Netnotkun Íslendinga í samkomubanni jafnast á við jólin Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2020 20:48 Aukning þessi á bæði við netnotkun í símum og í gegnum þráðlaus net en aukningin er mest yfir dagtímann. Vísir/Getty Netnotkun Íslendinga hefur aukist nokkuð undanfarna daga og vikur með tilliti til samkomubanns og félagslegar einangrunar Íslendinga sem vinna nú margir hverjir heima hjá sér. Aukning þessi á bæði við netnotkun í símum og í gegnum þráðlaus net en aukningin er mest yfir dagtímann. Þó er traffíkin ennþá meiri á kvöldin en á daginn, eins og yfirleitt. Vísir leitaði svara um netnotkun Íslendinga á tímum faraldurs hjá Vodafone, Símanum og Nova. Í stuttu máli sagt, þá er notkunin meiri en venjulega og eins og áður segir á það við farsíma, heimanet og sjónvarpsáhorf. Hjá Vodafone var hækkunin til að mynda um 20 til 30 prósent á heimatengingum. Enn nær umferðin á daginn ekki í netnotkun á kvöldin, þó hún hafi aukist svo mikið. Samkvæmt svörum frá Símanum jafnast umferðin á við jól og páska en þá eru einmitt flestir Íslendingar heima og ekki í vinnu. Þar er hið sama á teningnum varðandi aukna netumferð á daginn og er hún mun meiri en hefðbundin notkun á virkum dögum. Þar að auki dreifist hún yfir allan daginn, í stað þess að toppa á ákveðnum tíma dags. Gagnanotkun hjá Nova hefur sömuleiðis aukist eftir að samkomubann var sett á og leggst hún einnig nokkuð jafnt yfir. Þar á bæ, eins og annarsstaðar, hefur hin aukna netnotkun ekki komið niður á svartíma fjarskiptakerfa. Netnotkun viðskiptavina NOVA í farsímum hefur aukist mikið á milli ára og er búist að sú þróun haldi áfram. Að mestu er það streymi afþreyingar og samskipta í háum gæðum sem kallar eftir aukinni afkastagetu. Þá virðast Íslendingar mun duglegri við að hringja í hvorn annan. Því símtölum í farsímakerfi Vodafone hefur fjölgað um helming. Það er, 50 prósent. Vísir er í eigu Sýnar, sem á einnig Vodane. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarskipti Samkomubann á Íslandi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands: Óskar eftir undanþágu vegna viðskiptaþvingana Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Netnotkun Íslendinga hefur aukist nokkuð undanfarna daga og vikur með tilliti til samkomubanns og félagslegar einangrunar Íslendinga sem vinna nú margir hverjir heima hjá sér. Aukning þessi á bæði við netnotkun í símum og í gegnum þráðlaus net en aukningin er mest yfir dagtímann. Þó er traffíkin ennþá meiri á kvöldin en á daginn, eins og yfirleitt. Vísir leitaði svara um netnotkun Íslendinga á tímum faraldurs hjá Vodafone, Símanum og Nova. Í stuttu máli sagt, þá er notkunin meiri en venjulega og eins og áður segir á það við farsíma, heimanet og sjónvarpsáhorf. Hjá Vodafone var hækkunin til að mynda um 20 til 30 prósent á heimatengingum. Enn nær umferðin á daginn ekki í netnotkun á kvöldin, þó hún hafi aukist svo mikið. Samkvæmt svörum frá Símanum jafnast umferðin á við jól og páska en þá eru einmitt flestir Íslendingar heima og ekki í vinnu. Þar er hið sama á teningnum varðandi aukna netumferð á daginn og er hún mun meiri en hefðbundin notkun á virkum dögum. Þar að auki dreifist hún yfir allan daginn, í stað þess að toppa á ákveðnum tíma dags. Gagnanotkun hjá Nova hefur sömuleiðis aukist eftir að samkomubann var sett á og leggst hún einnig nokkuð jafnt yfir. Þar á bæ, eins og annarsstaðar, hefur hin aukna netnotkun ekki komið niður á svartíma fjarskiptakerfa. Netnotkun viðskiptavina NOVA í farsímum hefur aukist mikið á milli ára og er búist að sú þróun haldi áfram. Að mestu er það streymi afþreyingar og samskipta í háum gæðum sem kallar eftir aukinni afkastagetu. Þá virðast Íslendingar mun duglegri við að hringja í hvorn annan. Því símtölum í farsímakerfi Vodafone hefur fjölgað um helming. Það er, 50 prósent. Vísir er í eigu Sýnar, sem á einnig Vodane.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarskipti Samkomubann á Íslandi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands: Óskar eftir undanþágu vegna viðskiptaþvingana Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira