Svindlarar komast á ÓL í Tókýó Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2020 10:45 Ólympíuleikunum var frestað til sumarsins 2021. VÍSIR/EPA Það að Ólympíuleikunum í Tókýó hafi verið frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins þýðir að svindlurum sem sitja af sér bann fyrir ólöglega lyfjanotkun gefst kostur á að keppa á leikunum. Tekin var ákvörðun um það í síðasta mánuði að fresta leikunum og eiga þeir að hefjast í júlí árið 2021. Refsingar Alþjóða lyfjaeftirlitsins, WADA, taka mið af því að fjögur ár eru vanalega á milli Ólympíuleika og ekki er hægt að lengja þau eftir á vegna frestunar leikanna í þetta eina sinn. „Stöðluð refsing hjá WADA fyrir ólöglega lyfjanotkun er fjögurra ára bann,“ segir Brett Clothier sem er yfir Athletics Integrity Unit, nefnd Alþjóða frjálsíþróttasambandsins sem berst gegn ólöglegri lyfjanotkun. „Þessar refsingar hafa verið hannaðar með ólympíuhringrásina í huga. Í þessu tilfelli er um frávik að ræða og sumt íþróttafólk mun hagnast á því. Þetta er óheppileg staða en þetta er mjög skýrt út frá lagalegum forsendum. Bönnin eru miðuð við tíma en ekki ákveðna atburði,“ sagði Clothier. Clothier bendir á að frestun Ólympíuleikanna þýði líka að þeir sem falla á lyfjaprófi eftir ágúst á þessu ári muni missa af tvennum Ólympíuleikum, í Tókýó og í París árið 2024. Hins vegar geri reglur sem nú gilda í flestum löndum, um að halda fjarlægð frá fólki, það að verkum að afar erfitt sé að sinna lyfjaeftirliti. „Þær reglur sem hafa verið settar í mörgum löndum hafa gríðarlega alvarleg áhrif á lyfjapróf í heiminum. Við framkvæmum próf fyrir yfir 100 lönd og reglurnar eru ólíkar í hverju landi fyrir sig, og þær breytast dag frá degi eða viku frá viku. Við erum enn að framkvæma próf en það hafa verið alvarlegar truflanir, ekki spurning,“ sagði Clothier. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sérfræðingur í heilbrigðisvísindum segir afar óraunhæft að hægt verði að halda Ólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra árið 2021 verði ekki komið bóluefni við kórónuveirunni. 17. apríl 2020 19:00 Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí 2021 Nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana í Tókýó hafa verið gefnar út. 30. mars 2020 12:15 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Þorleifur lokið keppni á HM Sport Fleiri fréttir Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira
Það að Ólympíuleikunum í Tókýó hafi verið frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins þýðir að svindlurum sem sitja af sér bann fyrir ólöglega lyfjanotkun gefst kostur á að keppa á leikunum. Tekin var ákvörðun um það í síðasta mánuði að fresta leikunum og eiga þeir að hefjast í júlí árið 2021. Refsingar Alþjóða lyfjaeftirlitsins, WADA, taka mið af því að fjögur ár eru vanalega á milli Ólympíuleika og ekki er hægt að lengja þau eftir á vegna frestunar leikanna í þetta eina sinn. „Stöðluð refsing hjá WADA fyrir ólöglega lyfjanotkun er fjögurra ára bann,“ segir Brett Clothier sem er yfir Athletics Integrity Unit, nefnd Alþjóða frjálsíþróttasambandsins sem berst gegn ólöglegri lyfjanotkun. „Þessar refsingar hafa verið hannaðar með ólympíuhringrásina í huga. Í þessu tilfelli er um frávik að ræða og sumt íþróttafólk mun hagnast á því. Þetta er óheppileg staða en þetta er mjög skýrt út frá lagalegum forsendum. Bönnin eru miðuð við tíma en ekki ákveðna atburði,“ sagði Clothier. Clothier bendir á að frestun Ólympíuleikanna þýði líka að þeir sem falla á lyfjaprófi eftir ágúst á þessu ári muni missa af tvennum Ólympíuleikum, í Tókýó og í París árið 2024. Hins vegar geri reglur sem nú gilda í flestum löndum, um að halda fjarlægð frá fólki, það að verkum að afar erfitt sé að sinna lyfjaeftirliti. „Þær reglur sem hafa verið settar í mörgum löndum hafa gríðarlega alvarleg áhrif á lyfjapróf í heiminum. Við framkvæmum próf fyrir yfir 100 lönd og reglurnar eru ólíkar í hverju landi fyrir sig, og þær breytast dag frá degi eða viku frá viku. Við erum enn að framkvæma próf en það hafa verið alvarlegar truflanir, ekki spurning,“ sagði Clothier.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sérfræðingur í heilbrigðisvísindum segir afar óraunhæft að hægt verði að halda Ólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra árið 2021 verði ekki komið bóluefni við kórónuveirunni. 17. apríl 2020 19:00 Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí 2021 Nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana í Tókýó hafa verið gefnar út. 30. mars 2020 12:15 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Þorleifur lokið keppni á HM Sport Fleiri fréttir Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira
„Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sérfræðingur í heilbrigðisvísindum segir afar óraunhæft að hægt verði að halda Ólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra árið 2021 verði ekki komið bóluefni við kórónuveirunni. 17. apríl 2020 19:00
Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí 2021 Nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana í Tókýó hafa verið gefnar út. 30. mars 2020 12:15