Segir virði Mbappé falla um 160 milljónir evra Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2020 10:00 Kylian Mbappé gæti verið á leið til Real Madrid í framtíðinni, fyrir mun lægra verð en áður. vísir/getty Ýmsir velta nú fyrir sér hverjar fjárhagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins verði fyrir fótboltaheiminn. Franskur stjórnmálamaður segir ljóst að stjörnur á borð við Kylian Mbappé muni hríðfalla í verði. Daniel Cohn-Bendit er einn af fulltrúum Frakka á Evrópuþinginu. Hann kom inn á knattspyrnuhlið kórónuveirukrísunnar í pistli sínum í Ouest France. „Þegar að kórónuveirukrísunni lýkur mun Mbappé ekki vera metinn á meira en 35-40 milljónir evra, í stað 200 áður,“ skrifar Cohn-Bendit. Félög í bestu deildum Evrópu ramba jafnvel á barmi gjaldþrots og enn óvíst hvenær keppni getur hafist að nýju, og hvað þá fyrir framan áhorfendur. „Og hver mun hafa efni á að kaupa hann? Þessi krísa mun stöðva fáránleikann í afreksíþróttum. Þetta er eins og kjarnorkustyrjöld og það þarf að byggja allt upp að nýju, á öðrum grunni. Það verða settar reglur og það er nauðsynlegt að ganga lengra í að setja launaþak. Þetta endurskipulag mun ekki bara hafa áhrif á laun leikmanna heldur líka auglýsingasamninga. Við verðum að brjóta upp þetta umboðsmannakerfi, sem stuðlar að óeðlilega dýrum viðskiptum í fótboltanum. Ég held að leikmenn muni ekki hafa það neitt verra þó að þeir fái lægri laun,“ segir Cohn-Bendit. Samkvæmt AS hafði Real Madrid gert ráð fyrir að kaupa Mbappé sumarið 2021, þegar hann ætti eitt ár eftir af samningi sínum við PSG. Þá ætti staðan að vera skýrari en núna, og forráðamönnum Real Madrid mun vera mjög létt að hafa ekki verið búnir að gera samning um að greiða himinháar fjárhæðir fyrir Frakkann. Franski boltinn Spænski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mbappe fljótastur í heimi | Fjórir úr ensku úrvalsdeildinni á topp tíu Kylian Mbappe er fljótasti leikmaður í heimi ef marka má tölfræði sem franska dagblaðið Le Figaro hefur undir höndum. Fjórir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar komast á lista yfir þá tíu fljótustu. 17. apríl 2020 10:00 Brunaútsala hjá Real í sumar? Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, er talinn vilja losna við fimm leikmenn frá félaginu í sumar en hann vill hreinsa til og koma með nýtt blóð inn í félagið. 28. mars 2020 23:00 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjá meira
Ýmsir velta nú fyrir sér hverjar fjárhagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins verði fyrir fótboltaheiminn. Franskur stjórnmálamaður segir ljóst að stjörnur á borð við Kylian Mbappé muni hríðfalla í verði. Daniel Cohn-Bendit er einn af fulltrúum Frakka á Evrópuþinginu. Hann kom inn á knattspyrnuhlið kórónuveirukrísunnar í pistli sínum í Ouest France. „Þegar að kórónuveirukrísunni lýkur mun Mbappé ekki vera metinn á meira en 35-40 milljónir evra, í stað 200 áður,“ skrifar Cohn-Bendit. Félög í bestu deildum Evrópu ramba jafnvel á barmi gjaldþrots og enn óvíst hvenær keppni getur hafist að nýju, og hvað þá fyrir framan áhorfendur. „Og hver mun hafa efni á að kaupa hann? Þessi krísa mun stöðva fáránleikann í afreksíþróttum. Þetta er eins og kjarnorkustyrjöld og það þarf að byggja allt upp að nýju, á öðrum grunni. Það verða settar reglur og það er nauðsynlegt að ganga lengra í að setja launaþak. Þetta endurskipulag mun ekki bara hafa áhrif á laun leikmanna heldur líka auglýsingasamninga. Við verðum að brjóta upp þetta umboðsmannakerfi, sem stuðlar að óeðlilega dýrum viðskiptum í fótboltanum. Ég held að leikmenn muni ekki hafa það neitt verra þó að þeir fái lægri laun,“ segir Cohn-Bendit. Samkvæmt AS hafði Real Madrid gert ráð fyrir að kaupa Mbappé sumarið 2021, þegar hann ætti eitt ár eftir af samningi sínum við PSG. Þá ætti staðan að vera skýrari en núna, og forráðamönnum Real Madrid mun vera mjög létt að hafa ekki verið búnir að gera samning um að greiða himinháar fjárhæðir fyrir Frakkann.
Franski boltinn Spænski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mbappe fljótastur í heimi | Fjórir úr ensku úrvalsdeildinni á topp tíu Kylian Mbappe er fljótasti leikmaður í heimi ef marka má tölfræði sem franska dagblaðið Le Figaro hefur undir höndum. Fjórir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar komast á lista yfir þá tíu fljótustu. 17. apríl 2020 10:00 Brunaútsala hjá Real í sumar? Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, er talinn vilja losna við fimm leikmenn frá félaginu í sumar en hann vill hreinsa til og koma með nýtt blóð inn í félagið. 28. mars 2020 23:00 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjá meira
Mbappe fljótastur í heimi | Fjórir úr ensku úrvalsdeildinni á topp tíu Kylian Mbappe er fljótasti leikmaður í heimi ef marka má tölfræði sem franska dagblaðið Le Figaro hefur undir höndum. Fjórir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar komast á lista yfir þá tíu fljótustu. 17. apríl 2020 10:00
Brunaútsala hjá Real í sumar? Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, er talinn vilja losna við fimm leikmenn frá félaginu í sumar en hann vill hreinsa til og koma með nýtt blóð inn í félagið. 28. mars 2020 23:00