fékk landsliðsfólkið til að taka þátt í þessu með sér. Ari Freyr Skúlason reið á vaðið í gær og í dag er það landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir sem tekur við keflinu. 21. mars 2020 14:15 Þjóðverjar fresta einnig Keppni í fimm sterkustu deildum Evrópu hefur verið frestar vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 15:41 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Sjá meira
Sara Björk hvetur unga iðkendur til að halda áfram að hreyfa sig Knattspyrnusamband Íslands vill gera sitt í að lyfta upp anda þjóðarinnar og hvetja hana til að halda áfram að hreyfa sig í samkomubanni. KSÍ fékk landsliðsfólkið til að taka þátt í þessu með sér. Ari Freyr Skúlason reið á vaðið í gær og í dag er það landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir sem tekur við keflinu. 21. mars 2020 14:15
Þjóðverjar fresta einnig Keppni í fimm sterkustu deildum Evrópu hefur verið frestar vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 15:41